Bæjarráð

3555. fundur 11. maí 2017 kl. 08:15 - 12:05 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Sóley Björk Stefánsdóttir mætti til fundar kl. 08:30.

1.Hlíðarfjall - úthýsing

Málsnúmer 2014050114Vakta málsnúmer

Sigmundur Ófeigsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar kynnti stöðu málsins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið ásamt bæjarfulltrúunum Ingibjörgu Ólöfu Isaksen og Baldvini Valdemarssyni.
Bæjarráð þakkar Sigmundi fyrir kynninguna og felur Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar að vinna áfram að málinu.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021 - fjárhagsrammi

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

3.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2017

Málsnúmer 2017040070Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til mars 2017.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.airbnb

Málsnúmer 2017040165Vakta málsnúmer

Umræður um airbnb og reglur um heimagistingu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að afla nánari gagna um framkvæmd eftirfylgni með heimagistingu hjá sveitarfélögum.

5.Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - ársfundur 2017

Málsnúmer 2017050007Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. apríl 2017 frá Valgeiri Magnússyni framkvæmdastjóra f.h. stjórnar SÍMEY þar sem boðað er til ársfundar mánudaginn 15. maí nk. kl. 14:00 í húsnæði miðstöðvarinnar að Þórsstíg 4 á Akureyri.
Bæjarráð felur Höllu Margréti Tryggvadóttur að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

Bæjarráð tilnefnir Höllu Margréti Tryggvadóttur sem aðalmann í stjórn SÍMEY og Hlyn Má Erlingsson til vara.

6.Hafnasamlag Norðurlands - aðalfundur 2017

Málsnúmer 2017050059Vakta málsnúmer

Aðalfundur Hafnasamlags Norðurlands verður haldinn í hafnarhúsinu við Fiskitanga miðvikudaginn 17. maí nk. kl. 15:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

7.Viðtalstímar bæjarfulltrúa fundargerð

Málsnúmer 2016100117Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 4. maí 2017.
Bæjarráð vísar 1. og 2. lið til skipulagssviðs, 3. lið til umhverfis og mannvirkjasviðs og 4. lið til bæjarstjóra.

8.Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 190. mál

Málsnúmer 2017050031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 5. maí 2017 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 190. mál 2017.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/146/s/0261.html
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umfjöllunar og umsagnar ungmennaráðs.

9.Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (innleiðing samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 439. mál

Málsnúmer 2017050019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 3. maí 2017 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (innleiðing samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 439. mál 2017.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/146/s/0572.html

10.Frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438. mál

Málsnúmer 2017050018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 3. maí 2017 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438. mál 2017.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/146/s/0571.html

Fundi slitið - kl. 12:05.