Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3418. fundur - 03.07.2014

Lögð fram tillaga um breytingu á skipan varamanns í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar svohljóðandi:
Silja Dögg Baldursdóttir tekur sæti varamanns í stað Matthíasar Rögnvaldssonar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 1. júlí 2014.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Bæjarráð - 3419. fundur - 10.07.2014

Lögð fram tillaga um breytingu á skipan aðalmanns í stjórn Félagsins, sameiginlegs félags Menningafélagsins Hofs, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Leikfélags Akureyrar svohljóðandi:
Sigurður Kristinsson tekur sæti aðalmanns í stað Loga Más Einarssonar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Bæjarstjórn - 3360. fundur - 07.10.2014

Lögð fram tillaga um breytingu á skipan varamanns í samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra:
Dagur Fannar Dagsson tekur sæti varamanns í stað Tryggva Más Ingvarssonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3361. fundur - 21.10.2014

Bréf dagsett 21. október 2014 frá Tryggva Þór Gunnarssyni svohljóðandi:
Ég undirritaður Tryggvi Þór Gunnarsson varabæjarfulltrúi L-listans í bæjarstjórn Akureyrar tímabilið 2014 til 2018 óska hér með eftir lausn frá því starfi vegna trúnaðarbrests núverandi meirihluta í minn garð.

Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðni Tryggva Þórs Gunnarssonar með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3435. fundur - 30.10.2014

Lögð fram tillaga um breytingu á skipan aðalmanns og varaformanns í kjarasamninganefnd.

Bæjarráð skipar Silju Dögg Baldursdóttur sem aðalmann og varaformann í kjarasamninganefnd í stað Höllu Bjarkar Reynisdóttur.

Bæjarstjórn - 3363. fundur - 18.11.2014

Lögð fram tillaga frá L-lista um breytingu á skipan varamanns í skólanefnd svohljóðandi:
Kristján Ingimar Ragnarsson tekur sæti varamanns í skólanefnd í stað Tryggva Þórs Gunnarssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3366. fundur - 20.01.2015

Lögð fram tillaga frá B-lista um breytingu á skipan aðalmanns og varaformanns í stjórn Akureyrarstofu, svohljóðandi:

Sigfús Arnar Karlsson tekur sæti aðalmanns og varaformanns í stað Elvars Smára Sævarssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3371. fundur - 07.04.2015

Lögð fram tillaga frá D-lista um breytingu á skipan aðalmanns og varamanns í velferðarráði svohljóðandi:

Svava Þórhildur Hjaltalín tekur sæti aðalmanns í stað Oktavíu Jóhannesdóttur.

Heiðrún Ósk Ólafsdóttir tekur sæti varamanns í stað Svövu Þórhildar Hjaltalín.
Bæjarstjórn samþykkir tilöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3376. fundur - 16.06.2015

Lögð fram tillaga frá L-lista um tímabundna breytingu á skipan aðalmanns og formanns í framkvæmdaráði svohljóðandi:

Frá og með 1. ágúst 2015 til og með 31. júlí 2016 tekur Halla Björk Reynisdóttir sæti aðalmanns og formanns í framkvæmdaráði í stað Dags Fannars Dagssonar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3469. fundur - 20.08.2015

Lögð fram tillaga frá L-lista um breytingu á skipan aðalmanns, varaformanns og varamanns í velferðarráði svohljóðandi:

Róbert Freyr Jónsson tekur sæti aðalmanns og varaformanns í velferðarráði í stað Jóhanns Gunnars Sigmarssonar og Inda Björk Gunnarsdóttir tekur sæti varamanns í velferðarráði í stað Rósu Matthíasdóttur.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.

Bæjarstjórn - 3377. fundur - 01.09.2015

Lögð fram tillaga frá D-lista um breytingu á skipan varamanns í skólanefnd svohljóðandi:


Gunnar Gíslason tekur sæti varamanns í stað Hönnu Daggar Maronsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3380. fundur - 20.10.2015

Lögð fram tillaga frá Æ-lista um breytingu á skipan aðalmanns og varamanns í íþróttaráði og varaáheyrnarfulltrúa í samfélags- og mannréttindaráði:


Íþróttaráð:

Jónas Björgvin Sigurbergsson tekur sæti aðalmanns í stað Sigurjóns Jónassonar og Áshildur Hlín Valtýsdóttir tekur sæti varamanns í stað Jónasar Björgvins Sigurbergssonar.


Samfélags- og mannréttindaráð:

Kristín Björk Gunnarsdóttir tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Jóns Gunnars Þórðarsonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3381. fundur - 03.11.2015

Lögð fram eftirfarandi tillaga um breytingu á skipan aðalmanns og áheyrnarfulltrúa í atvinnumálanefnd:

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista tekur sæti aðalmanns í stað Margrétar Kristínar Helgadóttur Æ-lista og Margrét Kristín Helgadóttir, tekur sæti áheyrnarfulltrúa í stað Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3382. fundur - 17.11.2015

Lögð fram tillaga Samfylkingarinnar um breytingar á skipan aðalmanns og formanns í skólanefnd og aðalmanns og formanns í stjórn Akureyrarstofu svohljóðandi:


Skólanefnd:

Logi Már Einarsson tekur sæti aðalmanns og formanns í stað Bjarka Ármanns Oddssonar.


Stjórn Akureyrarstofu:

Unnar Jónsson tekur sæti aðalmanns og formanns í stað Loga Más Einarssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3383. fundur - 01.12.2015

Lögð fram tillaga L-listans, bæjarlista Akureyrar, um breytingu á skipan aðalmanns í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar svohljóðandi:

Valur Freyr Halldórsson tekur sæti aðalmanns í stað Jóhanns Gunnars Sigmarssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3385. fundur - 19.01.2016

Lögð fram tillaga D-lista Sjálfstæðisflokks um breytingu á skipan aðalmanns í skólanefnd:

Hanna Dögg Maronsdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Evu Hrundar Einarsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3386. fundur - 02.02.2016

Lögð fram tillaga S-lista Samfylkingar um breytingu á skipan aðal- og varamanns í samfélags- og mannréttindaráði og varamanns í íþróttaráði svohljóðandi:


Samfélags- og mannréttindaráð:

Dagbjört Elín Pálsdóttir, tekur sæti aðalmanns í stað Eiðs Arnars Pálmasonar.

Ólína Freysteinsdóttir tekur sæti varamanns í stað Dagbjartar Elínar Pálsdóttur.


Íþróttaráð:

Arnar Þór Jóhannesson tekur sæti varamanns í stað Ólínu Freysteinsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3388. fundur - 01.03.2016

Lögð fram tillaga Æ-lista Bjartrar framtíðar um breytingar í bæjarráði. Preben Jón Pétursson tekur sæti aðalmanns í stað Margrétar Kristínar Helgadóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3389. fundur - 15.03.2016

Lögð fram tillaga V-lista um breytingu á skipan fulltrúa í barnaverndarnefnd:

Júlí Ósk Antonsdóttir tekur sæti Sigrúnar Sigurðardóttur.


Lögð fram tillaga Æ-lista um breytingu á skipan varamanns í bæjarráði:

Þorsteinn Hlynur Jónsson tekur sæti Áshildar Hlínar Valtýsdóttur.


Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan varamanns í skipulagsnefnd:

Tryggvi Gunnarsson tekur sæti Jóns Inga Cæsarssonar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3389. fundur - 15.03.2016

Lögð fram tillaga L-listans um tímabundna breytingu á skipan fulltrúa framboðsins í bæjarstjórn vegna töku fæðingarorlofs, svohljóðandi:

Silja Dögg Baldursdóttir bæjarfulltrúi L-lista mun verða í fæðingarorlofi á tímabilinu 10. mars til og með 10. júní 2016.

Á framangreindu tímabili mun Anna Hildur Guðmundsdóttir taka sæti hennar sem aðalmaður í bæjarstjórn þar sem Eva Reykjalín Elvarsdóttir fyrsti varamaður er í fæðingarorlofi.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3394. fundur - 07.06.2016

Lögð fram tillaga D-lista um breytingu á skipan varamanns í umhverfisnefnd og varamanns í stjórn Hafnasamlags Norðurlands:

Anna Rósa Magnúsdóttir tekur sæti Ármanns Sigurðssonar sem varamaður í umhverfisnefnd.


Rúnar Sigurpálsson tekur sæti Ármanns Sigurðssonar sem varamaður í stjórn Hafnasamlags Norðurlands.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3395. fundur - 21.06.2016

Lögð fram tillaga B-lista um breytingu á skipan varamanns í framkvæmdaráði:

Óskar Ingi Sigurðsson tekur sæti Guðmundar Baldvins Guðmundssonar sem varamaður í framkvæmdaráði.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3516. fundur - 04.08.2016

Lögð fram tillaga L-lista um áframhaldandi skipan Höllu Bjarkar Reynisdóttur sem formanns framkvæmdaráðs og stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.

Bæjarstjórn - 3396. fundur - 06.09.2016

Lögð fram tillaga V-lista um tímabundna breytingu á skipan aðal- og varafulltrúa í skipulagsnefnd og breytingu á skipan varamanns í samfélags- og mannréttindaráði. Einnig lögð fram ósk um tímabundið leyfi varabæjarfulltrúa:

Vilberg Helgason tekur tímabundið sæti aðalmanns í skipulagsnefnd frá 1. september 2016 til og með 15. janúar 2017 af Edward H. Huijbens. Sóley Björk Stefánsdóttir tekur tímabundið sæti varamanns í skipulagsnefnd frá 1. september 2016 til og með 15. janúar 2017 af Vilberg Helgasyni.

Sóley Björk Stefánsdóttir tekur sæti varamanns í samfélags- og mannréttindaráði í stað Árna Steinars Þorsteinssonar.

Einnig lögð fram tillaga V-lista um að veita Edward H. Huijbens tímabundið leyfi frá störfum varabæjarfulltrúa frá 1. september 2016 til og með 15. janúar 2017.


Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan varafulltrúa í barnaverndarnefnd:

Matthías Rögnvaldsson tekur sæti varamanns í barnaverndarnefnd í stað Önnu Hildar Guðmundsdóttur.


Lögð fram tillaga að breytingu á aðal- og varafulltrúum í Eyþingi, samtökum sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.

Sigríður Huld Jónsdóttir tekur sæti aðalfulltrúa í stað Bjarka Ármanns Oddssonar.

Preben Jón Pétursson tekur sæti aðalfulltrúi í stað Margrétar Kristínar Helgadóttur.



Dagbjört Pálsdóttir tekur sæti varamanns í stað Sigríðar Huldar Jónsdóttur.

Anna Hildur Guðmundsdóttir tekur sæti varamanns í stað Dags Fannars Dagssonar.

Víðir Benediktsson tekur sæti varamanns í stað Tryggva Þórs Gunnarssonar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3397. fundur - 20.09.2016

Lögð fram tillaga V-lista um tímabundna breytingu á skipan varaáheyrnarfulltrúa í bæjarráði:

Hildur Friðriksdóttir tekur tímabundið sæti varaáheyrnarfulltrúa í bæjarráði frá 1. september 2016 til og með 15. janúar 2017 af Edward H. Huijbens.


Lögð fram tillaga D-lista um breytingu á skipan varafulltrúa í yfirkjörstjórn Akureyrarbæjar:

Anna Rósa Magnúsdóttir tekur sæti varafulltrúa í yfirkjörstjórn Akureyrarbæjar í stað Kristjáns H. Kristjánssonar.


Einnig lögð fram tillaga D-lista um breytingu á skipan aðal- og varafulltrúa í heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra:

Hjördís Stefánsdóttir tekur sæti aðalfulltrúa í stað Svanhildar Dóru Björgvinsdóttur og Lára Halldóra Eiríksdóttir tekur sæti varafulltrúa í stað Hjördísar Stefánsdóttur
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3400. fundur - 01.11.2016

Bæjarfulltrúi Logi Már Einarsson S-lista las upp eftirfarandi bréf dagsett 30. október 2016:

Matthías Rögnvaldsson,

Forseti bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar


Hér með tilkynnist að ég Logi Már Einarsson segi mig frá störfum bæjarfulltrúa og bæjarráðsmanns. Ég hef hlotið kjör til Alþingis og verð því í vinnu fjarri heimabyggð auk þess sem ég tel að þessi störf séu illsamræmanleg.


Með vinsemd og þakklæti,

Logi Már Einarsson
Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðnina með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn færir Loga bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Akureyrarbæjar.

Dagbjört Pálsdóttir er boðin velkomin til starfa sem aðalfulltrúi í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3401. fundur - 08.11.2016

Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan aðal- og varafulltrúa í bæjarráði.

Sigríður Huld Jónsdóttir, tekur sæti aðalfulltrúa í bæjarráði í stað Loga Más Einarssonar.

Dagbjört Pálsdóttir tekur sæti varafulltrúa í bæjarráði í stað Sigríðar Huldar Jónsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3402. fundur - 15.11.2016

Lögð fram tillaga um að Sigríður Huld Jónsdóttir verði kosin varaformaður bæjarráðs.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3403. fundur - 06.12.2016

Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan aðalfulltrúa í velferðarráði og skólanefnd.

Erla Björg Guðmundsdóttir tekur sæti aðalfulltrúa í velferðarráði í stað Sigríðar Huldar Jónsdóttur og verður jafnframt formaður nefndarinnar.

Dagbjört Elín Pálsdóttir tekur sæti aðalfulltrúa í skólanefnd í stað Loga Más Einarssonar og verður jafnframt formaður nefndarinnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu um skipan í velferðarráð með 11 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista lagði fram tillögu um að fresta afgreiðslu á tillögu um skipan í skólanefnd. Tillagan var borin upp til atkvæða og felld með 5 atkvæðum gegn 5 og féll því á jöfnum atkvæðum. Silja Dögg Baldursdóttir L-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Tillaga S-lista um skipan í skólanefnd var borin upp til atkvæða og var hún samþykkt með 6 atkvæðum meirihlutans, 5 fulltrúar minnihlutans sátu hjá.

Bæjarstjórn - 3405. fundur - 20.12.2016

Forseti las upp eftirfarandi bréf frá Njáli Trausta Friðbertssyni bæjarfulltrúa:


Til bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar


Hér með tilkynnist að ég Njáll Trausti Friðbertsson segi mig frá störfum bæjarfulltrúa Akureyrarkaupstaðar frá og með næstkomandi áramótum.

Ástæða þess að ég segi mig frá störfum sem bæjarfulltrúi er sú að ég hef hlotið kjör til Alþingis. Við þær aðstæður tel ég réttast að hleypa næsta kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins inn í bæjarstjórn.

Ég er afskaplega þakklátur fyrir það samstarf sem ég hef átt við kjörna fulltrúa og starfsmenn Akureyrarbæjar og jafnframt er ég þakklátur Akureyringum fyrir að hafa gefið mér kost á því að vinna að hagsmunum bæjarins og íbúum hans.


Akureyri 16. desember 2016


Með vinsemd og virðingu,


Njáll Trausti Friðbertsson (sign)



Lögð fram eftirfarandi beiðni Bergþóru Þórhallsdóttur:

Með því að Njáll Trausti Friðbertsson bæjarfulltrúi, hefur tekið sæti á Alþingi og í framhaldi af því óskað eftir að láta af störfum sem bæjarfulltrúi á Akureyri liggur fyrir að ég undirrituð Bergþóra Þórhallsdóttir taki sæti aðalfulltrúa í bæjarstjórn.

Í ljósi þess að ég hef tímabundið tekið að mér störf utan sveitarfélagsins og á því óhægt um vik að sinna skyldum bæjarfulltrúa svo vel sé, óska ég hér með eftir tímabundnu leyfi frá störfum bæjarfulltrúa til loka júlímánaðar árið 2017.


Virðingarfyllst

Bergþóra Þórhallsdóttir (sign)


Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðni Njáls Trausta Friðbertssonar með 11 samhljóða atkvæðum. Bæjarstjórn færir Njáli Trausta bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Akureyrarbæjar.


Bæjarstjórn samþykkir ósk Bergþóru Þórhallsdóttur um tímabundið leyfi til loka júlímánaðar 2017 frá störfum bæjarfulltrúa með 11 samhljóða atkvæðum.


Baldvin Valdemarsson er boðinn velkominn til starfa sem aðalfulltrúi í bæjarstjórn tímabundið frá næstu áramótum til loka júlímánaðar árið 2017.

Bæjarstjórn - 3406. fundur - 03.01.2017

Lögð fram tillaga D-lista um breytingu á skipan varamanna í fræðsluráði og stjórn Akureyrarstofu:

Anna Rósa Magnúsdóttir tekur sæti varafulltrúa í fræðsluráði í stað Gunnars Gíslasonar. Þórhallur Jónsson tekur sæti varafulltrúa í stjórn Akureyrarstofu í stað Hönnu Daggar Maronsdóttur.


Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan varamanns í fræðsluráði:

Þorlákur Axel Jónsson tekur sæti varafulltrúa í stað Péturs Maack Þorsteinssonar.


Lögð fram tillaga V-lista um breytingu á skipan varamanns í velferðarráði:

Árný Ingveldur Brynjarsdóttir tekur sæti varamanns í stað Öglu Maríu Jósepsdóttur.


Lögð fram tillaga frá V-lista um að Edward H. Huijbens komi til baka úr tímabundnu leyfi frá störfum varabæjarfulltrúa frá 1. janúar 2017. Edward tekur jafnframt aftur við sem aðalmaður í skipulagsráði og Vilberg Helgason tekur aftur við sem varamaður í skipulagsráði frá sama tíma.


Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan aðalmanns og varamanns í stjórn Hafnasamlags Norðurlands:

Ólína Freysteinsdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Lindu Maríu Ásgeirsdóttur. Dagbjört Elín Pálsdóttir tekur sæti varamanns í stað Sigríðar Huldar Jónsdóttur.


Lögð fram tillaga frá D-lista um breytingu á skipan varamanns á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga:

Baldvin Valdemarsson tekur sæti sem varamaður í stað Njáls Trausta Friðbertssonar.


Lögð fram tillaga frá D-lista um breytingu á skipan varamanna á aðalfund Eyþings:

Baldvin Valdemarsson og Sigurjón Jóhannesson taka sæti varamanna í stað Bergþóru Þórhallsdóttur og Njáls Trausta Friðbertssonar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3407. fundur - 17.01.2017

Lögð fram tillaga D-lista um breytingu á skipan aðalfulltrúa í fræðsluráði.

Baldvin Valdemarsson tekur sæti aðalfulltrúa í fræðsluráði í stað Hönnu Daggar Maronsdóttur.


Lögð fram tillaga Æ-lista um breytingu á skipan aðal- og varafulltrúa í fræðsluráði og varafulltrúa í frístundaráði.

Áshildur Hlín Valtýsdóttir tekur sæti aðalfulltrúa í fræðsluráði í stað Prebens Jóns Péturssonar og Margrét Kristín Helgadóttir tekur sæti varafulltrúa í fræðsluráði í stað Áshildar Hlínar Valtýsdóttur.

Guðmundur Haukur Sigurðsson tekur sæti varafulltrúa í frístundaráði í stað Áshildar Hlínar Valtýsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur með 11 atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3408. fundur - 07.02.2017

Lögð fram tillaga V-lista um breytingu á skipan á aðal- og varaáheyrnarfulltrúa í frístundaráði og varamanni í skipulagsráði.

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir tekur sæti áheyrnarfulltrúa í frístundaráði í stað Vilbergs Helgasonar og Ásrún Ýr Gestsdóttir tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í frístundaráði í stað Ölfu Drafnar Jóhannsdóttur.

Ólafur Kjartansson tekur sæti varamanns í skipulagsráði í stað Vilbergs Helgasonar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur með 11 atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3409. fundur - 21.02.2017

Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan varamanns í stjórn Akureyrarstofu:

Inda Björk Gunnarsdóttir tekur sæti varamanns í stjórn Akureyrarstofu í stað Silju Daggar Baldursdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur með 11 atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3412. fundur - 04.04.2017

Lögð fram tillaga um breytingu í stjórn Hafnasamlags Norðurlands:

Silja Dögg Baldursdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Víðis Benediktssonar.

Jóhannes Gunnar Bjarnason tekur sæti formanns í stað Víðis Benediktssonar og Silja Dögg Baldursdóttir tekur sæti varaformanns í stað Jóhannesar Gunnars Bjarnasonar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3413. fundur - 25.04.2017

Lögð fram tillaga um breytingu á aðalfulltrúa í Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar:

Matthías Rögnvaldsson verður aðalfulltrúi í stað Unnars Jónssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3416. fundur - 06.06.2017

Lögð fram tillaga Æ-lista um breytingu á skipan varafulltrúa í velferðarráði:

Brynhildur Pétursdóttir verður varafulltrúi í stað Valbjörns Helga Viðarssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3563. fundur - 03.08.2017

Lögð var fram lausnarbeiðni Bergþóru Þórhallsdóttur D-lista.
Bæjarráð samþykkir lausnarbeiðnina samhljóða.

Bæjarráð - 3564. fundur - 17.08.2017

Lögð fram tillaga Æ-lista um breytingu á skipan aðalfulltrúa í fræðsluráði:

Brynhildur Pétursdóttir tekur sæti aðalfulltrúa í fræðsluráði í stað Áshildar Hlínar Valtýsdóttur.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Bæjarráð - 3565. fundur - 24.08.2017

Lögð fram eftirfarandi tillaga um breytingu á skipan aðalfulltrúa og formanns barnaverndanefndar í stað Baldurs Dýrfjörð:

Júlí Ósk Antonsdóttir tekur sæti formanns og Hjalti Ómar Ágústsson tekur sæti aðalfulltrúa.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Bæjarstjórn - 3422. fundur - 07.11.2017

Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan varafulltrúa í stjórn Akureyrarstofu:

Silja Dögg Baldursdóttir tekur sæti varafulltrúa í stað Indu Bjarkar Gunnarsdóttur.


Lögð fram tillaga V-lista um breytingu á skipan varafulltrúa í velferðarráði og varafulltrúa í fræðsluráði:

Snæbjörn Ómar Guðjónsson tekur sæti varafulltrúa í velferðarráði í stað Árnýjar Ingveldar Brynjarsdóttur.


Inga Elísabet Vésteinsdóttir, tekur sæti varafulltrúa í fræðsluráði í stað Ingu Sigrúnar Atladóttur.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3425. fundur - 12.12.2017

Lögð fram tillaga D-lista um breytingu á skipan aðalfulltrúa í fræðsluráði:

Þórhallur Harðarson tekur sæti aðalfulltrúa í fræðsluráði í stað Baldvins Valdemarssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3428. fundur - 06.02.2018

Lögð fram tillaga Æ-lista um breytingu á skipan aðalfulltrúa í fræðsluráði:

Guðmundur Haukur Sigurðsson tekur sæti aðalfulltrúa í fræðsluráði í stað Brynhildar Pétursdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3430. fundur - 06.03.2018

Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan varafulltrúa í fræðsluráði:

Silja Dögg Baldursdóttir tekur sæti varafulltrúa í fræðsluráði í stað Ingimars Ragnarssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3431. fundur - 20.03.2018

Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan varafulltrúa í skipulagsráði:

Dagbjört Pálsdóttir tekur sæti varafulltrúa í skipulagsráði í stað Tryggva Gunnarssonar.

Lögð fram tillaga B-lista um breytingu á skipan varafulltrúa í frístundaráði:

Ingibjörg Ólöf Isaksen kemur í stað Sigríðar Valdísar Bergvinsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3432. fundur - 10.04.2018

Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan aðalmanns í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar:

Þorgeir Rúnar Finnsson tekur sæti aðalmanns í stað Vals Freys Halldórssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3433. fundur - 24.04.2018

Lögð fram tillaga um breytingu á skipan varafulltrúa í kjörstjórn Akureyrarbæjar:

Jón Stefán Hjaltalín Einarsson tekur sæti varafulltrúa í kjörstjórn Akureyrarbæjar í stað Arnórs Sigmarssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3434. fundur - 08.05.2018

Lögð fram tillaga B-lista um breytingu á skipan aðalfulltrúa og varafulltrúa í velferðarráði:

Guðlaug Kristinsdóttir tekur sæti aðalfulltrúa í stað Halldóru Kristínar Hauksdóttur. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir tekur sæti varafulltrúa í stað Guðlaugar Kristinsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.