Málsnúmer 2016040047Vakta málsnúmer
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 30. nóvember 2016:
Erindi dagsett 5. apríl 2016 þar sem Ómar Ívarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Miðbæinn vegna breytinga á lóðum nr. 8, 10 og 12 við Kaupvangsstræti. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dagsett 1. apríl 2016. Skipulagsnefnd samþykkti að senda erindið í grenndarkynningu á fundi 10. ágúst 2016. Erindið var grenndarkynnt 12. september og var athugasemdafrestur til 10. október 2016.
Ein athugasemd barst.
1) Agnes Harpa Jósavinsdóttir, dagsett 9. okóber 2016.
a) Gerð er athugasemd við að ekki komi fram á uppdrætti hvar göngutenging frá Gilsbakkavegi á að koma og hvernig hún mun líta út.
b) Gerð er athugasemd við að eigendur Gilsbakkavegar 1 hafi ekki fengið grenndarkynninguna.
c) Gilsbakkavegurinn er þröngur með talsverða umferð gangandi og akandi þó engin gangstétt sé til staðar.
Gæta þarf að því að ný göngutenging auki ekki á þá slysahættu sem nú þegar er af sambúð akandi og gangandi í götunni.
Ein umsögn barst:
1) Norðurorka, dagsett 16. nóvember 2016
Á svæðinu eru lagnir allrar veitna.
Framkvæmdir við sjálfa tengibygginguna hafa þó ekki sýnileg áhrif á veitulagnir hjá Norðurorku.
Hins vegar er tekið fram að einnig standi til að gera breytingar á aðalinngangi safnsins og koma fyrir nýjum inngangi frá Gilsbakkavegi.
Mikið er af veitulögnum við núverandi aðalinngang og tenging vatnsveitu er inn í húsið frá Gilsbakkavegi.
Nauðsynlegt er að Fasteignir Akureyrarbæjar geri samning við Norðurorku vegna mögulegra framkvæmda við færslu og/eða breytingar á lögnum og kostnaði vegna þess.
Svar við athugasemd.
a) Göngutengingar inn á lóðir eru ekki viðfangsefni deiliskipulags og er göngutengingin því ekki sýnd, né útfærsla á henni en hún mun verða nánar útfærð í byggingarleyfisumsókn eins og við aðrar byggingar.
b) Eigendur Gilsbakkavegar 1 fengu grenndarkynninguna senda í kjölfar innkominnar athugasemdar og var gefinn 4 vikna frestur til að koma með athugasemdir.
c) Ekki er talið að umferð um Gilsbakkaveginn muni aukast að nokkru marki, en útfærsla verður skoðuð nánar og er vísað til skipulagsdeildar í samráði við framkvæmdadeild.
Skipulagsnefnd vísar umsögn Norðurorku til Fasteigna Akureyrarbæjar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista mætti í forföllum Njáls Trausta Friðbertssonar.
Sigurjón Jóhannesson D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.
Í upphafi fundar minntist forseti fyrrverandi bæjarfulltrúa.
Guðmundur Stefánsson fyrrverandi bæjarfulltrúi lést 18. nóvember sl. 64 ára að aldri. Guðmundur var fæddur í Reykjavík 10. apríl 1952. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1972. Eftir stúdentspróf kenndi Guðmundur m.a. á Núpi í Dýrafirði en hélt síðan til Noregs árið 1975 þar sem hann lauk prófi í búnaðarhagfræði frá Landbúnaðarháskólanum í Ási 1979. Að námi loknu hóf hann störf hjá Bændasamtökunum í Reykjavík. Guðmundur flutti til Akureyrar árið 1986 þar sem hann var framkvæmdastjóri Ístess hf. og síðan fóðurverksmiðjunnar Laxár.
Guðmundur var bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á árunum 1994-1997. Hann var fulltrúi í bæjarráði og formaður atvinnumálanefndar.
Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Hafdís Jónsdóttir.
Bæjarstjórn vottar aðstandendum Guðmundar Stefánssonar samúð sína, um leið og honum eru þökkuð fórnfús störf í þágu bæjarfélagsins.
Forseti bað fundarmenn að heiðra minningu Guðmundar Stefánssonar með því að rísa úr sætum.