Bæjarráð

3516. fundur 04. ágúst 2016 kl. 08:30 - 11:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Menningarfélag Akureyrar - MAK

Málsnúmer 2016030110Vakta málsnúmer

Farið yfir rekstur Menningarfélags Akureyrar.

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar lagði fram gögn í samræmi við bókun bæjarráðs 14. júlí sl.

Sigurður Kristinsson formaður stjórnar Menningarfélagsins og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar sátu einnig fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Þuríði Helgu og Sigurði fyrir kynninguna og felur fjármálastjóra og formanni bæjarráðs að vinna málið í samræmi við umræður á fundinum.

2.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2016

Málsnúmer 2016040185Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til júní 2016.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.Knattspyrnufélag Akureyrar - rekstrarsamningur

Málsnúmer 2015110251Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 20. júlí 2016 frá Sævari Péturssyni f.h. Knattspyrnufélags Akureyrar þar sem óskað er eftir því að bæjarráð falli frá kröfu í rekstrarsamningi um fullnaðaráritun ársreikninga félagsins eða hækki framlag sitt til félagsins.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vekur athygli á því að Reglur um styrkveitingar Akureyrarkaupstaðar eru skýrar hvað varðar kröfur um endurskoðun ársreikninga. Bæjarráð telur mikilvægt að halda sig við þær reglur sem eru í gildi og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

http://www.akureyri.is/static/files/Stjornsysla/Reglurstyrkv.pdf

4.Aðgerðahópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015120146Vakta málsnúmer

Farið yfir verkefnalista sem aðgerðahópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar tók saman.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.Öldrunarheimili Akureyrar

Málsnúmer 2016030150Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 13. júlí 2016 um stöðu og ábyrgð sveitarfélagsins gagnvart rekstri öldrunarheimilanna.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

6.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2016

Málsnúmer 2016010056Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 841. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 24. júní 2016. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

7.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga L-lista um áframhaldandi skipan Höllu Bjarkar Reynisdóttur sem formanns framkvæmdaráðs og stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.

Fundi slitið - kl. 11:45.