Málsnúmer 2015090002Vakta málsnúmer
6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. nóvember 2015:
Erindi dagsett 1. september 2015 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Virkni eignarhaldsfélags ehf., kt. 520809-0580, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna húss nr. 32-34 við Stekkjartún. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 9. september 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Tillagan er dagsett 11. nóvember 2015 og unnin af Rögnvaldi Harðarsyni á Rögg teiknistofu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista mætti í forföllum Margrétar Kristínar Helgadóttur.
Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá málið Grímsey - stuðningur ríkisstjórnar Íslands, sem verði 1. liður á dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Einnig leitaði forseti afbrigða til að taka af dagskrá 5. lið Samstarf sveitarfélaga í Eyjafirði í atvinnumálum og 6. lið Skýrsla bæjarstjóra, í útsendri dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.