Bæjarstjórn

3382. fundur 17. nóvember 2015 kl. 16:00 - 16:06 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista mætti í forföllum Silju Daggar Baldursdóttur.
Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista mætti í forföllum Margrétar Kristínar Helgadóttur.
Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá málið Grímsey - stuðningur ríkisstjórnar Íslands, sem verði 1. liður á dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Einnig leitaði forseti afbrigða til að taka af dagskrá 5. lið Samstarf sveitarfélaga í Eyjafirði í atvinnumálum og 6. lið Skýrsla bæjarstjóra, í útsendri dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Grímsey - stuðningur ríkisstjórnar Íslands

Málsnúmer 2015070054Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun svohljóðandi:

Bæjarstjórn Akureyrar fagnar þeirri niðurstöðu ríkisstjórnar Íslands að grípa til aðgerða í því skyni að treysta áframhaldandi byggð í Grímsey. Akureyringar hafa lagt áherslu á að ríkið komi að málum ásamt sveitarfélaginu til að styrkja forsendur búsetu í Grímsey og hefur jákvæð niðurstaða nú fengist í málið. Sérstaða byggðar í Grímsey er óumdeild og því brýnt að allir leggist á árarnar til að skjóta styrkum stoðum undir búsetu þar til frambúðar eins og ríkisstjórn Íslands hefur nú ákveðið að gera.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Samfylkingarinnar um breytingar á skipan aðalmanns og formanns í skólanefnd og aðalmanns og formanns í stjórn Akureyrarstofu svohljóðandi:


Skólanefnd:

Logi Már Einarsson tekur sæti aðalmanns og formanns í stað Bjarka Ármanns Oddssonar.


Stjórn Akureyrarstofu:

Unnar Jónsson tekur sæti aðalmanns og formanns í stað Loga Más Einarssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Naustahverfi, 1. áfangi - deiliskipulagsbreyting - Stekkjartún 32-34

Málsnúmer 2015090002Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. nóvember 2015:

Erindi dagsett 1. september 2015 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Virkni eignarhaldsfélags ehf., kt. 520809-0580, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna húss nr. 32-34 við Stekkjartún. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 9. september 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 11. nóvember 2015 og unnin af Rögnvaldi Harðarsyni á Rögg teiknistofu.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Öldungaráð Akureyrarkaupstaðar - kosning fulltrúa

Málsnúmer 2014040148Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um tvo fulltrúa í öldungaráð Akureyrarkaupstaðar og einn til vara:

Aðalmenn: Dagbjört Elín Pálsdóttir og Gunnar Gíslason.

Varamaður: Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2015-2018 - viðauki

Málsnúmer 2014060172Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 5. nóvember 2015:

Lagður fram viðauki nr. 6, dagsettur 3. nóvember 2015.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með 11 samhljóða atkvæðum.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 4. og 12. nóvember 2015
Bæjarráð 5. og 12. nóvember 2015
Íþróttaráð 5. nóvember 2015
Samfélags- og mannréttindaráð 5. nóvember 2015
Skipulagsnefnd 11. nóvember 2015
Stjórn Akureyrarstofu 5. nóvember 2015
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 6. nóvember 2015
Umhverfisnefnd 10. nóvember 2015
Velferðarráð 4. nóvember 2015

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 16:06.