Málsnúmer 2018010229Vakta málsnúmer
12. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 24. janúar 2018:
Erindi dagsett 16. janúar 2018 þar sem Þröstur Friðfinnsson fyrir hönd Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar leggur fram skipulagslýsingu sem Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur unnið vegna fyrirhugaðrar breytingar á svæðisskipulaginu vegna flutningslína raforku, Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í lýsingunni er gerð grein fyrir helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, umfangi og áherslum umhverfismatsáætlunarinnar og hvernig samráði og kynningu verður háttað. Svæðisskipulagsnefnd leggur lýsinguna fram til samþykktar sveitarstjórna allra sveitarfélaga á skipulagssvæðinu. Lýsingin verður síðan send umsagnaraðilum og kynnt almenningi og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta.
Skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki lýsinguna og feli svæðisskipulagsnefnd að kynna hana umsagnaraðilum, almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.