Málsnúmer 2014050162Vakta málsnúmer
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 15. október 2014:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi "Hafnarsvæða sunnan Glerár" var auglýst frá 20. ágúst til 1. október 2014. Um er að ræða stækkun lóðarinnar nr. 5 við Norðurtanga ásamt fleiri breytingum. Tillagan var unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf, dagsett 30. júlí 2014.
Engin athugasemd barst.
Tvær umsagnir bárust:
1) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 11. september 2014, sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.
2) Norðurorka, dagsett 16. september 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna en bendir á að kostnaður vegna hugsanlegrar færslu lagna innan lóðar skal greiðast af lóðarhafa eða þeim sem óskar eftir breytingunni.
Skipulagsnefnd áréttar að kostnaður vegna færslu lagna innan lóða skipulagsins skal greiðast af lóðarhafa eða þeim sem óskar eftir breytingunni. Einnig leggur skipulagsnefnd til að gert verði ráð fyrir gróðurbelti á milli lóða Norðurtanga 7 og 9 og göngustígs.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.