Bæjarstjórn

3431. fundur 20. mars 2018 kl. 16:00 - 18:48 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Preben Jón Pétursson
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Baldvin Valdemarsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá liðinn Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018 sem verði 1. liður á dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan varafulltrúa í skipulagsráði:

Dagbjört Pálsdóttir tekur sæti varafulltrúa í skipulagsráði í stað Tryggva Gunnarssonar.

Lögð fram tillaga B-lista um breytingu á skipan varafulltrúa í frístundaráði:

Ingibjörg Ólöf Isaksen kemur í stað Sigríðar Valdísar Bergvinsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Hesjuvellir landnr. 212076 - deiliskipulag

Málsnúmer 2015080002Vakta málsnúmer

14. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 14. mars 2018:

Erindi dagsett 21. júlí 2015 frá Guðmundi Helga Gunnarssyni f.h. Rósu Maríu Stefánsdóttur þar sem lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Hesjuvelli, landnr. 212076. Tillaga að deiliskipulagi Hesjuvalla var auglýst frá 10. janúar til 21. febrúar 2018. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.

Á deildarfundi umhverfis- og mannvikjasviðs og skipulagssviðs þann 6. febrúar 2018 kom fram að tryggja þarf framtíðarsvæði fyrir vegstæði Lögmannshlíðarvegar, talið 15 m út frá miðlínu vegar, sem geti þjónað framtíðaruppbyggingu vegarins og reiðleiðar.

Tvær umsagnir bárust:

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 21. febrúar 2018.

Engar skráðar minjar eru á skipulagssvæðinu og gerir Minjastofnun Íslands ekki athugasemd við deiliskipulagstillöguna. Vakin er athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012. Ef fornminjar sem áður voru ókunnar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd án tafar.

2) Landsnet, 19. febrúar 2018.

Af öryggisástæðum skal skilgreina lágmarksfjarlægðir háspennulína til annarra mannvirkja. Helgunarsvæði eru ekki af staðlaðri stærð, heldur ákvörðuð í hverju tilviki. Lágmarks viðmið helgunarsvæða fyrir 66kV loftlínu er 25 m og fyrir 132 kV loftlínu er 35-45 m. Innan helgunarsvæðis gildir byggingabann og þar er ekki hægt að viðhafa skógrækt. Ef upp koma áform um að reisa mannvirki og/eða breyta landnotkun nærri helgunarsvæði er mikilvægt að haft verði samband við Landsnet til að yfirfara lágmarksfjarlægðir. Tryggja þarf að helgunarsvæði séu virt og að tryggja aðgang vegna eftirlits.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 28. febrúar 2018.

Umsækjandi lagði fram breytta tillögu þar sem brugðist hefur verið við athugasemd um veghelgunarsvæði og helgunarsvæði raflína.

Skipulagsráð samþykkir að veghelgunarsvæði og helgunarsvæði raflína verði sett inn á deiliskipulagsuppdrátt samanber umsögn Landsnets.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Sérstakur húsnæðisstuðningur - reglur

Málsnúmer 2016120021Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 15. mars 2018:

4. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 7. mars 2018:

Lagðar fyrir að nýju reglur um sérstakan húsnæðisstuðning, málið var áður á dagskrá velferðarráðs þann 21. febrúar sl.

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi lagði fram minnisblað sitt dagsett 5. mars 2018.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning og þann kostnaðarauka sem í þeim felst fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með gildistíma frá og með 1. mars 2018 og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir reglurnar með gildistíma frá og með 1. mars 2018 með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Skjalastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012100192Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 15. mars 2018:

Lögð fram drög að endurskoðaðri skjalastefnu Akureyrarbæjar.

Bæjarráð samþykkir framlagða endurskoðun á skjalastefnu og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða endurskoðun á skjalastefnu með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Heimilislaust fólk á Akureyri

Málsnúmer 2018020430Vakta málsnúmer

Umræða um heimilislaust fólk á Akureyri.

6.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2018 - skipulagsráð

Málsnúmer 2018020002Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða skipulagsráðs.

Tryggvi Már Ingvarsson formaður skipulagsráðs gerði grein fyrir starfsáætlun ráðsins.

7.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:


Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 8. og 15. mars 2018
Bæjarráð 8. og 15. mars 2018
Frístundaráð 1. mars 2018
Fræðsluráð 5. mars 2018
Kjarasamninganefnd 2. mars 2018
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra 1. mars 2018
Skipulagsráð 14. mars 2018
Stjórn Akureyrarstofu 15. mars 2018
Umhverfis- og mannvirkjaráð 2. og 16. mars 2018
Velferðarráð 7. mars 2018


Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 18:48.