Málsnúmer 2016020053Vakta málsnúmer
2. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 25. janúar 2017:
Drög að deiliskipulagi Hríseyjar - hafnar- og miðsvæðis var kynnt 1. desember 2016 samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar, í þjónustuanddyri í Ráðhúsi Akureyrar og í versluninni í Hrísey. Kynningarfundur var haldinn 8. desember 2016. Frestur til að senda inn ábendingar var til 30. desember 2016.
Tvær ábendingar bárust:
1) Eigendur Ægisgötu 9, dagsett 8. desember 2016.
Óskað er eftir að efri hæð verbúðarinnar verði skilgreind sem frístundahús.
2) Norðurorka, dagsett 14. desember 2016.
Norðurorka hefur á vinnslustigi málsins komið að ábendingu vegna dælustöðvar fráveitu og er gert ráð fyrir lóð undir hana í tillögunni.
Hver staðsetning dælustöðvarinnar verður innan lóðar er ekki gott að segja þegar nánari hönnun hefur ekki farið fram. Æskilegt væri að hafa opnari skilmála um að stöðin geti ef á þarf að halda verið sunnar á lóðinni.
Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 11. janúar 2017.
Svar við erindi eigenda Ægisgötu:
Skipulagsráð telur að halda eigi starfsemi verbúðanna óbreyttri. Verbúðirnar eru íverustaðir og rúma ýmsa starfsemi tengda bátum og höfninni og er eina aðstaðan í Hrísey fyrir slíka starfsemi. Skipulagsráð synjar því erindinu.
Skipulagsráð samþykkir að hafa byggingarreit dælustöðvar fráveitu rúman til suðurs í samræmi við ósk Norðurorku.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sigurjón Jóhannesson D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.
Forseti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá liðinn Bæjarstjórn - breytingar í ráðum og var það samþykkt með 11 atkvæðum.