Bæjarstjórn

3366. fundur 20. janúar 2015 kl. 16:00 - 18:20 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði forseti bæjarstjórnar bæjarfulltrúum, starfsmönnum Akureyrarbæjar og bæjarbúum öllum gleðilegs árs og farsældar.

Forseti bauð síðan Bergþóru Þórhallsdóttur D-lista velkomna á hennar fyrsta fund í bæjarstjórn.

Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá B-lista um breytingu á skipan aðalmanns og varaformanns í stjórn Akureyrarstofu, svohljóðandi:

Sigfús Arnar Karlsson tekur sæti aðalmanns og varaformanns í stað Elvars Smára Sævarssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Naustahverfi 1. áfangi - umsókn um deiliskipulagsbreytingu vegna Ásatúns 40-48

Málsnúmer 2014100070Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 14. janúar 2015:

Skipulagstillagan var auglýst frá 26. nóvember 2014 með athugasemdafresti til 7. janúar 2015. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Tvær umsagnir bárust:

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 17. desember 2014. Engar athugasemdir eru gerðar.

2) Norðurorku, dagsett 19. desember 2014.

Engar athugasemdir eru gerðar.

Tvær athugasemdir bárust.

1) Ólafur Kjartansson, dagsett 12. desember 2014.

Óskað er eftir að með þessari deiliskipulagsbreytingu verði gerð breyting á stígum í nágrenninu þannig að norðurenda stígs, sem liggur meðfram lóðinni að austan, verði hliðrað til vesturs. Tilgangurinn er að bæta samgöngur milli Naustahverfis og Syðri-Brekku með því að láta stíga hverfisins standast á, minnka hæðarbreytingar og stytta meginleiðina.

2) Jóhannes Árnason, dagsett 7. janúar 2015.

Lagt er til að útfæra göngustíginn við austurhorn lóðar Ásatúns 40-48 þannig að umferð gangandi og hjólandi verði greiðari með því að gera beygjur aflíðandi.

Umsagnirnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

Svör við athugasemdum:

1) Stígarnir í nágrenninu sem um ræðir eru utan marka skipulagsbreytingarinnar. Stígurinn austan lóðarinnar liggur að stíg sem liggur bæði í norður og suður þannig að með færslu hans til norðurs myndi tenging til suðurs versna.

Sjá þó svar við athugasemd 2).

2) Stígarnir í nágrenninu sem um ræðir eru utan marka skipulagsbreytingarinnar. Skipulagsnefnd beinir því þó til framkvæmdadeildar að tengja stígana saman með meira aflíðandi beygjum. Bent er á að núverandi afstaða stíganna miðast við fyrirhugaða göngubrú skv. deiliskipulagi.


Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Fasteignagjöld 2015 - reglur um afslátt

Málsnúmer 2014110191Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 15. janúar 2015:

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2015.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um afslátt af fasteignaskatti með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Samskipti Akureyrarbæjar og ríkisins

Málsnúmer 2015010152Vakta málsnúmer

Umræður um samskipti Akureyrarbæjar og ríkisins.

5.Hlíðarfjall - staða og framtíð rekstrar

Málsnúmer 2014110046Vakta málsnúmer

Umræður um stöðu og framtíð rekstrar í Hlíðarfjalli.

6.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 18. desember 2014 og 8. janúar 2015
Bæjarráð 18. desember 2014 og 8. og 15. janúar 2015
Félagsmálaráð 17. desember 2014 og 7. janúar 2015
Framkvæmdaráð 19. desember 2014
Íþróttaráð 18. desember 2014
Samfélags- og mannréttindaráð 18. desember 2014
Skipulagsnefnd 14. janúar 2015
Skólanefnd 5. janúar 2015
Stjórn Akureyrarstofu 8. desember 2014
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 19. desember 2014


Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 18:20.