Málsnúmer 2017020135Vakta málsnúmer
7. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 12. apríl 2017:
Erindi dagsett 22. febrúar 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 2 og 4 við Davíðshaga. Bílakjallarar fyrir Davíðshaga 2 og 4 verði sameinaðir og ein aðkoma verði að þeim sem verði staðsett milli Kristjánshaga 2 og Davíðshaga 4. Lóð Davíðshaga 2 sem nýtt var fyrir aðkomu í bílakjallara verði breytt í bílastæði. Snjóruðningssvæði sem staðsett er við hlið bílastæða fyrir Davíðshaga 4 verði fellt út og sameinað lóð hússins og því breytt í bílastæði. Einnig er óskað eftir því að sameina leiksvæði er tilheyra Kjarnagötu 51 og 53, Davíðshaga 2 og 4, Elísabetarhaga 1 og Kristjánshaga 2 svo og að byggt verði aðstöðuskýli fyrir leiksvæðið. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. mars 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi en mælst var til að ekki verði samfelld bílaröð framan við Davíðshaga 2-4. Tillagan er dagsett 12. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. þar sem lagt er til að lóðirnar Kjarnagata 51 og 53, Elísabetarhagi 1, Kristjánshagi 2 og Davíðshagi 2 og 4 verði sameinaðar í eina lóð. Sér afnotahlutar eru afmarkaðir fyrir hvert hús og byggingarreitur gerður fyrir sameiginlegt aðstöðuhús á leiksvæði.
Einungis er um að ræða breytingu sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Sigurjón Jóhannesson D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.
Elías Gunnar Þorbjörnsson D-lista mætti í forföllum Baldvins Valdemarssonar.