Málsnúmer 2015110047Vakta málsnúmer
6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 9. mars 2016:
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst frá 22. desember 2015 með athugasemdafresti til 3. febrúar 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Íbúafundur var haldinn þann 28. janúar 2016 þar sem tillaga að skipulaginu var kynnt almenningi.
Ein athugasemd barst:
1) Miðbæjarsamtökin á Akureyri, dagsett 29. janúar 2016.
Alfarið er lagst gegn því að bílastæðum í miðbænum fækki frá því sem nú er. Ekki hugnast þeim að stækka bílastæðin neðan við Samkomuhúsið til að koma til móts við bílastæðaþörf. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá er komið fordæmi fyrir að sleppa, eða minnka verulega fjölda bílastæða á reitnum austan Skipagötu. Það geta rekstraraðilar í miðbæ Akureyrar aldrei sætt sig við.
Ein umsögn barst:
1) Norðurorka, dagsett 5. febrúar 2016.
Engin athugasemd er gerð.
Helgi Snæbjarnarson L-lista bar upp vanhæfi sitt í þessu máli og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Svar við athugasemd:
Í gildandi deiliskipulagi eru 212 almenn bílastæði og í auglýstri deiliskipulagstillögu er ekki verið að gera breytingar á þeim. Ákvæði Aðalskipulags Akureyrar 2005-2018 um eitt stæði á hverja íbúð segir að "almennt skuli gera ráð fyrir" og er því ekki afgerandi kvöð.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.