Bæjarráð

3564. fundur 17. ágúst 2017 kl. 08:15 - 11:20 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Preben Jón Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista mætti í forföllum Sigríðar Huldar Jónsdóttur.
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Matthíasar Rögnvaldssonar.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Æ-lista um breytingu á skipan aðalfulltrúa í fræðsluráði:

Brynhildur Pétursdóttir tekur sæti aðalfulltrúa í fræðsluráði í stað Áshildar Hlínar Valtýsdóttur.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

2.Leiguíbúðir Akureyrarbæjar - leiguverð

Málsnúmer 2012110070Vakta málsnúmer

Erla Björg Guðmundsdóttir formaður velferðarráðs, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir málið.

Einnig sat Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Endurskoðun ársreikninga 2017-2022 - útboð

Málsnúmer 2017060207Vakta málsnúmer

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs gerði grein fyrir útboði á endurskoðun á reikningum bæjarins fyrir árin 2017-2022 og þeim tilboðum sem bárust.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að óska eftir að bjóðendur framlengi tilboð sín til og með 25. ágúst nk.

4.Greið leið ehf - hlutafjáraukning - 2017

Málsnúmer 2012090013Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. júlí 2017 frá Pétri Þór Jónassyni formanni stjórnar Greiðrar leiðar ehf. Í erindinu kemur fram að framundan sé síðasti áfangi í aukningu hlutafjár í Greiðri leið ehf um 40 mkr. Kveðið er á um það í lánasamningi Vaðlaheiðarganga hf og ríkisins að Greiðri leið ehf beri að auka hlut sinn um 40 mkr. árlega á árabilinu 2013-2017. Þess er vænst að göngin verði opnuð fyrir umferð í síðasta lagi á haustmánuðum 2018.

Einnig er óskað eftir að hluthafar staðfesti að þeir falli frá forkaupsrétti á 1,1 milljón kr.

Hlutur Akureyrarbæjar í ár eru kr. 24.146.402.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að greiða hlut Akureyrarbæjar að upphæð kr. 24.146.402.

Bæjarráð samþykkir einnig að falla frá forkaupsrétti á 1,1 milljón kr.

5.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2017

Málsnúmer 2017040070Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til og með júní 2017.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017 - viðauki 7

Málsnúmer 2016050137Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 7.

Viðaukinn er vegna ákvörðunar um að leggja til námsgögn í grunnskólum bæjarins sbr. fundargerð bæjarráðs þann 6. júlí sl.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 7.

7.Akureyrarvaka - kerti á Friðarvöku

Málsnúmer 2017080034Vakta málsnúmer

Sóley Björk Stefánsdóttur V-lista lagði fram tillögu um að bæjarráð leggi til fjármagn til kaupa á 600 kertum vegna Friðarvöku fyrir samtals kr. 126.000.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu Sóleyjar Bjarkar um að Akureyrarbær fjármagni kaup á 600 kertum fyrir upphæð kr. 126.000. Kostnaður færist af styrkveitingum bæjarráðs.

8.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir 2017

Málsnúmer 2017010127Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis nr. 101 fundargerð aðalfundar dagsett 3. maí 2017 og fundargerð nr. 102, ódagsett.

Fundargerðirnar má finna á netslóðinni:

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 11:20.