Málsnúmer 2015090002Vakta málsnúmer
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 13. janúar 2016:
Skipulagstillagan var auglýst frá 25. nóvember 2015 með athugasemdafresti til 6. janúar 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Tvær athugasemdir bárust:
1) Hermann Daðason, dagsett 2. desember 2015.
Mótmælt er fyrirhugaðri fjölgun íbúða, niðurfellingu göngustígs og hækkun hússins. Harðlega er gagnrýndur fjöldi skipulagsbreytinga á svæðinu.
2) Virkni ehf., dagsett 5. janúar 2016.
Óskað er eftir að íbúðafjöldi í húsinu verði 22, þ.e. 4 íbúðir á neðstu hæð.
Svör við athugasemdum:
1) Bent er á að aðrir göngustígar tryggja aðgengi að byggð við Stekkjartún og Skálatún ásamt grenndarvelli. Skerðing á útsýni telst óveruleg en skipulagsnefnd tekur undir athugasemd um hæð hússins og fellst á að hækkun á leyfilegri hámarkshæð hússins verði aðeins 1/2 meter.
2) Skipulagsnefnd telur að lóðin beri ekki meiri fjölgun íbúða en tillagan gerir ráð fyrir með tilliti til útfærslu og fjölda bílastæða og aukningar á umferð um Stekkjartún.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.