Málsnúmer 2016120132Vakta málsnúmer
3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 22. desember 2016:
Lagðar fram tillögur að samþykktum fyrir eftirtaldar nefndir: Bæjarráð, frístundaráð, fræðsluráð, skipulagsráð, stjórn Akureyrarstofu, umhverfis- og mannvirkjaráð og velferðarráð.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að samþykktum fyrir bæjarráð, frístundaráð, fræðsluráð, skipulagsráð, stjórn Akureyrarstofu, umhverfis- og mannvirkjaráð og velferðarráð með framkomnum ábendingum og felur bæjarstjóra að ganga frá þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Forseti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá liðinn Bæjarstjórn - ósk um tímabundið leyfi og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Siguróli Magni Sigurðsson B-lista mætti í forföllum Ingibjargar Ólafar Isaksen.