Bæjarstjórn

3388. fundur 01. mars 2016 kl. 16:00 - 18:23 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista mætti í forföllum Sigríðar Huldar Jónsdóttur.
Edward Hákon Huijbens V-lista mætti í forföllum Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.

Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka af dagskrá 4. lið í útsendri dagskrá: Ákvörðun um sameiginlegt mat eða ekki - Sprengisandslína og aðrar framkvæmdir og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Bæjarstjórn - ósk um tímabundið leyfi

Málsnúmer 2015030233Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 25. febrúar 2016 frá Margréti Kristínu Helgadóttur bæjarfulltrúa Æ-lista Bjartrar framtíðar, þar sem hún óskar eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn frá 2. mars 2016 - 2. mars 2017.
Bæjarstjórn samþykkir beiðni Margrétar Kristínar Helgadóttur með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn - lausn frá störfum varabæjarfulltrúa

Málsnúmer 2016020239Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 25. febrúar 2016 frá Áshildi Hlín Valtýsdóttur varabæjarfulltrúa Æ-lista Bjartrar framtíðar, þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum varabæjarfulltrúa í bæjarstjórn frá 2. mars 2016 til loka kjörtímabils.
Bæjarstjórn samþykkir beiðni Áshildar Hlínar Valtýsdóttur með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Æ-lista Bjartrar framtíðar um breytingar í bæjarráði. Preben Jón Pétursson tekur sæti aðalmanns í stað Margrétar Kristínar Helgadóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2016 - atvinnumálanefnd

Málsnúmer 2016010065Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða atvinnumálanefndar.

Matthías Rögnvaldsson bæjarfulltrúi og formaður atvinnumálanefndar gerði grein fyrir starfsáætlun nefndarinnar.

Almennar umræður.

5.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 18. febrúar 2016
Atvinnumálanefnd 22. og 24. febrúar 2016
Bæjarráð 18. og 25. febrúar 2016
Framkvæmdaráð 19. febrúar 2016
Íþróttaráð 18. og 24. febrúar 2016
Samfélags- og mannréttindaráð 24. febrúar 2016
Skipulagsnefnd 24. febrúar 2016
Skólanefnd 15. febrúar 2016
Umhverfisnefnd 23. febrúar 2016
Velferðarráð 17. febrúar 2016

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 18:23.