Málsnúmer 2012080081Vakta málsnúmer
2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 19. nóvember 2015:
Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 13. ágúst sl.
6. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 13. ágúst 2015:
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 8. júlí 2015:
Tekið fyrir að nýju í framhaldi af fundi þann 16. júní 2015 með fulltrúum Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, þar sem óskað var eftir að gerðar yrðu breytingar á orðalagi á 2. gr., 5. gr. og 7. gr. tillögu um fólkvang á Glerárdal.
Skipulagsnefnd gerir tvær orðalagsbreytingar við tillögu Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á breytingum á skilmálatexta fólkvangsins.
Afgreiðslu breytingartillögunnar þannig breyttri er vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Bæjarráð vísar breytingartillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Forseti bauð Sigurjón Jóhannesson velkominn á hans fyrsta fund í bæjarstjórn.
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka af dagskrá lið nr. 9 í útsendri dagskrá Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs og var það samþykk með 11 samhljóða atkvæðum.