Bæjarráð

3565. fundur 24. ágúst 2017 kl. 08:15 - 12:02 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.

1.Samningar um öryggisvistun 2017

Málsnúmer 2017080018Vakta málsnúmer

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs mætti á fund bæjarráðs og fór yfir málið.

Einnig sat Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs fundinn undir þessum lið.

2.Beiðni um kaup á íbúðum fyrir fólk með mikla þjónustuþörf

Málsnúmer 2017060138Vakta málsnúmer

10. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 16. ágúst 2017:

Eigandi tveggja íbúða sem Akureyrarbær er með á leigu og leigir áfram til skjólstæðinga sem njóta umtalsverðs stuðnings hefur sagt leigusamningunum upp. Því liggur fyrir að finna þarf leigjendunum nýtt húsnæði fyrir 1. apríl 2018. Mat starfsmanna umhverfis- og mannvirkjasviðs og fjölskyldusviðs er að hagkvæmasta lausnin sé að kaupa íbúðir í stað þeirra sem leigðar eru í dag. Áætlað verð er 60 m.kr.

Velferðarráð óskar eftir því við bæjarráð að veitt verði heimild til kaupa á tveimur íbúðum fyrir allt að 60 m.kr.

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að veita heimild til kaupa á tveimur íbúðum fyrir allt að 60 m.kr. og að kostnaðurinn rúmist innan fjárheimilda ársins.

3.Lífsleikni fyrir ungt fatlað fólk

Málsnúmer 2017060136Vakta málsnúmer

11. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 16. ágúst 2017:

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs lagði fram tillögu að nýju þjónustuúrræði fyrir ungt fatlað fólk sem hefur lokið námi í framhaldsskóla. Um er að ræða þjálfun í lífsleikni til að búa þátttakendur undir búsetu á eigin vegum.

Kostnaður er áætlaður um 2,3 m.kr. á árinu 2017 og um 6,8 m.kr. á árinu 2018 vegna ráðningar tveggja starfsmanna í hlutastörf, samtals um 1 stöðugildi.

Velferðarráð fagnar tillögunni og samþykkir hana fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarráð að heimild til ráðningar starfsmanna verði veitt og umbeðnu viðbótarfjármagni veitt til reksturs Skammtíma- og skólavistunar (1025650) í fjárhagsáætlun ársins 2018.

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu velferðarráðs og vísar fjármögnun verkefnisins til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.

4.Skammtímavistun 2017-2018

Málsnúmer 2017060214Vakta málsnúmer

12. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 16. ágúst 2017:

Lögð fram tillaga að lengdum opnunartíma Skammtímavistunar til að mæta fjölgun notenda og vaxandi þörf notenda fyrir þjónustuna. Í tillögunni er gert ráð fyrir ráðningu í 1,96 stg. þ.a. 0,55 stg. fagmanns sem tæki þátt í skipulagningu og gerð einstaklingsáætlana.

Áætlaður heildarkostnaður við fullnýtingu húsnæðis Skammtíma- og skólavistunar er um 18,2 m.kr. en á móti er reiknað með um 14,4 m.kr. framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna barna með miklar þjónustuþarfir sem færast á liðinn Skatttekjur í bókhaldi. Útgjaldaauki umfram tekjuauka er því um 3,9 m.kr. á ársgrundvelli.

Velferðarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarráð að heimild til ráðningar starfsmanna verði veitt og að 18,2 m.kr. verði veitt til aukins reksturs Skammtíma- og skólavistunar (1025650) í fjárhagsáætlun ársins 2018.

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.

5.Samkomulag fjármála- og efnahagsráðuneytis og Akureyrarbæjar um skiptingu lífeyrisskuldbindinga vegna öldrunarheimila

Málsnúmer 2017010009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 21. ágúst 2017 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitarfélaga.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna áfram að málinu.

6.Myndlistarskólinn á Akureyri - ársreikningur 2016

Málsnúmer 2017080082Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Myndlistarskólans á Akureyri ehf vegna ársins 2016.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

7.Rafræn stjórnsýsla

Málsnúmer 2017020108Vakta málsnúmer

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs fóru yfir stöðu mála á rafrænni stjórnsýslu.

8.Glerárvirkjun II - lóð undir stíflu og hæð stíflu, umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017080025Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsráðs 16. ágúst 2017:

Erindi dagsett 10. ágúst 2017 þar sem Bergur Steingrímsson fyrir hönd Fallorku ehf, kt. 600302-4180, sækir um heimild til að breyta deiliskipulagi Glerárvirkjunar II til að skilgreina lóð undir stíflu og ákvarða hámarks hæð stíflu. Með erindinu er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, dagsett 16. ágúst 2017 unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.

Einungis er um að ræða minniháttar breytingar er varða umsækjanda og Akureyrarkaupstað. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.

9.Hafnarstræti 67-69 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016020105Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 16. ágúst 2017:

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu þar sem Jón Hrafn Hlöðversson fyrir hönd Hótels Akureyrar, kt. 640912-0220, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 67-69. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu er dagsett 12. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Byggingarreitur er stækkaður, vegghæð og mænishæð hækkuð og hluti byggingar til vesturs verði með flötu þaki.

Tillagan var auglýst frá 24. maí með athugasemdafresti til 5. júlí 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.


Engar athugasemdir bárust.


Tvær umsagnir bárust.

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 9. júní 2017.

Minjastofnun gerir ekki athugasemd við breytinguna. Æskilegt er að byggingar hverskonar á þessum slóðum samræmist götumynd m.t.t. hlutfalla og útlits. Minnt er á að hafin er vinna við að gera þetta svæði að verndarsvæði í byggð. Jafnframt skal viðhafa aðgát ef fornminja verður vart.


2) Hverfisnefnd Brekku og Innbæjar 4. júlí 2017

a) Gæta þarf þess að nýbyggingin (69) verði ekki hærri en hin glæsilega bygging Hótel Norðurlands. Þá ætti ný bygging að standa örlítið aftar en gamla húsið þar sem svo stór bygging myndi skyggja á eldri bygginguna.

b) Til samræmis við húsin í kring væri eðlilegt að gera ráð fyrir 3 og 1/2 hæð frekar en 4 hæðum.

c) Bent er á að ef bílastæði verða utan lóðar þarf Akureyrarbær að fjölga stæðum í bæjarlandinu á svæðinu.

d) Setja þyrfti ákvæði um mögulega aðkomu fólksflutningabíla í deiliskipulagið af svæðinu í heild.

e) Ekki er á hvers manns færi að gera sér grein fyrir hvað "svokallað flutningshús" er. Þetta þyrfti að skýra betur út og koma fram í grenndarkynningum.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 12. júlí 2017.

Svör við umsögnum:

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 9. júní 2017.

Gefur ekki tilefni til svars.


2) Hverfisnefnd Brekku og Innbæjar 4. júlí 2017

a) Hér mun vera átt við Hótel Akureyri en ekki Hótel Norðurland, þ.e. Hafnarstræti 67. Þar sem Hafnarstræti 67 stendur mun hærra í götu en Hafnarstræti 69, og vegghæð götuhliðar og mænishæð miðast við gólfkóta jarðhæðar/götuhæð, mun hæðarmunur Hafnarstrætis 67 og 69 í raun verða minni en tölurnar í töflunni hér að neðan sýna. Mænishæðin er þó meiri en eldri húsa norðar í götunni, en mun minni en gildandi deiliskipulag leyfir fyrir næsta hús norðan við, Hafnarstræti 71. Ekki er tekið undir að nýbyggingin ætti að standa aftar í götumyndinni, þar sem það skerðir götumyndina/húsalínuna í heild sinni.

Hús nr.
- Vegghæð langhliða - Mænishæð

H67 - 7,50 - 12,20

H69 - gildandi 8,70 - 12,50

H69 - tillaga 9,75 - 14,35

H71 - 8,20 - 10,20 kvistur

H71 - leyfil. skv. gildandi deilisk. 10,20 - 14,80

H73 - u.þ.b. 8,40 - 10,8

H75 - leyfil. skv. gildandi deilisk. 8,70 - 14,80

H77 - 8,30 - 11,45 turn

b) Taka má undir þá athugasemd að nokkru leyti, en 4. hæðin verður ekki fullnýtt, og hluti hennar er falinn bak við mæni hússins og sést ekki frá götunni.

c) Ábendingunni er vísað til uppfærslu deiliskipulags miðbæjar.

d) Ábendingunni er vísað til uppfærslu deiliskipulags miðbæjar.

e) Textinn er tekinn úr gildandi deiliskipulagi og ekki gerð breyting varðandi Hafnarstræti 75. Flutningshús er gamalt hús sem flutt er á nýjan stað.


Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.

10.Vegagerðin - niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 2012080074Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 14. júlí 2017:

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 25. apríl 2016 frá Vegagerðinni varðandi niðurfellingu vega af vegaskrá ásamt minnisblaði frá umhverfis- og mannvirkjasviði dagsettu 17. maí 2017 vegna málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð hafnar þessu fyrir sitt leyti og vísar erindinu til bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Vegagerðina um málið.

11.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga um breytingu á skipan aðalfulltrúa og formanns barnaverndanefndar í stað Baldurs Dýrfjörð:

Júlí Ósk Antonsdóttir tekur sæti formanns og Hjalti Ómar Ágústsson tekur sæti aðalfulltrúa.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

12.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 297. fundar stjórnar Eyþings dagsett 14. ágúst 2017. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.eything.is/is/fundargerdir



Fundi bæjarráðs var frestað kl. 12:02 til kl. 15:30.

13.Endurskoðun ársreikninga 2017-2022 útboð

Málsnúmer 2017060207Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, 3. liður í fundargerð bæjarráðs 17. ágúst sl.:

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs gerði grein fyrir útboði á endurskoðun á reikningum bæjarins fyrir árin 2017-2022 og þeim tilboðum sem bárust.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að óska eftir að bjóðendur framlengi tilboð sín til og með 25. ágúst nk.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð telur tilboð Grant Thornton ógilt og samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðenda Enor ehf.
Fundi bæjarráðs var framhaldið kl. 15:30 og lauk kl. 16:58.

Fundi slitið - kl. 12:02.