Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer
Forseti las upp eftirfarandi bréf frá Njáli Trausta Friðbertssyni bæjarfulltrúa:
Til bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar
Hér með tilkynnist að ég Njáll Trausti Friðbertsson segi mig frá störfum bæjarfulltrúa Akureyrarkaupstaðar frá og með næstkomandi áramótum.
Ástæða þess að ég segi mig frá störfum sem bæjarfulltrúi er sú að ég hef hlotið kjör til Alþingis. Við þær aðstæður tel ég réttast að hleypa næsta kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins inn í bæjarstjórn.
Ég er afskaplega þakklátur fyrir það samstarf sem ég hef átt við kjörna fulltrúa og starfsmenn Akureyrarbæjar og jafnframt er ég þakklátur Akureyringum fyrir að hafa gefið mér kost á því að vinna að hagsmunum bæjarins og íbúum hans.
Akureyri 16. desember 2016
Með vinsemd og virðingu,
Njáll Trausti Friðbertsson (sign)
Lögð fram eftirfarandi beiðni Bergþóru Þórhallsdóttur:
Með því að Njáll Trausti Friðbertsson bæjarfulltrúi, hefur tekið sæti á Alþingi og í framhaldi af því óskað eftir að láta af störfum sem bæjarfulltrúi á Akureyri liggur fyrir að ég undirrituð Bergþóra Þórhallsdóttir taki sæti aðalfulltrúa í bæjarstjórn.
Í ljósi þess að ég hef tímabundið tekið að mér störf utan sveitarfélagsins og á því óhægt um vik að sinna skyldum bæjarfulltrúa svo vel sé, óska ég hér með eftir tímabundnu leyfi frá störfum bæjarfulltrúa til loka júlímánaðar árið 2017.
Virðingarfyllst
Bergþóra Þórhallsdóttir (sign)
Baldvin Valdemarsson D-lista mætti í forföllum Njáls Trausta Friðbertssonar.