Málsnúmer 2014100070Vakta málsnúmer
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 12. nóvember 2014:
Erindi dagsett 8. október 2014 þar sem Sævar Helgason f.h. Ásatúns ehf, kt. 410914-1660, sækir um breytingu á deiliskipulagi við Ásatún 40-48 í 1. áfanga Naustahverfis.
Breytingarnar felast m.a. í að byggingarreitum verði hnikað til innan lóðar, lóð stækkuð um 2m til norðurs, kvöð um bílgeymsluhæð verði felld niður og hæðin nýtt undir íbúðir sem fjölgar úr 46 í 60. Bílastæðakrafa helst óbreytt og hámarkshæð húsanna breytist ekki.
Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 15. október 2014 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf og er dagsett 12. nóvember 2014.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá málið Tónlistarskólakennarar - verkfall og kjaramál, sem verði 1. mál á dagskrá og var það samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum. Sóley Björk Stefánsdóttir V-list