Málsnúmer 2016080006Vakta málsnúmer
13. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. ágúst 2016:
Erindi dagsett 4. ágúst 2016 þar sem Bergur Steingrímsson hjá Eflu fyrir hönd Fallorku ehf., kt. 600302-4180, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 10. ágúst 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Tillagan er dagsett 24. ágúst 2016 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Samþykki Skotfélags Akureyrar liggur fyrir dagsett 17. ágúst 2016.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að grenndarkynna erindið.
Þar sem samþykki nágranna liggur fyrir telst grenndarkynningu lokið. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og málinu lokið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sigurður Hannesson fyrrverandi bæjarfulltrúi lést 14. ágúst sl. 92 ára að aldri.
Sigurður fæddist í Hvammkoti í Skefilsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu 8. desember 1923.
Hann lauk prófi frá Iðnskólanum á Akureyri 1947, sveinsprófi í múraraiðn 1948 og fékk meistararéttindi í múraraiðn 1951. Hann starfaði við iðn sína í hartnær hálfa öld.
Sigurður sat í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1974-1982 og á árunum 1962-1974 var hann varabæjarfulltrúi. Hann sat í ýmsum nefndum og ráðum á vegum bæjarins meðal annars í byggingarnefnd Akureyrarbæjar og bæjarráði.
Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Soffía Georgsdóttur og eignuðust þau fjórar dætur.
Bæjarstjórn vottar aðstandendum Sigurðar Hannessonar samúð sína, um leið og honum eru þökkuð fórnfús störf í þágu bæjarfélagsins.
Forseti bað fundarmenn að heiðra minningu Sigurðar Hannessonar með því að rísa úr sætum.