Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 219. fundur - 13.01.2016

Lögð fram til kynningar drög skipulagsstjóra að skipulagslýsingu fyrir Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030.
Skipulagsnefnd þakkar skipulagsstjóra fyrir kynninguna og frestar nánari umfjöllun.

Skipulagsnefnd - 221. fundur - 03.02.2016

Rædd voru drög að skipulagslýsingu fyrir Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030.
Frestað.

Skipulagsnefnd - 222. fundur - 10.02.2016

Fram haldið umræðu um tillögu skipulagsstjóra að skipulagslýsingu fyrir Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar.

Bæjarstjórn - 3387. fundur - 16.02.2016

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 10. febrúar 2016:

Fram haldið umræðu um tillögu skipulagsstjóra að skipulagslýsingu fyrir Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 224. fundur - 09.03.2016

Skipulagsstjóri kynnti til umræðu og umfjöllunar fyrstu hugmyndir um markmið aðalskipulagsins.
Lagt fram.

Skipulagsnefnd - 226. fundur - 06.04.2016

Skipulagslýsing var auglýst í Fréttablaðinu 20. febrúar og í Dagskránni 24. febrúar 2016. Skipulagslýsingin var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrar og í þjónustuanddyri Ráðhúss. Íbúafundur var haldinn 3. mars 2016.

11 umsagnir bárust:

1) Isavia, dagsett 24. febrúar 2016.

Vakin er athygli á gildandi skipulagsreglum fyrir Akureyrarflugvöll sem taka þarf fullt tillit til. Einnig er bent á að leita umsagnar Samgöngustofu.

2) Vegagerðin, dagsett 7. mars 2016.

Veggerðin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna, en óskar eftir að viðhaft verði samráð um tillögur að breytingum, ef einhverjar verða, á þjóðvegum og höfnum á skipulagssvæðinu.

3) Veðurstofa Íslands, dagsett 9. mars 2016.

Undirstrikað skal mikilvægi náttúruvárþáttarins við skipulagsgerðina og draga mætti hann betur fram, t.d. í sérstökum kafla. Traustur grunnur hefur verið lagður með ofanflóðahættumatinu en bent á að skoða mætti veðurþáttinn frekar, s.s. áhrif vinds og leysingaflóða.

4) Orkustofnun, dagsett 10. mars 2016.

Bent er á hvort rétt væri að Akureyri markaði stefnu m.a. um smávirkjanir og/eða vindorkuver og aðrar sjálfbærar orkunýtingaleiðir í umræddu Aðalskipulagi.

5) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 11. mars 2016.

a) Ítrekaðar eru athugasemdir sem gerðar voru vegna rammahluta aðalskipulags Oddeyrar.

b) Ítrekað er að hafnarsvæði verði ekki skert frá gildandi skipulagi.

c) Áfram verði skýr skipulagsákvæði sem taka tillit til þarfa atvinnustarfsemi á svæðinu.

d) Gætilega þarf að fara í blöndun byggðar á hafnar- og atvinnusvæðum þar sem starfsemin mun alltaf hafa ónæði í för með sér fyrir íbúðabyggð.

6) Skógrækt ríkisins, dagsett 11. mars 2016.

Í skipulagslýsingunni er ekki að finna neinar afdráttarlausar og stefnumótandi hugmyndir um nýtingu lands á ytri bæjarmörkum. Árið 1980 var unnin hugmyndavinna og eftir standa gömlu sorpurðunarsvæðin á Glerárdal og norðan Glerár, milli 200 og 300 ha. Skógrækt mun hafa jákvæð umhverfisáhrif. Lagt er til að mörkuð verði stefna um aukna skógrækt í nýju aðalskipulagi til lengri tíma en 12 ára.

7) Umhverfisstofnun, dagsett 10. mars 2016.

a) Mikilvægt er að markmiðin varðandi umhverfisgæði séu tímasett.

b) Bent er á að í lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 er fjallað um náttúruminjaskrá. Í landi Akureyrar eru svæði á náttúruminjaskrá og í 68. gr. laganna er fjallað um skipulagsgerð, framkvæmdir o.fl.

c) Tekið er undir áherslu um að gerðar verði tillögur að frekari friðlýsingum í landi Akureyrar og stefnumótun fyrir upplandið verði fest í sessi. Mikilvægt er að halda Glerárgili í sinni náttúrulegu mynd.

8) Minjastofnun Íslands, dagsett 15. mars 2016.

a) Í landi Akureyrar, Hríseyjar og Grímseyjar hefur verið unnin aðalskráning fornleifa sem taka þarf mið af við skipulagsgerðina.

b) Í aðalskipulagi skal gera grein fyrir stöðu húsakannana og stefnu í húsvernd. Í 16. gr. laga um menningarminjar segir að skráning fornleifa, húsa og mannvirkja skal fara fram áður en gengið er frá aðalskipulagi eða deiliskipulagi.

9) Landsnet, dagsett 11. mars 2016.

Ekki er gerð athugasemd við skipulagslýsinguna en athygli er vakin á að nægt og öruggt framboð af raforku er forsenda atvinnulífs og búsetu.

10) Ferðamálastofa, dagsett 22. febrúar 2016.

a) Ekki er minnst á Ferðamálaáætlun 2011-2020 þar sem áhersla er á sjálfbærni og þróun áfangastaða, né Vegvísi í ferðaþjónustu frá október 2015 þar sem segir að áfangastaðir ferðamanna verði skilgreindir í aðalskipulagi.

b) Hvernig ætlar Akureyrarbær að standa að komu og aðstöðu skemmtiferðaskipa og sjálfbærni þeirrar ferðamennsku? Ástæða er að láta gera sérstaka úttekt á málinu.

c) Bent er á lög um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegra minja.

d) Náttúran er varan sem ferðaþjónustan er að selja og við framkvæmdir á ferðamannastöðum er mikilvægt að þær séu byggðar á vandaðri greiningu og rannsóknum.

11) Skipulagsstofnun, dagsett 5. apríl 2016.

a) Hafa þarf frekara samráð við Skipulagsstofnun um umfang og nákvæmni í umhverfismatinu.

b) Umfjöllun skortir um framfylgd gildandi aðalskipulagsáætlana, forsendur, áherslur og markmið vegna endurskoðunar fyrir Hrísey og Grímsey.

c) Upplýsingar um þróun íbúa, húsnæðis og atvinnu ætti einnig að vera sett fram með grafískum hætti.

d) Skýrt þarf að vera hvernig tengdar áætlanir hafi áhrif á stefnumótun í tilteknum málaflokkum.

e) Bent er á að Landsskipulagsstefna 2015-2026 hefur tekið gildi.

f) Við gerð aðalskipulags vinni sveitarfélög tillögu að vegaskrá yfir vegi aðra en þjóðvegi innan sinna marka. Tillagan hlýtur samþykkt samhliða afgreiðslu aðalskipulagsins.



Skipulagsstjóri kynnti stöðu verkefnisins. Tekin fyrir að nýju tillaga skipulagsstjóra að markmiðum aðalskipulagsins.
Innkomnum umsögnum er vísað í vinnslu skipulagsins.

Umræður og unnið var áfram að gerð aðalskipulagsins.

Skipulagsnefnd þakkar starfsfólki skipulagsdeildar fyrir yfirferð á drögum að stefnu og framgangi skipulagsvinnunnar.

Skipulagsnefnd - 228. fundur - 20.04.2016

Farið yfir kafla 1: Markmið. Rætt um helstu áherslur næstu funda.
Skipulagsstjóra er falið að hreinrita markmiðakaflann í samræmi við umræður á fundinum og skilgreina helstu umfjöllunarefni næstu funda.

Skipulagsnefnd - 230. fundur - 04.05.2016

Kafli 2: Farið yfir almenn ákvæði fyrir landnotkunarflokka. Farið yfir almenn ákvæði og sérákvæði fyrir íbúðarsvæði. Taka þarf afstöðu til hvort setja eigi ákvæði um heimagistingu og þá á hvaða svæðum. Lagt til að lítil opin svæði sem ekki hafa neina sérstaka notkun verði felld inn í íbúðarsvæði og leiksvæði verði merkt með L, en ekki sem sérstök svæði.

Farið yfir miðsvæði, m.a. hversu ítarleg umfjöllunin á að vera.

Farið yfir ákvæði landnotkunarflokka verslun- og þjónustu og samfélagsþjónustu.

Farið yfir ákvæði landnotkunarflokka athafnasvæði, iðnaðarsvæði og hafnarsvæði.

Farið yfir ákvæði landnotkunarflokka íþróttasvæði.

Rætt um stöðu Hríseyjar og Grímseyjar í aðalskipulaginu. Á að taka umfjöllun inn í almennan texta eða hafa sérstaka ítarlega kafla um hvora eyna? Á að taka markmið um eyjarnar inn í almenn markmið eða hafa þau ítarleg sem sér markmið í köflunum um þær?

Kafli 3 Forsendur: Farið yfir kafla 4 Mannfjöldaþróun.

Umræður. Frestað.

Skipulagsnefnd - 232. fundur - 18.05.2016

Kynntar niðurstöður vinnufundar um aðalskipulagið með íbúum sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Unnið var með styrkleika og veikleika einstakra hverfa og bæjarins í heild hvað varðar byggð, atvinnulíf, umhverfi, þjónustu, samgöngur og samfélag.

Farið yfir drög að greinargerð aðalskipulagsins.

Kafli 2 Skipulagstillaga: Farið var yfir ákvæði landnotkunarflokka þ.e. efnistöku- og efnislosunarsvæði, frístundabyggð, afþreyingar- og ferðamannasvæði, íþróttasvæði, kirkjugarða og grafreiti, skógræktar- og landgræðslusvæði, opin svæði, óbyggð svæði, vötn, ár og sjó, strandsvæði, vatnsbólasvæði, varúðarsvæði og landbúnaðarsvæði, minjavernd, friðlýst svæði, hverfisverndarsvæði, vegir, götur og stígar og veitur.

Kafli 3 Forsendur: Farið var yfir kafla 3.5.3 Landslag og náttúrufar:, m.a. loftgæði, vatnsgæði og mengun og náttúruvá.

Rætt um kafla um Hrísey og Grímsey og stöðu þeirra í aðalskipulaginu.
Umræður. Frestað.

Skipulagsnefnd - 233. fundur - 25.05.2016

Kafli 3 Forsendur: Farið yfir landnotkunarkort og kafla 3.3 í drögum að greinargerð: Mannfjöldi og húsnæðismál.
Umræður. Frestað.

Skipulagsnefnd - 235. fundur - 08.06.2016

Farið yfir landnotkunarreiti og gatnakerfi. Rætt um Hrísey og Grímsey í greinargerð skipulagsins.
Umræður, afgreiðslu frestað.

Skipulagsnefnd - 238. fundur - 06.07.2016

Farið yfir kafla 2.2 í greinargerðinni: landnotkunarflokkar og gatnakerfi. Farið yfir landnotkunaruppdrátt og breytingar frá fyrra aðalskipulagi. Farið lauslega yfir kafla 3 Forsendur. Lagðir fram minnispunktar af vinnufundi með íbúum og fundum með fyrirtækjum.
Umræður, frestað.

Skipulagsnefnd - 242. fundur - 28.09.2016

Viðar Valdimarsson B-lista mætti í forföllum Tryggva Más Ingvarssonar.
Tryggvi Gunnarsson S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur.
Tryggvi Gunnarsson, aldursforseti, setti fundinn og fól Helga Snæbjarnarsyni fundarstjórn.
Lögð fram til umsagnar innan bæjarkerfisins drög að greinargerð Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 dagsett 27. september 2016, þéttbýlisuppdráttur dagsettur 26. september 2016, heidaruppdráttur dagsettur 11. júní 2014 og uppdráttur fyrir Hrísey dagsettur í nóvember 2010.
Frestað til fundar 5. október 2016.

Skipulagsnefnd - 243. fundur - 05.10.2016

Lögð voru fram drög að greinargerð Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 dagsett 30. september 2016, þéttbýlisuppdrætti dagsett 26. september 2016 og uppdrætti fyrir Hrísey og Grímsey dagsett 29. september 2016. Frestað frá síðasta fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að aðalskipulagsdrögin, með breytingum í samræmi við umræður á fundinum, verði send til umsagnar innan bæjarkerfisins og jafnframt til hverfisráða Hríseyjar og Grímseyjar með 5 vikna umsagnarfresti.

Stjórn Akureyrarstofu - 218. fundur - 03.11.2016

Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 5. október sl. að senda tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til umsagnar innan bæjarkerfisins, þ.e. deilda, nefnda og ráða.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfisnefnd - 120. fundur - 08.11.2016

Anna Rósa Magnúsdóttir D-lista mætti í forföllum Kristins Frímanns Árnasonar.
Óskar Ingi Sigurðsson B-lista boðaði forföll og varamaður mætti ekki í hans stað.
Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 5. október sl. að senda tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til umsagnar innan bæjarkerfisins, þ.e. deilda, nefnda og ráða.

Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri mætti á fundinn og kynnti skipulagið.
Umhverfisnefnd þakkar Bjarka kynninguna.

Bæjarráð - 3529. fundur - 10.11.2016

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 5. október 2016:

Lögð voru fram drög að greinargerð Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 dagsett 30. september 2016, þéttbýlisuppdrætti dagsett 26. september 2016 og uppdrætti fyrir Hrísey og Grímsey dagsett 29. september 2016. Frestað frá síðasta fundi.

Skipulagsnefnd samþykkir að aðalskipulagsdrögin, með breytingum í samræmi við umræður á fundinum, verði send til umsagnar innan bæjarkerfisins og jafnframt til hverfisráða Hríseyjar og Grímseyjar með 5 vikna umsagnarfresti.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 192. fundur - 15.11.2016

Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 5. október 2016 að senda tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til umsagnar innan bæjarkerfisins, það er deilda, nefnda og ráða. Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri mætti til fundarins undir þessum lið.
Samélags- og mannréttindaráð þakkar skipulagsstjóra fyrir greinargóða kynningu.

Velferðarráð - 1240. fundur - 16.11.2016

Lögð fram til kynningar og umsagnar tillaga að aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, dagsett 26. október 2016.

Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 5. október sl. að senda tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til umsagnar innan bæjarkerfisins, þ.e. deilda, nefnda og ráða. Til að nefndir og ráð geti tekið erindið fyrir á tveimur fundum ákvað skipulagsstjóri Akureyrar í samráði við formann nefndarinnar að umsagnarfrestur sé til föstudagsins 16. desember nk.

Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri Akureyrarbæjar kynnti drög að tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna og mun Jón Hrói Finnsson framkvæmdastjóri búsetudeildar halda utan um ábendingar og athugasemdir og leggja fyrir fund ráðsins þann 7. desember nk.

Íþróttaráð - 200. fundur - 17.11.2016

Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 5. október 2016 að senda tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til umsagnar innan bæjarkerfisins, þ.e. deilda, nefnda og ráða.

Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri mætti til fundarins undir þessum lið.
Íþróttaráð þakkar skipulagsstjóra fyrir greinargóða kynningu.

Framkvæmdaráð - 339. fundur - 21.11.2016

Skipulagsnefnd hefur óskað eftir umsögn framkvæmdaráðs við tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri mætti á fundinn og kynnti skipulagstillöguna.
Framkvæmdaráð þakkar Bjarka kynninguna.

Atvinnumálanefnd - 25. fundur - 23.11.2016

Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 5. október sl. að senda tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til umsagnar innan bæjarkerfisins, þ.e. deilda, nefnda og ráða.

Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri mætti til fundarins undir þessum lið.
Atvinnumálanefnd þakkar skipulagsstjóra fyrir kynninguna.

Framkvæmdaráð - 340. fundur - 05.12.2016

Jón Þorvaldur Heiðarsson Æ-lista mætti til fundar í forföllum Þorsteins Hlyns Jónssonar.
Skipulagsnefnd hefur óskað eftir umsögn um tillögur skipulagsstjóra að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Seinni umræða.
Framkvæmdaráð felur bæjartæknifræðingi að koma athugasemdum framkvæmdaráðs er varðar aðalskipulagið á framfæri við skipulagsstjóra.

Velferðarráð - 1241. fundur - 07.12.2016

Lögð fram tillaga að umsögn velferðarráðs um drög að tillögu að aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Velferðarráð vill koma á framfæri eftirfarandi ábendingum við drög að aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030:

1.
Æskilegt væri að sett væru almenn ákvæði texta um skipulagningu nýrra íbúðarhverfa og þéttingarsvæða að ætíð sé hugað að félagslegri fjölbreytni með því að blanda saman mismunandi tegundum íbúðarhúsnæðis, dýru sem ódýru og stóru sem litlu. Á bls. 19 og 107 í drögunum er tekið fram að almennar félagslegar íbúðir skuli dreifast um hverfi bæjarins, en rétt er að hafa í huga að markmið um félagslega fjölbreytni á jafnt við um aðrar tegundir íbúðarhúsnæðis hvort heldur sem er á almennum fasteigna- eða leigumarkaði.

2.
Æskilegt væri að sett væru ákvæði í texta um deiliskipulagningu nýrra íbúðarhverfa að gera skuli ráð fyrir lóðum fyrir sérhæfða þjónustu- og íbúðakjarna, s.s. fyrir fatlað og/eða eldra fólk. Gera þarf ráð fyrir að slíkum kjörnum fjölgi að lágmarki í jöfnu hlutfalli við fjölgun íbúa Akureyrar. Það getur verið vandkvæðum bundið að finna slíku húsnæði stað í skipulagi hafi ekki verið gert ráð fyrir því í upphafi. Ætla má að einfaldara sé að breyta skipulagi lóða frá hinu sérhæfða til hins almenna síðar, reynist þörfin ekki vera fyrir hendi.

3.
Á aðalskipulagsuppdrætti er ekki gert ráð fyrir byggingu nýs öldrunarheimilis eða stækkun þeirra sem fyrir eru. Með sömu rökum og í lið 2 væri æskilegt að það verði gert. Bent er á svæðið norðan Lögmannshlíðar í því samhengi.

4.
Gott væri að tekið væri fram í umfjöllun um hönnun gönguleiða og annarra samgöngumannvirkja að taka þurfi tillit til þarfa fólks með skerta færni (s.s. fatlaðs fólks, aldraðra, blindra og sjónskertra) við hönnun þeirra.

Umhverfisnefnd - 121. fundur - 13.12.2016

Skipulagsnefnd hefur óskað eftir umsögn um tillögur skipulagsstjóra að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Seinni umræða í umhverfisnefnd.
Umhverfisnefnd felur starfsmönnum að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri við skipulagsnefnd.

Samfélags- og mannréttindaráð - 193. fundur - 13.12.2016

Skipulagsnefnd hefur óskað eftir umsögn um tillögur skipulagsstjóra að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Seinni umræða.
Samfélags- og mannréttindaráð fagnar nýju aðalskipulagi og felur framkvæmdastjóra að koma athugasemdum ráðsins á framfæri til skipulagsstjóra.

Stjórn Akureyrarstofu - 221. fundur - 14.12.2016

Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri kom á fundinn og kynnti tillögu að nýju aðalskipulagi og sérstaklega þá þætti sem snúa að málaflokkum stjórnar Akureyrarstofu.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar skipulagsstjóra fyrir greinargóða kynningu á Aðalskipulaginu. Framkvæmdastjóra falið að koma athugasemdum á framfæri.

Bæjarráð - 3535. fundur - 15.12.2016

Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 5. október 2016 að senda tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til umsagnar innan bæjarkerfisins, þ.e. deilda, nefnda og ráða.

Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri og Tryggvi Már Ingvarsson formaður skipulagsnefndar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Íþróttaráð - 202. fundur - 15.12.2016

Skipulagsnefnd hefur óskað eftir umsögn um tillögur skipulagsstjóra að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Seinni umræða.
Íþróttaráð felur framkvæmdastjóra að koma athugasemdum ráðsins á framfæri til skipulagsstjóra.

Skipulagsráð - 250. fundur - 11.01.2017

Lögð voru fram samantekt sviðsstjóra á umsögnum/athugasemdum við drög að greinargerð Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 dagsett 30. september 2016, þéttbýlisuppdrætti dagsett 26. september 2016 og uppdrætti fyrir Hrísey og Grímsey dagsett 29. september 2016. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 5. október 2016 að senda drögin til umsagnar innan bæjarkerfisins.

Lögð fram drög að umhverfisskýrslu Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 ódagsett.
Skipulagsráð vísar málinu til aukafundar 18. janúar 2017.

Fræðsluráð - 1. fundur - 16.01.2017

Afgreiðslu frestað til fundar fræðsluráðs sem haldinn verður mánudaginn 23. janúar 2017.

Skipulagsráð - 251. fundur - 18.01.2017

Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 5. október 2016 að senda drög að greinargerð Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 dagsett 30. september 2016, þéttbýlisuppdrætti dagsett 26. september 2016 og uppdrætti fyrir Hrísey og Grímsey dagsett 29. september 2016 til umsagnar innan bæjarkerfisins. Skipulagsráð frestaði málinu á fundi 11. janúar 2017.

Sviðsstjóri skipulagssviðs lagði fram samantekt á innkomnum umsögnum/athugasemdum og tillögur að afgreiðslu þeirra.

Einnig voru lögð fram drög að umhverfisskýrslu Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 ódagsett.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera lagfæringar á greinargerð, þéttbýlisuppdrætti og sveitarfélagsuppdrætti í samræmi við umræður á fundinum.

Fræðsluráð - 2. fundur - 23.01.2017

Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslusviðs og rekstrarstjóra á fræðslusviði að koma umsögnum á framfæri til skipulagsstjóra í samræmi við umræður á fundinum.
Baldvin Valdemarsson vék af fundi kl. 14:40.
Sigurður Freyr Sigurðarson vék af fundi kl. 15:08.

Skipulagsráð - 253. fundur - 01.02.2017

Fram haldið umræðu um Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030. Lögð fram uppfærð greinargerð dagsett 26. janúar 2017 og uppfærður uppdráttur dagsettur 31. janúar 2017. Lögð fram samantekt á innkomnum umsögnum og athugasemdum innan bæjarkerfisins með tillögu um svör og viðbrögð við þeim. Lögð fram uppfærð umhverfisskýrsla dagsett 26. janúar 2017. Lagðar fram tillögur að nýjum þéttingarreitum.
Frestað.

Skipulagsráð - 254. fundur - 08.02.2017

Fram haldið umræðu um Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030. Lagðar fram athugasemdir fræðsluráðs og tillaga að svörum við þeim.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera breytingar í samræmi við athugasemdir.

Skipulagsráð - 255. fundur - 15.02.2017

Fram haldið umræðu um Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030. Lögð fram uppfærð greinargerð dagsett 12. febrúar 2017 og uppfærður þéttbýlisuppdráttur dagsettur 3. febrúar 2017 og uppfærður þéttingarsvæðauppdráttur dagettur 3. febrúar 2017. Lögð fram uppfærð umhverfisskýrsla dagsett 12. febrúar 2017. Áður lagður fram sveitarfélagsuppdráttur, uppdráttur af Hrísey og Grímsey.
Erindinu er frestað og boðað til aukafundar um það að viku liðinni.

Skipulagsráð - 256. fundur - 22.02.2017

Fram haldið umræðu um Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030.

Lögð fram uppfærð greinargerð dagsett 17. febrúar 2017, lagfærð umhverfisskýrsla dagsett 16. febrúar 2017 og uppfærður þéttbýlisuppdráttur dagsettur 3. febrúar 2017. Lögð fram umsögn dr. Bjarna Reynarssonar skipulagsfræðings með svörum sviðsstjóra. Áður lagðir fram sveitarfélagsuppdrættir, uppdrættir af Hrísey og Grímsey og uppdrættir af þéttingarsvæðum.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að lagfæra tillöguna í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulagsráð samþykkir að leitað verði umsagna opinberra stofnana, félagasamtaka o.fl., sem aðalskipulagstillagan snertir, um aðalskipulagstillöguna og umverfisskýrslu eftir því sem við á.

Skipulagsráð samþykkir í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 verði tillagan þannig breytt, forsendur hennar og umhverfisskýrsla jafnframt kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga og svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar. Tillagan skal einnig kynnt öðrum sveitarfélögum sem kunna að eiga hagsmuna að gæta vegna skipulagsins. Þá verði tillagan kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundum, sem auglýstur verði með áberandi hætti.

Skipulagsráð - 262. fundur - 10.05.2017

Lagt fram yfirlit sviðsstjóra yfir umsagnir og ábendingar við drög að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera tillögu að úrvinnslu innkominna umsagna og ábendinga.

Málinu frestað.

Skipulagsráð - 263. fundur - 24.05.2017

Teknar til umræðu umsagnir og ábendingar við drög að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 ásamt yfirliti sviðsstjóra yfir umsagnir og ábendingar og tillögur að viðbrögðum við þeim.
Skipulagsráð hefur tekið til umfjöllunar umsagnir og ábendingar sem borist hafa við drög að að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og gert tillögur um viðbrögð við þeim. Skipulagsráð felur sviðsstjóra að vinna svör við ábendingum og umsögnum og vinna endurskoðaða tillögu að aðalskipulaginu í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulagsráð - 266. fundur - 21.06.2017

Lögð fram eftirtalin gögn til umfjöllunar:

1. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, greinargerð endurskoðuð með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

2. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, séruppdráttur Akureyri endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

3. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, séruppdráttur Hrísey og Grímsey endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

4. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, sveitarfélagsuppdráttur endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

5. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, þéttingarsvæði séruppdráttur endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

6. Umsagnir og úrvinnsla, tillaga að svörum/úrvinnslu umsagna sem bárust við drög að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

7. Ábendingar og svör, tillaga að svörum/úrvinnslu ábendinga sem bárust við drög að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra að vinna gögnin áfram í samræmi við umræður á fundinum. Málinu frestað til aukafundar 5. júlí nk.

Skipulagsráð - 268. fundur - 05.07.2017

Lögð fram eftirtalin gögn til umfjöllunar:

1. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, greinargerð endurskoðuð með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

2. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, séruppdráttur Akureyri endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

3. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, séruppdráttur Hrísey og Grímsey endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

4. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, sveitarfélagsuppdráttur endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

5. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, þéttingarsvæði séruppdráttur endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

6. Umsagnir og úrvinnsla, tillaga að svörum/úrvinnslu umsagna sem bárust við drög að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

7. Ábendingar og svör, tillaga að svörum/úrvinnslu ábendinga sem bárust við drög að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

8. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, Umhverfisskýrsla.

9. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, stígakort (fylgiskjal).

10. Tímaferli aðalskipulagsins.
Skipulagsráð fór yfir ábendingar og umsagnir sem borist hafa við skipulagstillöguna og svör ráðsins koma fram í skjölunum "Ábendingar og úrvinnsla" og "Umsagnir og úrvinnsla" sem birtar verða með fundargerð.

Afgreiðslu skipulagsins frestað til aukafundar 17. eða 18. ágúst næstkomandi.

Skipulagsráð - 269. fundur - 12.07.2017

Tryggvi Már Ingvarsson formaður ráðsins greindi frá kynningarfundi í Grímsey 7. júlí 2017 og lagðir voru fram minnispunktar frá fundinum.
Skipulagsráð vísar þeim atriðum sem eiga við í Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030.

Skipulagsráð - 271. fundur - 16.08.2017

Lögð fram eftirtalin gögn til umfjöllunar og samþykktar:

1. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, greinargerð endurskoðuð með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

2. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, séruppdráttur Akureyri endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

3. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, séruppdráttur Hrísey og Grímsey endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

4. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, sveitarfélagsuppdráttur endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

5. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, umhverfisskýrsla.

Lögð fram eftirfarandi fylgigögn:

6. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, þéttingarsvæði séruppdráttur endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

7. Umsagnir og úrvinnsla, tillaga að svörum/úrvinnslu umsagna sem bárust við drög að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

8. Ábendingar og úrvinnsla, tillaga að svörum/úrvinnslu ábendinga sem bárust við drög að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

9. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, stígakort.

10. Skrá yfir friðlýst, friðuð og umsagnarskyld hús og skrá yfir hús byggð 1926-1930 (fylgiskjal skv. kröfu Skipulagsstofnunar).

11. Tímaferli aðalskipulagsins.
Skipulagsráð fór yfir fyrirliggjandi tillögur og kom á framfæri athugsemdum við hana.

Skipulagsráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjastjórnar:

"Bæjarstjórn samþykkir að tillaga að Aðalskipulagi Akureyrar 20018-2030 - greinargerð, uppdrættir, umhverfisskýsla og fylgigögn - verði auglýst samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagssviði að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. málsgrein 30. greinar sömu laga."

Bæjarstjórn - 3418. fundur - 05.09.2017

1. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 16. ágúst 2017:

Lögð fram eftirtalin gögn til umfjöllunar og samþykktar:

1. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, greinargerð endurskoðuð með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

2. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, séruppdráttur Akureyri endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

3. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, séruppdráttur Hrísey og Grímsey endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

4. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, sveitarfélagsuppdráttur endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

5. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, umhverfisskýrsla.

Lögð fram eftirfarandi fylgigögn:

6. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, þéttingarsvæði séruppdráttur endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

7. Umsagnir og úrvinnsla, tillaga að svörum/úrvinnslu umsagna sem bárust við drög að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

8. Ábendingar og úrvinnsla, tillaga að svörum/úrvinnslu ábendinga sem bárust við drög að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

9. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, stígakort.

10. Skrá yfir friðlýst, friðuð og umsagnarskyld hús og skrá yfir hús byggð 1926-1930 (fylgiskjal skv. kröfu Skipulagsstofnunar).

11. Tímaferli aðalskipulagsins.

Skipulagsráð fór yfir fyrirliggjandi tillögur og kom á framfæri athugsemdum við hana.



Skipulagsráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjastjórnar:

"Bæjarstjórn samþykkir að tillaga að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 - greinargerð, uppdrættir, umhverfisskýsla og fylgigögn - verði auglýst samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagssviði að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. málsgrein 30. greinar sömu laga."
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að tillaga að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 - greinargerð, uppdrættir, umhverfisskýsla og fylgigögn - verði auglýst samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagssviði að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. málsgrein 30. greinar sömu laga.



Gunnar Gíslason D-lista og Eva Hrund Einarsdóttir D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Við samþykkjum að tillaga að aðalskipulagi 2018-2030 fari í auglýsingu þannig að umræða um það í bæjarfélaginu geti farið fram með skipulögðum og markvissum hætti. Hins vegar gerum við m.a. þann fyrirvara á að við erum alfarið gegn þéttingu byggðar í Kotárborgum eins og gert er ráð fyrir henni í skipulagsuppdrætti og það sama á við á svæðinu sunnan KA húss og austan Lundarskóla (San Síró) og svokölluðum kastvelli austan Skarðshlíðar við Þórssvæðið.

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 1. fundur - 03.10.2017

Bjarki Jóhannesson sviðstjóri skipulagssviðs kom á fundinn og kynnti tillögu að aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra þakkar Bjarka fyrir kynninguna.

Fræðsluráð - 1. fundur - 08.01.2018

Aðalskipulag Akureyrarbæjar frá 2018-2030.

Tillögur að breytingum á texta í aðalskipulagsgreinargerð varðandi fræðslumál.
Fræðsluráð samþykkir breytingar á texta í aðalskipulagsgreinargerð og vísar þeim til skipulagsstjóra.

Skipulagsráð - 281. fundur - 17.01.2018

Ólína Freysteinsdóttir S-lista fór af fundi kl. 10:35.
Lagðar fram innkomnar athugasemdir við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 ásamt samantekt sviðsstjóra skipulagssviðs á þeim.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra að gera tillögu að úrvinnslu og svörum í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 282. fundur - 24.01.2018

Skipulagsstjóri fór yfir tillögur að svörum við athugasemdum sem bárust vegna tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Frestað. Umfjöllun um athugasemdirnar verður fram haldið á aukafundi þriðjudaginn 30. janúar kl. 16:00.

Skipulagsráð - 283. fundur - 30.01.2018

Farið var yfir innkomnar athugasemdir við auglýst Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 og tillögur að svörum við þeim.
Frestað.

Skipulagsráð - 284. fundur - 07.02.2018

Farið var í gegnum svör við athugasemdum við auglýst Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 eftir yfirferð formanns með bæjarstjórn. Úrdráttur úr innkomnum athugasemdum og tillögur um svör við þeim koma fram í skjalinu "Athugasemdir og úrvinnsla við auglýst aðalskipulag flokkað.pdf"
Skipulagsráð samþykkir meðfylgjandi tillögur að svörum við athugasemdum, sem fram koma í skjalinu "Athugasemdir og úrvinnsla við auglýst aðalskipulag flokkað.pdf".

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillögurnar verði samþykktar og skipulagssviði falið að ganga frá greinargerð og uppdráttum til samræmis við svörin.

Skipulagsráð - 285. fundur - 14.02.2018

Athugasemdir og svör við aulýstri tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 tekin fyrir að nýju þar sem auka þarf við svör við athugasemdum Isavia. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að svari.
Skipulagsráð samþykkir tillögu sviðsstjóra að breyttu svari við athugasemd Isavia og vísar samantekt athugasemda og svörum við þeim þannig breyttum til bæjarstjórnar.

Akureyrarbær gerir þann fyrirvara að samið verði við Isavia um kostnaðarskiptingu vegna breytinga á göngu- og reiðleið áður en til framkvæmda kemur.

Bæjarstjórn - 3429. fundur - 20.02.2018

1. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 14. febrúar 2018:

Athugasemdir og svör við auglýstri tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 tekin fyrir að nýju þar sem auka þarf við svör við athugasemdum Isavia. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að svari.

Skipulagsráð samþykkir tillögu sviðsstjóra að breyttu svari við athugasemd Isavia og vísar samantekt athugasemda og svörum við þeim þannig breyttum til bæjarstjórnar.

Akureyrarbær gerir þann fyrirvara að samið verði við Isavia um kostnaðarskiptingu vegna breytinga á göngu- og reiðleið áður en til framkvæmda kemur.
Lögð fram tillaga að breytingu að svari vegna athugasemdar Isavia nr. 3 (bls. 9 í greinargerð:

Til þess að Akureyrarflugvöllur uppfylli kröfur sem alþjóðlegur flugvöllur þarf að setja upp ILS búnað fyrir blindflug. Hluti þess búnaðar kemur austan suðurenda flugbrautar, og þarf að girða þann hluta af og framlengja girðingu við suðurenda flugbrautarinnar til suðurs út að vesturkvísl Eyjafjarðarár. Það lokar núverandi göngu- og reiðstíg, sem þá verður að færa. Hinsvegar opnast tækifæri við uppbyggingu nýrrar leiðar samhliða lagningu jarðstrengs yfir vesturkvísl Eyjafjarðarár.

Bæjarstjórn samþykkir að breyta aðalskipulagsuppdrættinum á þá leið að lega göngu- og reiðstígs verði breytt á skipulagsuppdrætti til samræmis við tillögu að legu jarðstrengs.

Tillagan var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum tillögu skipulagsráðs, með áður samþykktri breytingu að svari vegna athugasemdar Isavia nr. 3 (bls. 9 í greinargerð, að svörum við athugasemdum, sem fram koma í skjalinu "Athugasemdir og úrvinnsla við auglýst aðalskipulag flokkað.pdf" og felur skipulagssviði að ganga frá greinargerð og uppdráttum til samræmis við svörin.


Bæjarfulltrúar D-lista óska bókað:

Bæjarfulltrúar D-lista samþykkja ekki útfærslu á þéttingu byggðar í Kotárborgum eins og hún er sett fram í tillögu að svörum við athugasemdum við tillögu að Aðalskipulagi 2018-2030. Það er sjálfsagt að gera ráð fyrir byggð á Pálmholtsreitnum og í beinni línu norður að verndarsvæði Glerár. Við teljum þörf á frekari umræðu um uppyggingu svæðisins og þróun þess áður en meira svæði er lagt undir sem byggingarland.

Skipulagsráð - 286. fundur - 28.02.2018

Tillaga að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 var lögð fram til samþykktar. Til samþykktar voru eftirtalin gögn: Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 Greinargerð, Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 þéttbýlisuppdráttur Akureyri, Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 uppdráttur Hrísey og Grímsey, Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 sveitarfélagsuppdráttur, Oddeyri rammaskipulag og Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 umhverfisskýrsla. Fylgiskjöl, ekki til samþykktar: Friðlýst, friðuð og umsagnarskyld hús í Akureyrarkaupstað og Hús byggð í Akureyrarkaupstað 1926-1930. Gögn lögð fram til skýringar eru Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 greinargerð breytingar eftir auglýsingu merktar, Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 Skýringaruppdráttur þéttbýli Akureyri, Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 Skýringaruppdráttur Hrísey og Grímsey og Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 Skýringaruppdráttur sveitarfélag. Til hliðsjónar Athugasemdir og úrvinnsla við auglýst aðalskipulag.
Skipulagsráð samþykkir Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að senda Skipulagsstofnun aðalskipulagið til staðfestingar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3430. fundur - 06.03.2018

1. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 28. febrúar 2018:

Tillaga að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 var lögð fram til samþykktar. Til samþykktar voru eftirtalin gögn: Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 Greinargerð, Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 þéttbýlisuppdráttur Akureyri, Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 uppdráttur Hrísey og Grímsey, Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 sveitarfélagsuppdráttur, Oddeyri rammaskipulag og Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 umhverfisskýrsla. Fylgiskjöl, ekki til samþykktar: Friðlýst, friðuð og umsagnarskyld hús í Akureyrarkaupstað og Hús byggð í Akureyrarkaupstað 1926-1930. Gögn lögð fram til skýringar eru Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 greinargerð breytingar e augl merktar, Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 Skýringaruppdráttur þéttbýli Akureyri, Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 Skýringaruppdráttur Hrísey og Grímsey og Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 Skýringaruppdráttur sveitarfélag. Til hliðsjónar Athugasemdir og úrvinnsla við auglýst aðalskipulag.

Skipulagsráð samþykkir Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að senda Skipulagsstofnun aðalskipulagið til staðfestingar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að senda Skipulagsstofnun aðalskipulagið til staðfestingar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Gunnar Gíslason og Baldvin Valdemarsson bæjarfulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Gunnar Gíslason og Baldvin Valdemarsson bæjarfulltrúar D-lista samþykkja ekki útfærslu á þéttingu byggðar í Kotárborgum eins og hún er sett fram í tillögu að Aðalskipulagi 2018-2030, sem liggur fyrir fundinum. Það er sjálfsagt að gera ráð fyrir byggð á Pálmholtsreitnum og í beinni línu norður að verndarsvæði Glerár. Við teljum þörf á frekari umræðu um uppbyggingu svæðisins og þróun þess áður en meira svæði er lagt undir sem byggingarland.