Samfélags- og mannréttindaráð

192. fundur 15. nóvember 2016 kl. 09:00 - 11:44 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Kristín Björk Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar
Fundargerð ritaði: Ellert Örn Erlingsson ellert@akureyri.is
Dagskrá
Vilberg Helgason Æ-lista boðaði forföll sem og varamaður hans.
Kristín Björk Gunnarsdóttir Æ-lista mætti í fjarveru Hlínar Garðarsdóttur.

Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða og óskaði eftir að taka á dagskrá málin: "Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing", "Háskólinn á Akureyri - Vísindaskóli unga fólksins - styrkumsókn" og "Netnotkun/skjánotkun barna og unglinga" sem yrðu þá 3., 8. og 9. dagskrárliður. Tillagan samþykkt samhljóða.

1.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 5. október 2016 að senda tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til umsagnar innan bæjarkerfisins, það er deilda, nefnda og ráða. Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri mætti til fundarins undir þessum lið.
Samélags- og mannréttindaráð þakkar skipulagsstjóra fyrir greinargóða kynningu.

2.Umhverfis- og samgöngustefna

Málsnúmer 2015010196Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd óskar eftir umsögn á drögum að umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar.
Samfélags- og mannréttindaráð felur Dagbjörtu Elínu Pálsdóttur að koma athugasemdum ráðsins á framfæri til umhverfisnefndar.

3.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Umræður varðandi aðkomu ungmennaráðs í vinnu stýrihópsins.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð felur Ölfu Aradóttur forstöðumanni forvarna- og æskulýðsmála að vinna áfram erindisbréf nefndarmanna í stýrihópi verkefnisins.

Samfélags- og mannréttindaráð felur formanni og forstöðumanni forvarna- og æskulýðsmála að vinna málið áfram.

4.Dagþjónusta í Víðilundi og Bugðusíðu - ábendingar 2016

Málsnúmer 2016100104Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur á fundi sínum þann 20. október 2016 gert eftirfarandi bókun:

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 13. október 2016. Fundargerðin

er í 5 liðum.

Bæjarráð vísar 5. lið til samfélags- og mannréttindadeildar.

Liður úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa:

3.
Dagþjónusta í Víðilundi og Bugðusíðu - ábendingar 2016

2016100104

Margrét Pétursdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Er í stjórn Félags eldri borgara. Er ósátt við þjónustuskerðingu í Víðilundi og

Bugðusíðu. Vekur athygli á mikilvægi góðrar þjónustu í dagþjónustu í Víðilundi

og Bugðusíðu til þess að styðja fólk við að búa sem lengst á eigin heimili og brýnir bæjarfulltrúa til að standa vörð um þá þjónustu og að hún sé vel mönnuð.
Samfélags- og mannréttindaráð hefur lagt áherslu á að standa vörð um þjónustu við eldri borgara samanber nýlegur samningur við Félag eldri borgara og hefur engin ákvörðun verið tekin innan ráðsins um þjónustuskerðingu í Víðilundi og Bugðusíðu.

Samfélags- og mannréttindaráð felur formanni og framkvæmdastjóra að ræða erindið við stjórn Félags eldri borgara.


Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista bókaði að mikilvægt sé að hlusta á þá upplifun Margrétar Pétursdóttur sem situr í stjórn Félags eldri borgara að þjónustuskerðing hafi orðið við þá skipulagsbreytingu sem ákveðin var nú á haustdögum. Bergþóra tekur jafnframt undir áherslu hennar um mikilvægi góðrar þjónustu við eldri borgara sem velja að búa sem lengst á eigin heimili.

5.Skátafélagið Klakkur - styrktarsamningur

Málsnúmer 2016110061Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar og umræðu drög að styrktarsamningi fyrir árin 2016-2018.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir drögin og felur formanni og framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.

6.Skákfélag Akureyrar - endurnýjun á samningi

Málsnúmer 2015060184Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar og umræðu drög að styrktarsamningi fyrir árin 2016-2018.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir drögin og felur formanni og framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.

7.KFUM og KFUK á Íslandi - styrkumsóknir og samningar

Málsnúmer 2015060073Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar og umræðu drög að styrktarsamningi fyrir árin 2016-2018
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir drögin og felur formanni og framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.
Siguróli Magni Sigurðsson B-lista vék af fundi kl. 11:12.

8.Háskólinn á Akureyri - Vísindaskóli unga fólksins - styrkumsókn

Málsnúmer 2016110084Vakta málsnúmer

Erindi frá Háskólanum á Akureyri, dagsett í tölvupósti 21. október 2016, þar sem óskað er eftir styrk vegna Vísindaskóla unga fólksins.
Samfélags- og mannréttindaráð vísar erindinu til bæjarráðs.

9.Netnotkun/skjánotkun barna og unglinga

Málsnúmer 2015020146Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu verkefnisins.

Fundi slitið - kl. 11:44.