Skipulagsráð

284. fundur 07. febrúar 2018 kl. 08:00 - 09:59 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista boðaði forföll og varamaður mætti ekki.

1.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Farið var í gegnum svör við athugasemdum við auglýst Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 eftir yfirferð formanns með bæjarstjórn. Úrdráttur úr innkomnum athugasemdum og tillögur um svör við þeim koma fram í skjalinu "Athugasemdir og úrvinnsla við auglýst aðalskipulag flokkað.pdf"
Skipulagsráð samþykkir meðfylgjandi tillögur að svörum við athugasemdum, sem fram koma í skjalinu "Athugasemdir og úrvinnsla við auglýst aðalskipulag flokkað.pdf".

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillögurnar verði samþykktar og skipulagssviði falið að ganga frá greinargerð og uppdráttum til samræmis við svörin.

Fundi slitið - kl. 09:59.