Málsnúmer 2018010252Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 17. janúar 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir viðbótarlóð við lóð nr. 4 við Rangárvelli til norðurs samkvæmt heimild í deiliskipulagi. Einnig er óskað eftirtaldra breytinga á deiliskipulagi:
1) Byggingarreitur stækki og verði 45x55 m.
2) Nýtingarhlutfall verði 0,300.
3) Mesta hæð bygginga (sílóa) verði allt að 12,0 m frá gólfi efri hæðar. Meðfylgjandi er mynd.
Umsagnir:
1) Norðurorka, dagsett 8. febrúar 2018.
Tveir kostir eru í stöðunni ef færa á strengjasett sem liggja yfir svæðið:
a. Takmarka lóðarstækkun SS Byggis til norðurs þannig að milli lóða 4 og 6 verði um 10 metra ræma sem þjónustuleið fyrir bæði strengjasettin. Hér mætti líka taka af lóð nr. 6 til suðurs til að skapa nægjanlegt pláss.
b. Leggja nýja leið norður Rangárvelli og til austurs við enda götunnar. Um ræðir lengri leið og stærri framkvæmd. Eðlilega er sú krafa gerð að lóðarhafar kosti framkvæmdina á móti Norðurorku sem í þessu tilfelli bæri hluta kostnaðar samkvæmt ákveðnu skiptimódeli sem ræðst af lífaldri strengjanna. Nú er okkur ekki ljóst hver fer með forræði á lóð nr. 6 og við hvern er að semja. Norðurorka hefur ekki gert kostnaðaráætlun um færslu strengjanna en er tilbúin í það, háð þeirri lausn sem aðilar telja heppilegasta.
2) Isavia, dagsett 12. febrúar 2018.
Á svæðinu gilda skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll. Umrædd lóð stendur upp úr hindranafleti en þar gildir að heimilt er að gera ráð fyrir og reisa byggingar allt að 18 metra upp fyrir óhreyft land. Ekki er lagst gegn breytingunni séu hæðir innan þessara marka. Í tilfelli sem þessu er gert ráð fyrir að bygging kunni að vera hindranalýst og óskað er eftir að þörf á því verði skoðuð í samráði við byggingarfulltrúa Akureyrarbæjar.
b. Um uppsetningu krana eða annarra tímabundinna hindrana gilda sömu reglur og um varanlegar hindranir. Ekki má víkja frá hæðartakmörkunum nema með samþykki Samgöngustofu.
3) Samgöngustofa, dagsett 15. febrúar 2018.
Rangárvellir 4 stendur uppúr hindrunarfleti Akureyrarflugvallar og þarf því að takmarka hæð bygginga og meta mögulega þörf á merkingum og hindranalýsingu bygginga á svæðinu. Einnig þarf samráð um mögulegar merkingar og hindranalýsingu á tímabundnum hindrunum s.s. byggingakrönum. Að ofangreindum skilyrðum uppfylltum setur Samgöngustofa sig ekki á móti væntanlegri stækkun lóðarinnar Rangárvellir 4 og fyrirhugaðri byggingu á þeirri lóð.
Formaður óskaði eftir að fá að taka af dagskrá lið 17, Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Melgerðisás; lið 18, Melgerðisás - deiliskipulag; lið 19, Íþróttasvæði Þórs, kastsvæði - breyting á deiliskipulagi; sem voru í útsendri dagskrá og var það samþykkt.