Skipulagsráð

282. fundur 24. janúar 2018 kl. 08:00 - 11:15 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólafur Kjartansson
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Edwards Hákonar Huijbens.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista boðaði forföll og varamaður hennar mætti ekki.

1.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Melgerðisás

Málsnúmer 2016060068Vakta málsnúmer

Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins. Samhliða var auglýst deiliskipulag fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð. Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 15. nóvember 2017.
Frestað.

2.Melgerðisás - deiliskipulag

Málsnúmer 2015050023Vakta málsnúmer

Deiliskipulag Melgerðisáss og Skarðshlíðar var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins. Samhliða var auglýst breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, breyting á suðurhluta Hlíðahverfis og breyting á íþróttasvæði Þórs. Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 15. nóvember 2017.
Frestað.

3.Íþróttasvæði Þórs, kastsvæði - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016100138Vakta málsnúmer

Skipulagsráð samþykkti á fundi 15. febrúar 2017 að senda til umsagnar uppfærðan uppdrátt af deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs sem breyta á samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss. Nýtt svæði fyrir kastíþróttir verður skilgreint.

Skipulagstillagan var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins. Samhliða var auglýst breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, breyting á suðurhluta Hlíðahverfis og skipulag fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð. Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 15. nóvember 2017.
Frestað.

4.Kjarnagata 51 - breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017110113Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. nóvember 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 51 við Kjarnagötu. M.a. er sótt um eina innkeyrslu í bílakjallara og minnkun lofthæðar í bílageymslu. Sótt er um aukið nýtingarhlutfall bílakjallara og breytingu á mörkum sérafnotaflata á lóð. Óskað er eftir að byggingarreitur Elísabetarhaga 1 verði færður til á lóðinni og stigahús og svalir Elísabetarhaga 1 og Kjarnagötu 51 megi ná út fyrir byggingarreit ásamt fleiru. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 15. nóvember 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu.

Tillagan er dagsett 13. desember 2017 og unnin af Ómari Ívarssyn, Landslagi.

Erindið var grenndarkynnt þann 15. desember 2017 með athugasemdafresti til 15. janúar 2018. Engin athugasemd barst.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

5.Margrétarhagi 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017110103Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. nóvember 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, leggur fram tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Margrétarhaga 2. Óskað er eftir að í stað 5 raðhúsaíbúða verði 6 íbúðir í fjölbýlishúsi með alls 3 bifreiðageymslum þannig að hægt sé að kaupa íbúð með eða án bifreiðageymslu. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 29. nóvember 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dagsett 13. desember 2017 unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

Erindið var grenndarkynnt 19. desember 2017 með athugasemdafresti til 16. janúar 2018. Engin athugasemd barst.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

6.Hagahverfi - umsókn um skipulagsbreytingar

Málsnúmer 2017090130Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingum fyrir Naustahverfi 3. áfanga, Hagahverfi, í samræmi við tillögur skipulagshönnuðar. Tillagan er dagsett 18. janúar 2018 og unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga.

Einnig er lagt fram sameiginlegt bréf frá fjölskyldusviði og búsetusviði Akureyrarbæjar um þörf á húsnæði fyrir skjóstæðinga sviðanna.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Elísabetarhagi 2 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018010137Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2018 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um heimild til að leggja fram breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Elísabetarhaga. Breytingin tekur til nýtingarhlutfalls, bílgeymslu, hliðrun lóðarmarka, fjölgun bílastæða, aðkomu að leiksvæði, stækkun svala og að stigahús og svalagangar fái að ná út fyrir byggingarreit.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, sem afgreidd verði samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Margrétarhagi 8 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018010253Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. janúar 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Karls Hjartarsonar sækir um leyfi til að leggja fram breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 8 við Margrétarhaga. Óskað er eftir að auka nýtingarhlutfall úr 0,27 í 0,28 og breikka byggarreit til vesturs úr 4,5 m í 8,7 m. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, sem afgreidd verði samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Geirþrúðarhagi 4 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2018010262Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. janúar 2018 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, sækir um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 4 við Geirþrúðarhaga. Óskað er eftir að nýtingarhlutfall verði hækkað úr 0,420 í 0,560.
Skipulagsráð hafnar erindinu á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

10.Rangárvellir 4 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2018010252Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. janúar 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir viðbótarlóð við lóð nr. 4 við Rangárvelli til norðurs samkvæmt heimild í deiliskipulagi.

Einnig er óskað eftirtaldra breytinga á deiliskipulagi:

1) Byggingarreitur stækki og verði 45x55 m.

2) Nýtingarhlutfall verði 0,300.

3) Mesta hæð bygginga verði allt að 12,0 m frá gólfi. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð óskar eftir umsögn Norðurorku vegna háspennustrengs sem liggur um fyrirhugaða lóðarstækkun.

11.Gata norðurljósanna 9 - umsókn um breytt deiliskipulag

Málsnúmer 2018010264Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. janúar 2018 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Starfsmannfélags Garðabæjar, kt. 711078-0109, óskar eftir fráviki frá ákvæðum deiliskipulags á lóð nr. 9 við Götu norðurljósanna. Lögð er fram ósk um að heimilt verði að byggja húsið á steyptum grunni, gera kjallara undir húsið allt að 40 m², stækka byggingarreit um 1,5 m til suðurs og að sérafnotaflötur í lóð verði stækkaður um 1 m til vesturs. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, sem afgreidd verði samkvæmt 3. mgr 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda leggi umsækjandi fram skriflegt samþykki meðeigenda í lóð fyrir umbeðnum breytingum.

12.Svæðisskipulag Eyjafjarðar, breyting vegna Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3 - skipulagslýsing

Málsnúmer 2018010229Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. janúar 2018 þar sem Þröstur Friðfinnsson fyrir hönd Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar leggur fram skipulagslýsingu sem Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur unnið vegna fyrirhugaðrar breytingar á svæðisskipulaginu vegna flutningslína raforku, Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í lýsingunni er gerð grein fyrir helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, umfangi og áherslum umhverfismatsáætlunarinnar og hvernig samráði og kynningu verður háttað. Svæðisskipulagsnefnd leggur lýsinguna fram til samþykktar sveitarstjórna allra sveitarfélaga á skipulagssvæðinu. Lýsingin verður síðan send umsagnaraðilum og kynnt almenningi og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta.
Skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki lýsinguna og feli svæðisskipulagsnefnd að kynna hana umsagnaraðilum, almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.

13.Borgarbraut, Glerárgata, Tryggvabraut, Hörgárbraut - deiliskipulag

Málsnúmer 2017120224Vakta málsnúmer

Lögð er fram skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir gatnamót við Glerártorg. Skipulagslýsingin er dagsett 17. janúar 2018 og unnin af Jóhönnu Helgadóttur hjá Eflu.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að lagfæra skipulagslýsinguna í samræmi við umræður á fundinum og leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin þannig breytt verði kynnt almenningi, hagsmunaaðilum og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

14.Furuvellir 18 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2017090159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. september 2017 þar sem Aðalsteinn Þórhallsson fyrir hönd Coca-cola Eur. Partn. Ísland ehf., kt. 470169-1449, sækir um stækkun lóðar nr. 18 við Furuvelli til austurs. Óskað var eftir umsögn Umhverfis- og mannvirkjasviðs og Vegagerðarinnar. Skipulagsráð samþykkti á fundi 25. október 2017 að grenndarkynna tillögu umhverfis- og mannvirkjasviðs að æskilegri línu lóðamarka.

Erindið var grenndarkynnt frá 10. desember 2017 með athugasemdafresti til 9. janúar 2018. Engin athugasemd barst.
Skipulagsráð samþykkir umbeðna lóðarstækkun og felur lóðarskrárritara að gera breytingu á lóðarsamningi fyrir lóðina.

15.Sjafnargata 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018010107Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. janúar 2018 þar sem Olíuverslun Íslands hf., kt. 500269-3249, sækir um lóð nr. 2 við Sjafnargötu. Meðfylgjandi er ársreikningur 2016.
Skipulagsráð samþykkir að veita umsækjanda lóðina. Skipulags- og byggingarskilmálar gilda.

16.Bílastæðahús til móts við Myndlistaskólann í Kaupvangsstræti

Málsnúmer 2017120352Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 11. janúar 2018 vísaði bæjarráð til skipulagsráðs 8. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 14. desember 2017.

Þorleifur Stefánsson og Stefán S. Ólafsson mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa og lögðu fram hugmynd að bílastæðahúsi á bílastæðinu til móts við Myndlistaskólann í Kaupvangsstræti.
Skipulagsráð vísar hugmyndinni til uppfærslu deiliskipulags Miðbæjar.

17.Lækjargata 4 - umsókn um skráningu atvinnuhúsnæðis

Málsnúmer 2018010243Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. janúar 2018 þar sem Sigrún K. Sigurðardóttir fyrir hönd Matadors ehf., kt. 670515-0360, óskar eftir að húseign nr. 4 við Lækjargötu verði skráð sem atvinnuhúsnæði til sölu gistingar. Sótt var um rekstrarleyfi hjá sýslumanni þann 11. desember 2017.
Skipulagsráð synjar erindinu þar sem atvinnuhúsnæði til sölu gistingar telst ekki þjóna íbúum svæðisins og fellur því ekki undir leyfða starfsemi á íbúðarsvæðum samkvæmt gildandi aðalskipulagi.

18.Strandgata 9, íbúð 302 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2017110423Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. nóvember 2017 þar sem Aðalsteinn Stefnisson fyrir hönd Steinaskjóls ehf., kt. 590516-1550, sækir um breytta skráningu á íbúð 302 í húsi nr. 9 við Strandgötu úr íbúð í atvinnuhúsnæði til gistingar.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið um breytta skráningu hússins þar sem það er á miðbæjarsvæði þar sem atvinnurekstur er heimill samkvæmt gildandi aðalskipulagi og felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

19.Strandgata 9, íbúð 301 - breytt skráning

Málsnúmer 2017110422Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. nóvember 2017 þar sem Aðalsteinn Stefnisson fyrir hönd Hjördísar ehf., kt. 611005-0910, sækir um breytta skráningu á íbúð 301 í húsi nr. 9 við Strandgötu úr íbúð í atvinnuhúsnæði til gistingar.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið um breytta skráningu hússins þar sem það er á miðbæjarsvæði þar sem atvinnurekstur er heimill samkvæmt gildandi aðalskipulagi og felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

20.Hafnarstræti 73 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2018010064Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. janúar 2018 þar sem Gunnlaugur Jónasson fyrir hönd Hótels Akureyrar ehf., kt. 640912-0220, sækir um að leyfi til að útbúa 16 herbergja gistiheimili í húsi nr. 73 við Hafnarstræti ásamt neyðarstiga á norðurhlið og nýjum gluggum á vesturhlið. Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunar vegna þessa og fyrirhugaðra fleiri breytinga á húsinu.
Skipulagsráð tekur jákvæðtt í erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

21.Hafnarstræti 75 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2018010063Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. janúar 2018 þar sem Gunnlaugur Jónasson fyrir hönd Hótel Akureyrar ehf., kt. 640912-0220, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 75 við Hafnarstræti. Sótt er um að minnka húsið í suðvesturhorni vegna neyðarstiga aðliggjandi húss.
Skipulagsráð tekur jákvæðtt í erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

22.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 4. janúar 2018. Lögð var fram fundargerð 660. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.

23.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 11. janúar 2018. Lögð var fram fundargerð 661. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.

24.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri fór yfir tillögur að svörum við athugasemdum sem bárust vegna tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Frestað. Umfjöllun um athugasemdirnar verður fram haldið á aukafundi þriðjudaginn 30. janúar kl. 16:00.

Fundi slitið - kl. 11:15.