Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar og umsagnar tillaga að aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, dagsett 26. október 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 5. október sl. að senda tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til umsagnar innan bæjarkerfisins, þ.e. deilda, nefnda og ráða. Til að nefndir og ráð geti tekið erindið fyrir á tveimur fundum ákvað skipulagsstjóri Akureyrar í samráði við formann nefndarinnar að umsagnarfrestur sé til föstudagsins 16. desember nk.
Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri Akureyrarbæjar kynnti drög að tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Að ári liðnu verði framvindan metin og áherslur og vinnulag endurmetið.
Velferðarráð óskar eftir að framvinda vinnu hópanna verði kynnt á fundi ráðsins í febrúar 2017.