Framkvæmdaráð

339. fundur 21. nóvember 2016 kl. 09:30 - 12:32 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helena Þuríður Karlsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
  • Jón Orri Guðjónsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður tæknideildar
  • Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá
Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir L-lista mætti í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur.
Jón Orri Guðjónsson D-lista mætti í forföllum Njáls Trausta Friðbertssonar.

1.Naustahverfi, 6. áfangi - gatnagerð

Málsnúmer 2015020019Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá G.V. Gröfum ehf um kröfu vegna verðbóta í verkinu, Naustahverfi, 6. áfangi. Erindinu var áður hafnað.

Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson lögmaður mætti á fundinn.
Framkvæmdaráð hafnar erindinu.

2.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd hefur óskað eftir umsögn framkvæmdaráðs við tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri mætti á fundinn og kynnti skipulagstillöguna.
Framkvæmdaráð þakkar Bjarka kynninguna.

3.Skjaldarvík - beiðni um leigu á landi

Málsnúmer 2009110023Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir viðræðum við landnotendur á beitarlandi í Skjaldarvík og kynnt samningsdrög um beitarlönd við Hestamannafélagið Létti.
Framkvæmdaráð felur starfsmönnum að ræða við samningsaðila á grundvelli breyttra samningsdraga og leggja fyrir ráðið á ný.
Ingibjörg Ólöf Isaksen vék af fundi kl 12:10.

4.Skjaldarvík - beiðni um leigu á landi

Málsnúmer 2016110063Vakta málsnúmer

Erindi undirritað af Ólafi Aðalgeirssyni, f.h. Concept ehf, dagsett 7. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir leigu á landi í Skjaldarvík.
Framkvæmdaráð felur starfsmönnum að ræða við bréfritara miðað við umræður á fundinum.

5.Fjárhagsáætlun 2017- framkvæmdadeild

Málsnúmer 2016080098Vakta málsnúmer

Unnið að gerð framkvæmda- og starfsáætlunar fyrir árið 2017, 3ja ára áætlun áranna 2018-2020 og gjaldskrár kynntar.
Framkvæmdaráð samþykkir starfsáætlunina og gjaldskárnar.

Jón Orri Guðjónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu gjaldskránna.

6.Steinefni fyrir malbik 2016

Málsnúmer 2016040123Vakta málsnúmer

Farið yfir og tekin ákvörðun um vinnslu á steinefnum fyrir malbik á árinu 2017.
Framkvæmdaráð samþykkir að framlengja samninginn fyrir árið 2017.

Fundi slitið - kl. 12:32.