Skipulagsráð

255. fundur 15. febrúar 2017 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Tryggvi Gunnarsson
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Leifur Þorsteinsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Tryggvi Gunnarsson S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur.

1.Flutningur skipulagssviðs á Rangárvelli

Málsnúmer 2017020057Vakta málsnúmer

Flutningur skipulagssviðs úr Ráðhúsi upp á Rangárvelli tekinn til umræðu.

Eiríkur Björn Björnsson bæjarstjóri mætti á fundinn og skýrði málið.
Skipulagsráð þakkar bæjarstjóra fyrir að koma á fundinn.

2.Melgerðisás - deiliskipulag

Málsnúmer 2015050023Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að deiliskipulagi Melgerðisáss. Drögin eru unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt, dagsett 9. febrúar 2017. Skipulagshöfundur mætti á fundinn og kynnti tillöguna.
Skipulagsráð þakkar Gísla fyrir kynninguna.

3.Íþróttasvæði Þórs, kastsvæði - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016100138Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði til við skipulagsnefnd að breyting verði gerð á deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs, samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss, og framtíðarsvæði fyrir kastíþróttir verði skilgreint. Tillagan er dagsett 5. janúar 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt. Skipulagsráð samþykkti að fyrirliggjandi drög yrðu kynnt íþróttafélögunum á svæðinu og óskað var eftir skriflegri umsögn þeirra.

Umsagnir hafa borist frá fimm aðilum.

1) Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis, dagsett 1. febrúar 2017.

Tvær spurningar kom upp við skoðun tillögunnar:

a) Hvernig verður öryggi gangandi vegfarenda meðfram nýja kastsvæðinu tryggt?

b) Hlið er bak við Bogann næst Melgerðisásnum og er það hlið alltaf lokað. Verður opnun þessa hliðs breytt?

Vel er tekið í að innkeyrsla að Boganum verði færð úr Skarðshlíð.


Óskað var eftir umsögn hverfisnefndar á skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar 8. september 2016 en nefndin svaraði því ekki fyrr en nú.

Mótmælt er að byggt verði fleiri hús en nú eru á reit 1.33.17 Íb.


2) Ungmennafélag Akureyrar, dagsett 31. janúar 2017.

UFA samþykkir breytingu á núverandi kastsvæði til þéttinar íbúðabyggðar. Ítrekað er að nýtt kastsvæði verði tilbúið áður en það gamla verður tekið undir byggð. Óskað er eftir, í samráði við Þór, að nýtt kastsvæði verði byggt upp við suðausturenda svæðisins, austan við knattspyrnuvöllinn.

3) Íþróttabandalag Akureyrar, dagsett 31. janúar 2017.

Mikilvægt er að nýtt kastsvæði verði tilbúið áður en núverandi kastsvæði fer undir byggð. ÍBA tekur undir hugmyndir Þórs og UFA um uppbyggingu nýs kastsvæðis við suðausturenda félagssvæðis Þórs.

4) Íþróttafélagið Þór, dagsett 31. janúar 2017.

Mögulegt er að koma kastsvæði fyrir í suðaustur horni svæðis Þórs, við hlið gervigrasvallar sem er á lóð Glerárskóla. Með þeirri útfærslu er hægt að halda svæði milli Bogans og Skarðshlíðar óbreyttu, þannig er möguleikanum á að þar komi bílastæði seinna meir haldið opnum.

Til þess að þetta sé hægt þarf að breyta ökuleiðinni meðfram Boganum að sunnanverðu, eða leggja hana af, og fylla eitthvað í svæðið þannig að tveir fótboltavellir komist þar fyrir ásamt kastsvæðinu.

5) Frístundaráð, dagsett 9. febrúar 2017.

Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.


Lagður fram uppfærður uppdráttur til samræmis við umsagnir íþróttafélaganna dagsettur 13. febrúar 2017 og unninn af Gísla Kristinssyni, sem mætti á fundinn og kynnti uppdráttinn.
Skipulagsráð þakkar Gísla fyrir kynninguna.

Skipulagsráð fellst á að kynna umsagnaraðilunum uppfærðan uppdrátt.

4.Davíðshagi 12 - umsókn um breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016120129Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. nóvember 2016 þar sem B.E. Húsbyggingar ehf., kt. 490398-2529 sækja um:

1. Nýtingarhlutfall lóðar verði hækkað úr 0,69 í 1,0.

2. Lóðarstækkun sem nemur 7 bílastæðum eða 102,5 m².

3. Minniháttar breytingu á austari viðmiðunarkóta um 0,1m.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 8. febrúar 2017. Nánari upplýsingar um íbúðagerðir bárust 13. febrúar 2017.
Skipulagsráð hafnar stækkun á lóð vegna fjölgunar bílastæða og bendir á skilmála í skipulagi um fjölda bílastæða í samræmi við stærðir íbúða.

Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu bílastæðis norðan Davíðshaga. Aðrar óskir um breytingar telur skipulagsráð samræmast markmiðum skipulagsins svo lengi sem ákvæði skipulags um bílastæði séu uppfyllt.

Skipulagsráð áréttar að fjölbreyttar íbúðagerðir verði í húsinu. Í ljósi þessa heimilar skipulagsráð umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi. Breytingar verði unnar í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

5.Strandgata 29 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017010140Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2017 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson fyrir hönd Vesturkants ehf., kt. 541008-0630, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 29 Strandgötu þar sem áætlað er að viðbygging við hús nr. 29 rísi. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 25. janúar 2017. Meðfylgjandi eru teikningar.


Tryggvi Már Ingvarsson B-lista lýsti sig vanhæfan í málinu og var það samþykkt, vék hann af fundi við umföllun og afgreiðslu málsins.

Tryggvi Gunnarsson S-lista, aldursforseti, tók við stjórnun fundarins.

Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Lækjargata 9a - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2016060064Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. júní 2016 þar sem Þorbjörg Dóra Gunnarsdóttir sækir um lóðarstækkun á lóð nr. 9a við Lækjargötu.

Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 14. desember 2016.

Erindið var grenndarkynnt frá 27. desember 2016 til 25. janúar 2017.

Ein athugasemd barst:

1) Erna Magnúsdóttir, dagsett 24. janúar 2017

Ef skipta á upp bílastæðinu milli Lækjargötu 7 og 9a þá er óskað eftir því að það verði gert til helminga. Áratuga löng hefð er fyrir því að nýta bílastæðið sameiginlega. Ekki er hægt að koma fyrir bílastæði norðan við hús nr. 7 eins og sýnt er í skipulagi.

Óskað er eftir að mælt verði út það svæði sem er í eigu bæjarins til að sjá hversu stórt svæði hefur fylgt Lækjargötu 7 frá upphafi.

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjanda og frestar erindinu að öðru leyti.

7.Jaðarsíða 17-23 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017010517Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. janúar 2017 þar sem Guttormur Pálsson f.h. VAPP ehf., kt. 460206-1890, sækir um breytingu á deiliskipulagi til að fjölga íbúðum í Jaðarsíðu 17-23 úr fjórum í sex. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 8. febrúar 2017.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjanda í samræmi við umræður á fundi og frestar erindinu að öðru leyti.

8.Glerárvirkjun II, stöðvarhús - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016120105Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. desember 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna Glerárvirkjunar II við stöðvarhús. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Tillagan er dagsett 8. febrúar 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni.


Tryggvi Gunnarsson S-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Glerárvirkjun II - framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2015090001Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. febrúar 2017 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 2. áfanga þrýstipípu, þ.e. 700m kafla um Torfdalshóla, frá stöð 3800-4500 samkvæmt meðfylgjandi teikningum af legu lagnar og kennisnið í lögn.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við 2. áfanga þrýstipípu fyrir Glerárvirkjun II, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Við framkvæmdir 1. áfanga var svæði utan heimilaðs framkvæmdasvæðis raskað og malarefni fjarlægt. Útgáfa framkvæmdaleyfis fyrir 2. áfanga er háð því að fjarlægðu efni verði skilað og gengið verði frá raskaða svæðinu í sama ástandi og það var.

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

10.Eikarlundur 2, nýbygging - fyrirspurn

Málsnúmer 2016100170Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. október 2016 þar sem Haddur Júlíus Stefánsson f.h. Verkvits húsamiða ehf., kt. 660314-1640, sótti um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð við Eikarlund var hafnað í skipulagsnefnd á fundi 9. nóvember 2016.

Nýtt erindi barst 9. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi þar sem búin yrði til íbúðarlóð á horni Eikarlundar og Skógarlundar með vísan í meðfylgjandi skýrslu Arnþórs Tryggvasonar hjá AVH frá janúar 2017.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.

11.Aðalstræti - umferðarmál

Málsnúmer 2016060166Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. júní 2016 frá Ingu Elísabetu Vésteinsdóttur, kt. 141183-3709, þar sem hún fyrir hönd fleiri íbúa og verslunareigenda í Innbænum, leggur fram kröfu um að veruleg endurskipulagning verði gerð á umferðarskipulagi svæðisins.

Skipulagsráð tók málið fyrir 29. júní 2016 og fól skipulagsstjóra í samráði við framkvæmdadeild að skoða umferðarmál á svæðinu.
Skipulagsráð frestar erindinu.

12.Hafnarstræti 88 - krafa um innkeyrslu ásamt bílastæðum

Málsnúmer 2017010571Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. janúar 2017 þar sem Friðrik Smárason fulltrúi hjá Prima lögmönnum f.h. fasteignaeigenda Hafnarstrætis 88, leggur fram þá kröfu að heimiluð verði innkeyrsla frá vestri til austurs inn á lóð Hafnarstrætis 88 og að gerð verði bílastæði sunnan og austan megin við Hafnarstræti 88.
Skipulagsráð felur skipulagssviði að leita lausna í málinu.

13.Skátagil - POP UP gámar, fyrirspurn

Málsnúmer 2017020048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. febrúar 2017 þar sem Ketill Guðmundsson, kt. 140157-5709, leggur fram fyrirspurn um hvort leyfi fengist til að setja upp POP UP gáma neðst í skátagilinu sumarið 2017.
Skipulagsráð telur að hér sé um of mikið inngrip í Skátagilið og umhverfi þess að ræða, sem ekki er í samræmi við þær hugmyndir sem eru um notkun svæðisins og synjar því erindinu.

14.Byggingarsvæði til þróunar að þörfum Búfesti - fyrirspurn

Málsnúmer 2016120094Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. desember 2016 þar sem Benedikt Sigurðarson fyrir hönd Búfesti, kt. 560484-0119, leggur inn fyrirspurn um vilyrði fyrir lóðum í eldri hverfum bæjarins eins og á Oddeyri, í nánd Miðbæjar, Glerárhverfi og Lundahverfi.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 11. janúar 2017 og fól sviðsstjóra skipulagssviðs frekari viðræður við umsækjanda. Sviðsstjóri skipulagssviðs gerði grein fyrir viðræðum við umsækjanda.
Lagt fram til kynningar.

15.Rangárvellir - fyrirspurn

Málsnúmer 2017020053Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. febrúar 2017 þar sem Finnur R. Jóhannesson fyrir hönd ÁK smíði ehf., kt. 450404-2840, lýsir yfir áhuga á lóð við Rangárvelli. Meðfylgjandi er mynd.

Helgi Snæbjarnarson L-lista lýsti sig vanhæfan í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Skipulagsráð samþykkir að lóðin verði auglýst laus til umsóknar.

Sviðsstjóra skipulagssviðs er jafnframt falið að skoða þörf og væntingar til atvinnulóða í samræmi við umræður á fundinum.

16.Ægisnes 2 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2017020056Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. febrúar 2017 þar sem Pétur Bjarnason fyrir hönd Norðurbiks ehf., kt. 410704-2260, sækir um lóðarstækkun á lóð nr. 2 við Ægisnes.
Skipulagsráð samþykkir lóðarstækkun í samræmi við deiliskipulag lóðarinnar.

17.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Fram haldið umræðu um Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030. Lögð fram uppfærð greinargerð dagsett 12. febrúar 2017 og uppfærður þéttbýlisuppdráttur dagsettur 3. febrúar 2017 og uppfærður þéttingarsvæðauppdráttur dagettur 3. febrúar 2017. Lögð fram uppfærð umhverfisskýrsla dagsett 12. febrúar 2017. Áður lagður fram sveitarfélagsuppdráttur, uppdráttur af Hrísey og Grímsey.
Erindinu er frestað og boðað til aukafundar um það að viku liðinni.

18.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 2. febrúar 2017. Lögð var fram fundargerð 618. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum.
Lagt fram til kynningar.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 9. febrúar 2017. Lögð var fram fundargerð 619. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.