Málsnúmer 2015110047Vakta málsnúmer
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst frá 22. desember 2015 með athugasemdafresti til 3. febrúar 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Íbúafundur var haldinn þann 28. janúar 2016 þar sem tillaga að skipulaginu var kynnt almenningi.
Ein athugasemd barst:
1) Miðbæjarsamtökin á Akureyri, dagsett 29. janúar 2016.
Alfarið er lagst gegn því að bílastæðum í miðbænum fækki frá því sem nú er. Ekki hugnast þeim að stækka bílastæðin neðan við Samkomuhúsið til að koma til móts við bílastæðaþörf. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá er komið fordæmi fyrir að sleppa, eða minnka verulega fjölda bílastæða á reitnum austan Skipagötu. Það geta rekstraraðilar í miðbæ Akureyrar aldrei sætt sig við.
Ein umsögn barst:
1) Norðurorka, dagsett 5. febrúar 2016.
Engin athugasemd er gerð.
Helgi Snæbjarnarson L-lista bar upp vanhæfi sitt í þessu máli og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Formaður bar upp ósk um að fá að taka út af dagskrá lið nr. 17, Norður-brekka - breyting á deiliskipulagi Helgamagrastræti 22, sem var í útsendri dagskrá og taka inn á dagskrá fjóra fundarliði sem ekki voru í útsendri dagskrá, liðir 25 - 28: Davíðshagi 2 - lóðarumsókn, Davíðshagi 4 - lóðarumsókn, Hofsbót, landfylling - umsókn um framkvæmdarleyfi og Hólabraut 13 - umsókn um byggingarleyfi, og var það samþykkt.