Bæjarstjórn

3387. fundur 16. febrúar 2016 kl. 16:00 - 18:59 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Preben Jón Pétursson
  • Sigurjón Jóhannesson
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Ólína Freysteinsdóttir S-lista mætti í forföllum Dagbjartar Elínar Pálsdóttur.
Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.
Sigurjón Jóhannesson D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.
Preben Jón Pétursson Æ-lista mætti í forföllum Margrétar Kristínar Helgadóttur.

Í upphafi fundar bauð forseti Ólínu Freysteinsdóttur S-lista og Preben Jón Pétursson Æ-lista velkomin á þeirra fyrsta fund í bæjarstjórn.

1.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 10. febrúar 2016:

Fram haldið umræðu um tillögu skipulagsstjóra að skipulagslýsingu fyrir Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Lögmannshlíð - umsókn um deiliskipulag

Málsnúmer 2015040106Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 10. febrúar 2016:

Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 22. desember 2015 með athugasemdafresti til 3. febrúar 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Engin athugasemd barst.

Sex umsagnir bárust:

1) Kirkjugarðar Akureyrar, dagsett 8. janúar 2016.

Engin athugasemd er gerð.

2) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dagsett 2. febrúar 2016.

Engin athugasemd er gerð.

3) Lögmannshlíðarsókn, dagsett 2. febrúar 2016.

Engin athugasemd er gerð.

4) Norðurorka, dagsett 4. febrúar 2016.

Norðurorka telur sig hafa komið fram með þær athugasemdir sem þörf er á.

5) Kirkjugarðaráð, dagsett 1. febrúar 2016.

Engin athugasemd er gerð. Bent er á að ef skipulag hefur í för með sér breytingar á umhverfi og/eða aðkomu að kirkju og kirkjugarði, er nauðsynlegt að samráð sé haft við viðkomandi sóknarnefnd/kirkjugarðsstjórn.

6) Minjastofnun Íslands, dagsett 3. febrúar 2016.

Bæjarstæði Lögmannshlíðar lendir innan fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis. Nákvæm staðsetning og útmörk bæjarstæðisins eru óljós. Rannsókna er þörf áður en til framkvæmda kemur. Þar sem langur tími gæti liðið þar til framkvæmdir á umræddu svæði hefjast getur Minjastofnun fallist á að afmarkað verði 'hættusvæði' á skipulagsuppdrátt sem tryggi það að framkvæmdir eða gróðursetning trjáa fari ekki fram á umræddu svæði án nauðsynlegra rannsókna og samráðs við þjóðminjavörsluna. Með þessu væri verið að fresta rannsóknum þar til síðar og niðurstaða þeirra gæti kallað á breytingar á skipulaginu.

Að teknu tilliti til athugasemda Minjastofnunar leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Miðbær - deiliskipulagsbreyting vegna landfyllingar við Hofsbót

Málsnúmer 2015120048Vakta málsnúmer

4. liður i fundargerð skipulagsnefndar dagsett 10. febrúar 2016:

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt frá 15. janúar 2016 og lauk henni með undirskriftum allra sem hana fengu þann 26. janúar 2016.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Gata sólarinnar - staðsetning á rotþró

Málsnúmer 2015090105Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 10. febrúar 2016:

Erindi dagsett 18. september 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Úrbótarmanna ehf., kt. 410683-0599, sækir um breytta staðsetningu á rotþró fyrir frárennsli húsa við Götu sólarinnar. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 30. september 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 15. desember 2015 og unnin af Steinmari H. Rögnvaldssyni hjá H.S.Á. Teiknistofu.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2016 - skipulagsnefnd

Málsnúmer 2016010065Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða skipulagsnefndar.

Í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 21. apríl 2015 um að formaður fastanefndar sem ekki á sæti í bæjarstjórn, mæti á fund bæjarstjórnar, hafi framsögu, taki þátt í umræðum og svari fyrirspurnum þegar umræða um stefnu og starfsáætlun málaflokksins fer fram, mætti Tryggvi Már Ingvarsson formaður skipulagsnefndar og gerði grein fyrir starfsáætlun nefndarinnar.

Almennar umræður.

6.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 11. febrúar 2016
Bæjarráð 4. febrúar 2016
Framkvæmdaráð 29. janúar og 5. febrúar 2016
Íþróttaráð 4. febrúar 2016
Kjarasamninganefnd 1. febrúar 2016
Samfélags- og mannréttindaráð 28. janúar og 11. febrúar 2016
Skipulagsnefnd 3. og 10. febrúar 2016
Skólanefnd 18. janúar og 1. febrúar 2016
Stjórn Akureyrarstofu 3. febrúar 2016
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 5. febrúar 2016
Velferðarráð 3. febrúar 2016

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 18:59.