Skipulagsnefnd

222. fundur 10. febrúar 2016 kl. 08:00 - 11:10 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Vilberg Helgason
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Dagskrá
Vilberg Helgason V-lista mætti í forföllum Edwards Hákonar Huijbens.

Formaður bar upp ósk um að taka út af dagskrá mál nr. 13, Davíðshagi 2 - umsókn um lóð, og mál nr. 14, Davíðshagi 4 - umsókn um lóð, og var það samþykkt.

1.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Fram haldið umræðu um tillögu skipulagsstjóra að skipulagslýsingu fyrir Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar.

2.Oddeyri - rammahluti aðalskipulags

Málsnúmer 2015080022Vakta málsnúmer

Rammahluti aðalskipulags fyrir Oddeyrina er unnin af Lilju Filippusdóttur hjá Teiknistofu arkitekta sem kom á fundinn ásamt Árna Ólafssyni og kynntu þau stöðu vinnunnar.
Skipulagsnefnd þakkar Lilju og Árna fyrir kynninguna og felur Oddeyrarnefnd að vinna að framhaldi málsins.

3.Lögmannshlíð - umsókn um deiliskipulag

Málsnúmer 2015040106Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 22. desember 2015 með athugasemdafresti til 3. febrúar 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Engin athugasemd barst.

Sex umsagnir bárust:

1) Kirkjugarðar Akureyrar, dagsett 8. janúar 2016.

Engin athugasemd er gerð.

2) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dagsett 2. febrúar 2016.

Engin athugasemd er gerð.

3) Lögmannshlíðarsókn, dagsett 2. febrúar 2016.

Engin athugasemd er gerð.

4) Norðurorka, dagsett 4. febrúar 2016.

Norðurorka telur sig hafa komið fram með þær athugasemdir sem þörf er á.

5) Kirkjugarðaráð, dagsett 1. febrúar 2016.

Engin athugasemd er gerð. Bent er á að ef skipulag hefur í för með sér breytingar á umhverfi og/eða aðkomu að kirkju og kirkjugarði, er nauðsynlegt að samráð sé haft við viðkomandi sóknarnefnd/kirkjugarðsstjórn.

6) Minjastofnun Íslands, dagsett 3. febrúar 2016.

Bæjarstæði Lögmannshlíðar lendir innan fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis. Nákvæm staðsetning og útmörk bæjarstæðisins eru óljós. Rannsókna er þörf áður en til framkvæmda kemur. Þar sem langur tími gæti liðið þar til framkvæmdir á umræddu svæði hefjast getur Minjastofnun fallist á að afmarkað verði "hættusvæði" á skipulagsuppdrátt sem tryggi það að framkvæmdir eða gróðursetning trjáa fari ekki fram á umræddu svæði án nauðsynlegra rannsókna og samráðs við þjóðminjavörsluna. Með þessu væri verið að fresta rannsóknum þar til síðar og niðurstaða þeirra gæti kallað á breytingar á skipulaginu.
Að teknu tilliti til athugasemda Minjastofnunar leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

4.Miðbær - deiliskipulagsbreyting vegna landfyllingar við Hofsbót

Málsnúmer 2015120048Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt frá 15. janúar 2016 og lauk henni með undirskriftum allra sem hana fengu þann 26. janúar 2016.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

5.Umferðaröryggi og aðgengi við grunnskóla Akureyrar

Málsnúmer 2014020104Vakta málsnúmer

Skoðun á umferðaröryggi og aðgengi við grunnskóla Akureyrar. Verkfræðistofan EFLA á Akureyri skilaði skýrslu, dagettri 8. maí 2014, síðast uppfærð 1. febrúar 2015. Kristinn Magnússon og Rúna Ásmundsdóttir fulltrúar Eflu mættu á fundinn og kynntu skýrsluna.
Skipulagsnefnd þakkar Kristni og Rúnu fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta vinna tillögur um úrbætur á aðgengis- og umferðaröryggismálum við grunnskóla Akureyrar sem síðar verði lagðar fyrir nefndina.

6.Austurbrú 2-12 - breytingar á ákvæðum deiliskipulags

Málsnúmer 2015110047Vakta málsnúmer

Breyting á deiliskipulagi var auglýst frá 22. desember 2015 með athugasemdafresti til 3. febrúar 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Tvær athugasemdir bárust:

1) Miðbæjarsamtökin á Akureyri, dagsett 29. janúar 2016.

Alfarið er lagst gegn því að bílastæðum í miðbænum fækki frá því sem nú er. Ekki hugnast þeim að stækka bílastæðin neðan við Leikhúsið til að koma til móts við bílastæðaþörf. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá er komið fordæmi fyrir að sleppa, eða minnka verulaga fjölda bílastæða á reitnum austan Skipagötu. Það geta rekstraraðilar í miðbæ Akureyrar aldrei sætt sig við.

2) Gunnar Magnússon, dagsett 4. febrúar 2016.

Götur norðan og vestan við Hafnarstræti 80 ættu frekar að vera einstefnugötur til að fá þar aukin bílastæði. Einnig mætti Austurbrú vera einstefna í suður og fjölga þar bílastæðum næst húsunum sem þar standa. Með því að breyta þessum götum í einstefnugötur mun slysahætta líka minnka.

Til að leysa að hluta til þessi bílastæðamál þarf að fjölga umtalsvert bílastæðum sunnan við Hafnarstræti 80, allt að ca. 100 stæði eða jafnvel meira.



Ein umsögn barst.

Norðurorka, dagsett 5. febrúar 2016. Engin athugasemd er gerð.



Íbúafundur var haldinn þann 28. janúar 2016 þar sem tillaga að skipulaginu var kynnt almenningi.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsstjóra að gera tillögur að svörum við innkomnum athugasemdum.

7.Gata sólarinnar - staðsetning á rotþró

Málsnúmer 2015090105Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. september 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Úrbótarmanna ehf., kt. 410683-0599, sækir um breytta staðsetningu á rotþró fyrir frárennsli húsa við Götu sólarinnar. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 30. september 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 15. desember 2015 og unnin af Steinmari H. Rögnvaldssyni hjá H.S.Á. Teiknistofu.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Hafnarstræti 71 - fyrirspurn

Málsnúmer 2016020081Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. janúar 2016 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Morgunhana ehf., kt. 441105-0880, sendir inn fyrirspurn vegna breytinga á útliti og hæð hússins nr. 71 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er teikning eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

9.Tryggvabraut 12 - fyrirspurn

Málsnúmer 2016010197Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. janúar 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Hölds ehf., kt. 651175-0239, sendir inn fyrirspurn vegna hækkunar hússins nr. 12 við Tryggvabraut um eina hæð. Meðfylgjandi er fyrirspurnarteikning.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að grenndarkynna erindið þegar umsókn um byggingarleyfi berst.

10.Viðburðir - götu- og torgsala 2016

Málsnúmer 2015120155Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur Guðröðar Hákonarsonar dagsettur 27. janúar 2016 þar sem hann f.h. Hildibrand slf., kt. 431012-0490, óskar eftir að fundin verði staðsetning fyrir grillbíl í Miðbæ Akureyrar.

Skipulagsstjóri vísaði erindinu til afgreiðslu skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir að heimila staðsetningu veitingabílsins á tveimur austustu bílastæðunum við Skipagötu sem næst eru horni Kaupvangsstrætis og Glerárgötu og nýta hluta af hellulögðu svæði sunnan þeirra fyrir útiaðstöðu til 31. desember 2016.

11.Ákvörðun um sameiginlegt mat eða ekki - Sprengisandslína og aðrar framkvæmdir

Málsnúmer 2015120103Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 4. desember 2015 þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarbæjar varðandi það hvort ákvæði 2. mgr. 5. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda séu uppfyllt þannig að Skipulagsstofnun geti tekið ákvörðun um hvort ráðast þurfi í sameiginlegt mat Sprengisandslínu og fleiri framkvæmda henni tengdri. Lagður fram tölvupóstur Skipulagsstofnunar dagsettur 4. febrúar 2016 þar sem umsagnarbeiðnin er ítrekuð.
Skipulagsnefnd telur að skilyrði laganna varðandi samráð við Akureyrarkaupstað sem leyfisveitanda séu uppfyllt.
Vilberg Helgason V-lista fór af fundi kl. 10:55

12.Matthíasarhagi 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016010114Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. janúar 2016 þar sem Lýður Hákonarson f.h. L & S verktaka ehf., kt. 680599-2629, sækir um lóð nr. 1 við Matthíasarhaga fyrir fjögurra íbúða hús. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka. Innkomin fyrirspurn 3. febrúar 2016 vegna breytingar á deiliskipulagi við Matthíasarhaga 1.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita umbeðna lóð með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Jafnframt heimilar skipulagsnefnd umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem verður grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 14. janúar 2016. Lögð var fram fundargerð 570. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.

14.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 21. janúar 2016. Lögð var fram fundargerð 571. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.

15.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 28. janúar 2016. Lögð var fram fundargerð 572. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 2 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:10.