Málsnúmer 2015040106Vakta málsnúmer
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 22. desember 2015 með athugasemdafresti til 3. febrúar 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Engin athugasemd barst.
Sex umsagnir bárust:
1) Kirkjugarðar Akureyrar, dagsett 8. janúar 2016.
Engin athugasemd er gerð.
2) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dagsett 2. febrúar 2016.
Engin athugasemd er gerð.
3) Lögmannshlíðarsókn, dagsett 2. febrúar 2016.
Engin athugasemd er gerð.
4) Norðurorka, dagsett 4. febrúar 2016.
Norðurorka telur sig hafa komið fram með þær athugasemdir sem þörf er á.
5) Kirkjugarðaráð, dagsett 1. febrúar 2016.
Engin athugasemd er gerð. Bent er á að ef skipulag hefur í för með sér breytingar á umhverfi og/eða aðkomu að kirkju og kirkjugarði, er nauðsynlegt að samráð sé haft við viðkomandi sóknarnefnd/kirkjugarðsstjórn.
6) Minjastofnun Íslands, dagsett 3. febrúar 2016.
Bæjarstæði Lögmannshlíðar lendir innan fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis. Nákvæm staðsetning og útmörk bæjarstæðisins eru óljós. Rannsókna er þörf áður en til framkvæmda kemur. Þar sem langur tími gæti liðið þar til framkvæmdir á umræddu svæði hefjast getur Minjastofnun fallist á að afmarkað verði "hættusvæði" á skipulagsuppdrátt sem tryggi það að framkvæmdir eða gróðursetning trjáa fari ekki fram á umræddu svæði án nauðsynlegra rannsókna og samráðs við þjóðminjavörsluna. Með þessu væri verið að fresta rannsóknum þar til síðar og niðurstaða þeirra gæti kallað á breytingar á skipulaginu.
Formaður bar upp ósk um að taka út af dagskrá mál nr. 13, Davíðshagi 2 - umsókn um lóð, og mál nr. 14, Davíðshagi 4 - umsókn um lóð, og var það samþykkt.