Skipulagsráð

262. fundur 10. maí 2017 kl. 08:00 - 11:10 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnissstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Formaður óskaði eftir að liður 3, Melgerðisás, og liður 23, Kostnaður af færslu lagna vegna skipulags og framkvæmda, verði teknir af dagskrá og að bætt verði inn á dagskrá lið 24, Bílastæði við Gránufélagsgötu - umsókn um framkvæmdaleyfi, og var það samþykkt.

1.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit sviðsstjóra yfir umsagnir og ábendingar við drög að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera tillögu að úrvinnslu innkominna umsagna og ábendinga.

Málinu frestað.

2.Hesjuvellir - deiliskipulagsfyrirspurn

Málsnúmer 2017050039Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. maí 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Vallabúsins ehf., kt. 670608-0180, leggur inn fyrirspurn hvort leyfi fengist til að skipuleggja frístundahúsabyggð á hluta jarðarinnar Hesjuvalla. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð frestar erindinu og felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

3.Aðalstræti 12b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012030262Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. mars 2012 þar sem Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, f.h. Nýs morguns ehf., kt. 660997-2299, leggur inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan miðar að því að gera fjórar íbúðir í væntanlegri nýbyggingu að Aðalstræti 12b í stað tveggja íbúða, með tveimur bílastæðum á lóð.

Skipulagsnefnd samþykkti 20. ágúst 2014 að leita umsagna nágranna og synjaði erindinu 25. febrúar 2015 að þeim fengnum. Hjalti Steinþórsson hrl. f.h. Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar óskaði eftir endurupptöku málsins. Bæjarráð samþykkti beiðnina 9. apríl 2015.

Vegna formgalla á fyrri afgreiðslu málsins samþykkti skipulagsráð að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 29. apríl 2015. Tillagan er dagsett 17. nóvember 2016 og unnin af Plús Arkitektum.

Skipulagsráð samþykkti þann 11. janúar 2017 að grenndarkynna erindið í samræmi við lög og reglugerðir þegar lagfærð tillaga bærist.

Erindið var grenndarkynnt frá 10. mars til 13. apríl 2017.

Fjórar athugsemdir bárust ásamt undirskriftalista:

1) Aðalstræti 9 ehf., dagsett 25. mars 2017.

Benedikt Arthursson og Hrönn Friðriksdóttir f.h. Aðalstrætis 9 ehf. mótmæla byggingu Aðalstrætis 12b með sömu rökum og gert var með undirskriftalista dagsettum 16. febrúar 2015.

Áformum um fjögurra íbúða byggingu er harðlega mótmælt vegna bílastæðamála. Frekar er hvatt til þess að þar verði byggt fyrir fjölskyldufólk í stað minni íbúða. Þau telja að tillagan rýri lífsgæði þeirra sem búa í nágrenninu og verðgildi eigna þeirra og fara fram á að tillögunni um byggingu fjögurra íbúða húss verði hafnað.

2) Skarphéðinn Reynisson og Júlía Margrét Guðbjargardóttir, dagsett 3. apríl 2017.

Vegna þrengsla í Innbænum teljum við að bærinn verði að fylgja almennum skilmálum deiliskipulagsins þar sem krafa er um 2 bílastæði á hverja íbúð og samþykkjum því aldrei að þarna verði byggðar 4 íbúðir. Athygli er vakin á að sótt verður um að steypa vegg á lóðamörkum vegna hæðarmismunar og þrengist þá innkeyrsla sunnan við hús 12b. Umferð hefur aukist mikið vegna starfsemi Aflsins í Gamla spítalanum.

3) Sólveig Eiríksdóttir, dagsett 10. apríl 2017.

Umræddum breytingum er hafnað og tekið er undir fram komnar athugasemdir frá nágrönnum. Ítrekaðar eru ábendingar um þrengsli og skort á bílastæðum. Áskilinn er réttur til að koma með frekari athugasemdir.

4) Undirskriftalisti með 11 undirskriftum, dagsettur 31. mars 2017.

Ítrekuð eru fyrri mótmæli frá því í febrúar 2015. Nú tveimur árum síðar er orðið enn þrengra um íbúa á svæðinu hvað bílastæði varðar.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 26. apríl 2017.

Lögð fram tillaga sviðsstjóra að svörum við athugasemdum.
Svör við athugasemdum:

1)

Bílastæði: Tekið er undir áhyggjur íbúa vegna þrengsla í götunni og rétt að gera kröfu um að bílastæði fyrir húsið séu staðsett innan lóðarinnar.

Verðgildi eigna: Ekki liggur fyrir nein rökstudd athugun á því.


2)

Þrengsli á lóðamörkum: Allir veggir á lóðamörkum eru leyfisskyldir og krefjast samþykkis beggja lóðarhafa. Ekki er því tekið undir þá athugasemd.

Bílastæði: Tekið er undir áhyggjur íbúa vegna þrengsla í götunni og rétt að gera kröfu um að bílastæði fyrir húsið séu staðsett innan lóðarinnar. Skipulagssvið hefur svarað öðrum spurningum sem fram komu í athugasemd.


3) og 4) Bílastæði: Tekið er undir áhyggjur íbúa vegna þrengsla í götunni og rétt að gera kröfu um að bílastæði fyrir húsið séu staðsett innan lóðarinnar.


Fornleifar: Sviðsstjóri vekur athygli á að veggur frá Gamla spítalanum, sem stóð á lóðinni og brann, er eldri en 100 ára og telst því til fornleifa. Áður en framkvæmdir verða heimilaðar á lóðinni þarf að leita umsagnar minjavarðar um hann.


Skipulagsráð tekur undir innkomnar athugasemdir og hafnar heimild til að byggja 4 íbúðir á lóðinni.

4.Gránufélagsgata 35 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017010514Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. janúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Kristjáns Ragnarssonar óskar eftir að fá að byggja við Gránufélagsgötu 35. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsráð samþykkti 29. mars 2017 að grenndarkynna tillögu sem er dagsett 9. mars 2017.

Tillagan var grenndarkynnt frá 30. mars með athugasemdafresti til 1. maí 2017.

Engin athugsemd barst.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

5.Drottningarbraut - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020173Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2017 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd N1 hf., kt. 540206-2010, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi þjónustustöð og breytingu á innra skipulagi. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 29. mars 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 2. maí 2017 og unnin af Ingólfi Guðmundssyni hjá Kollgátu.
Einungis er um minniháttar breytingar að ræða er varða nýtingahlutfall og byggingareit. Þetta er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

6.Hafnarstræti 67-69 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016020105Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. apríl 2017 þar sem Jón Hrafn Hlöðversson f.h. Hótels Akureyrar, kt. 640912-0220, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 67-69. Fallið er frá fyrri hugmyndum sem skipulagsnefnd heimilaði að auglýsa í samræmi við skipulagslög þann 12. desember 2016. Drög að nýrri deiliskipulagsbreytingu fylgir sem er dagsett 12. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Byggingarreitur er stækkaður, vegghæð og mænishæð hækkuð og hluti byggingar til vesturs verði með flötu þaki.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 12. apríl 2017.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista óskar bókað að hún ítreki vaxandi þörf á bílastæðum í miðbænum og þarf Akureyrarbær að leysa bílastæðamál miðbæjar.

7.Hafnarstræti 26 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016060147Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Laxagötu ehf., kt. 481214-0680, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 26 við Hafnarstræti. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. mars 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsráð frestaði erindinu 15. og 29. mars og 12. apríl 2017.

Tillagan er dagsett 26. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Núverandi hús verður rifið og byggð þrjú fjölbýlishús á lóðinni með 12 íbúðum hvert.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 26. apríl 2017.
Í gildandi deiliskipulagi Innbæjar er gerð krafa um 2 bílastæði á hverja íbúð og í miðbæ um 1 bílastæði á hverja íbúð. Skipulagsráð telur að 1 bílastæði á íbúð sé of lítið en samþykkir að þar sem uppbyggingarsvæðið er í jaðri miðbæjar að bílastæðakrafa fyrir lóðina verði 1,25 stæði á hverja íbúð. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Davíðshagi 2 og 4, Kjarnagata 51 og 53 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017050026Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingu á deiliskipulagi þannig að bílakjallari færist frá húsum 2 og 4 við Davíðshaga og húsum 51 og 53 við Kjarnagötu og yrðu staðsettir miðsvæðis á lóðinni, sjá mynd. Leiksvæði og aðstöðuskýli yrði þá staðsett ofan á þaki bílakjallara. Gert er ráð fyrir 60 bílastæðum í bílakjallaranum. Einnig er óskað eftir að leiðsögukótar húsa nr. 51 og 53 við Kjarnagötu verði lækkaðir um 30 cm.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Árstígur 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir spennistöð

Málsnúmer 2017040121Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. apríl 2017 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Norðurorku ehf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir spennistöð á lóðinni nr. 2 við Árstíg. Meðfylgjandi er teikning eftir Tryggva Tryggvason og yfirlýsing um kvöð á lóð nr. 2 við Árstíg.

Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa.
Edward Hákon Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Hrísalundur 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017010240Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. janúar 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Brauðgerðar Kr. fasteigna ehf., kt. 450106-1430, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingum við húsið nr. 3 við Hrísalund. Sótt er um að stækka móttöku á suðurhlið í vestur og bæta við rými á austurhlið fyrir grindarþvott.

Skipulagsráð frestaði erindinu þann 25. janúar 2017.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Brekkugata 3a og 3b - fyrirspurn um breytta notkun

Málsnúmer 2017040101Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. apríl 2017 þar sem Anna Gunnarsdóttir og Girish Hirlekar fyrir hönd AGGH ehf., kt. 490595-2369, leggja inn fyrirspurn hvort nýta megi hluta húss nr. 3a við Brekkugötu sem íbúðarhús. Þar er nú vinnustofa og gallerí. Meðfylgjandi er mynd.

Skipulagsráð frestaði erindinu þann 26. apríl 2017.
Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirspurnina, en tekur fram að húsið er hluti af friðaðri byggingu og því ráðlegt að leita umsagnar Minjastofnunar varðandi allar breytingar á húsinu.

12.Þórunnarstræti 123 - fyrirspurn

Málsnúmer 2016020159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. febrúar 2016 þar sem Edda Lára Guðgeirsdóttir, kt. 240954-3709, fyrir hönd íbúa við Þórunnarstræti 123 sendir inn fyrirspurn um byggingu bílskúra á lóðinni Þórunnarstræti 123. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 15. mars 2017. Innkominn ný teikning dagsett 12. apríl 2017.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar umsókn um byggingarleyfi berst.

13.Glerárvirkjun II - framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2015090001Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. maí 2017 þar sem Helgi Már Pálsson f.h. Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 4. áfanga þrýstilagnar Glerárvirkjunar II. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við 4. áfanga þrýstilagnar, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

14.Sunnuhlíð 12 - fyrirspurn um breytingu í gistieiningar

Málsnúmer 2017020001Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. janúar 2017 þar sem Kári Arnór Kárason fyrir hönd AK ráðgjafar, kt. 500505-3030, sendir inn fyrirspurn um breytta notkun á húsi nr. 12 við Sunnuhlíð. Mun verða gerð krafa um deiliskipulag fyrir lóðina og er líklegt að samþykkt verði að hluta hússins verði breytt í gistieiningar.
Skipulagsráð telur að umrædd breyting á notkun sé í samræmi við heimildir í skipulagi.

15.Einstefnugötur - reiðhjólaumferð

Málsnúmer 2017040115Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. apríl 2017 þar sem Ólafur Kjartansson, varafulltrúi VG í skipulagsráði, leggur til að á einstefnugötum með hámarkshraða 30 km/klst. verði leyft að ferðast í báðar áttir á reiðhjólum.
Málinu frestað.

16.Hofsbót 1 - fyrirspurn

Málsnúmer 2017040146Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. apríl 2017 þar sem Benedikt Kristinsson fyrir hönd Iceland Incoming ferða ehf., kt. 710501-3510, sendir inn fyrirspurn um lóð nr. 1 við Hofsbót. Fyrirtækið hefur áhuga á að reisa allt að 100 herbergja hótel á þessum stað.
Skipulagsráð getur ekki orðið við beiðni um úthlutun lóðarinnar þar sem lóðir á svæðinu munu verða auglýstar með hefðbundnum hætti í samræmi við vinnureglur um lóðarveitingar þegar ákvörðun hefur verið tekin um uppbyggingu svæðisins og hafnar því erindinu.

17.Verklagsreglur vegna stöðuleyfis gáma

Málsnúmer 2015080104Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd samþykkti 26. ágúst 2015 að gerðar yrðu verklagsreglur um leyfisveitingar fyrir gáma. Lögð voru fram drög að verklagsreglum. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní, 12. október, 30. nóvember og 14. desember 2016. Skipulagsráð lagði til við bæjarstjórn þann 29. mars 2017 að nýjar verklagsreglur yrðu samþykktar. Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til skipulagsráðs.

Endurskoðaðar verklagsreglur eru nú lagðar fyrir skipulagsráð.
Tekið hefur verið tillit til ábendinga bæjarstjórnar. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að verklagsreglurnar verði samþykktar.

18.Margrétarhagi 4 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017050012Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. maí 2017 þar sem Guttormur Pálsson fyrir hönd VAPPS ehf., kt. 460206-1890, sækir um lóð nr. 4 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

19.Margrétarhagi 6 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017050027Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. maí 2017 þar sem Guttormur Pálsson fyrir hönd VAPPS ehf., kt. 460206-1890, sækir um lóð nr. 6 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

20.Margrétarhagi 8 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017050028Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. maí 2017 þar sem Guttormur Pálsson fyrir hönd VAPPS ehf., kt. 460206-1890, sækir um lóð nr. 8 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

21.Margrétarhagi 10 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017050030Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. maí 2017 þar sem Guttormur Pálsson fyrir hönd VAPPS ehf., kt. 460206-1890, sækir um lóð nr. 10 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

22.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 21. apríl 2017. Lögð var fram fundargerð 628. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 15 liðum.
Lagt fram til kynningar.

23.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 2. maí 2017. Lögð var fram fundargerð 629. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum.
Lagt fram til kynningar.

24.Bílastæði við Gránufélagsgötu - umsókn um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2017010519Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. janúar 2017 þar sem Guðríður Friðriksdóttir f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs sækir um framkvæmdarleyfi fyrir bílastæði norðan Gránufélagsgötu austan Laxagötu. Skipulagsráð samþykkti framkvæmdarleyfi fyrir jarðvegsskiptum á fundi 1. febrúar 2017.

Nú er óskað eftir leyfi til lokafrágangs. Meðfylgjandi er hönnunarteikning.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmdarinnar sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Fundi slitið - kl. 11:10.