Málsnúmer 2012030262Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 29. mars 2012 þar sem Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, f.h. Nýs morguns ehf., kt. 660997-2299, leggur inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan miðar að því að gera fjórar íbúðir í væntanlegri nýbyggingu að Aðalstræti 12b í stað tveggja íbúða, með tveimur bílastæðum á lóð.
Skipulagsnefnd samþykkti 20. ágúst 2014 að leita umsagna nágranna og synjaði erindinu 25. febrúar 2015 að þeim fengnum. Hjalti Steinþórsson hrl. f.h. Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar óskaði eftir endurupptöku málsins. Bæjarráð samþykkti beiðnina 9. apríl 2015.
Vegna formgalla á fyrri afgreiðslu málsins samþykkti skipulagsráð að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 29. apríl 2015. Tillagan er dagsett 17. nóvember 2016 og unnin af Plús Arkitektum.
Skipulagsráð samþykkti þann 11. janúar 2017 að grenndarkynna erindið í samræmi við lög og reglugerðir þegar lagfærð tillaga bærist.
Erindið var grenndarkynnt frá 10. mars til 13. apríl 2017.
Fjórar athugsemdir bárust ásamt undirskriftalista:
1) Aðalstræti 9 ehf., dagsett 25. mars 2017.
Benedikt Arthursson og Hrönn Friðriksdóttir f.h. Aðalstrætis 9 ehf. mótmæla byggingu Aðalstrætis 12b með sömu rökum og gert var með undirskriftalista dagsettum 16. febrúar 2015.
Áformum um fjögurra íbúða byggingu er harðlega mótmælt vegna bílastæðamála. Frekar er hvatt til þess að þar verði byggt fyrir fjölskyldufólk í stað minni íbúða. Þau telja að tillagan rýri lífsgæði þeirra sem búa í nágrenninu og verðgildi eigna þeirra og fara fram á að tillögunni um byggingu fjögurra íbúða húss verði hafnað.
2) Skarphéðinn Reynisson og Júlía Margrét Guðbjargardóttir, dagsett 3. apríl 2017.
Vegna þrengsla í Innbænum teljum við að bærinn verði að fylgja almennum skilmálum deiliskipulagsins þar sem krafa er um 2 bílastæði á hverja íbúð og samþykkjum því aldrei að þarna verði byggðar 4 íbúðir. Athygli er vakin á að sótt verður um að steypa vegg á lóðamörkum vegna hæðarmismunar og þrengist þá innkeyrsla sunnan við hús 12b. Umferð hefur aukist mikið vegna starfsemi Aflsins í Gamla spítalanum.
3) Sólveig Eiríksdóttir, dagsett 10. apríl 2017.
Umræddum breytingum er hafnað og tekið er undir fram komnar athugasemdir frá nágrönnum. Ítrekaðar eru ábendingar um þrengsli og skort á bílastæðum. Áskilinn er réttur til að koma með frekari athugasemdir.
4) Undirskriftalisti með 11 undirskriftum, dagsettur 31. mars 2017.
Ítrekuð eru fyrri mótmæli frá því í febrúar 2015. Nú tveimur árum síðar er orðið enn þrengra um íbúa á svæðinu hvað bílastæði varðar.
Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 26. apríl 2017.
Lögð fram tillaga sviðsstjóra að svörum við athugasemdum.
Formaður óskaði eftir að liður 3, Melgerðisás, og liður 23, Kostnaður af færslu lagna vegna skipulags og framkvæmda, verði teknir af dagskrá og að bætt verði inn á dagskrá lið 24, Bílastæði við Gránufélagsgötu - umsókn um framkvæmdaleyfi, og var það samþykkt.