Atvinnumálanefnd

25. fundur 23. nóvember 2016 kl. 16:00 - 18:04 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson formaður
  • Erla Björg Guðmundsdóttir
  • Jóhann Jónsson
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra ritaði fundargerð
Dagskrá
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir fyrrverandi verkefnastjóri atvinnumála var gestur fundarins.

1.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 5. október sl. að senda tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til umsagnar innan bæjarkerfisins, þ.e. deilda, nefnda og ráða.

Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri mætti til fundarins undir þessum lið.
Atvinnumálanefnd þakkar skipulagsstjóra fyrir kynninguna.

2.Frumkvöðlasetur á Akureyri

Málsnúmer 2015110232Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi stofnun frumkvöðlaseturs á Akureyri.
Atvinnumálanefnd styður heilshugar við frumkvöðlastarfsemi á Akureyri og óskar eftir að bæjarráð ræði möguleikann á stofnun frumkvöðlaseturs.

3.Verkefni atvinnufulltrúa

Málsnúmer 2015070006Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu verkefna sem voru á hendi verkefnastjóra atvinnumála.
Atvinnumálanefnd þakkar fyrrverandi verkefnastjóra atvinnumála kærlega fyrir að koma á fundinn.

Fundi slitið - kl. 18:04.