Skipulagsnefnd

219. fundur 13. janúar 2016 kl. 08:00 - 11:18 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Ingi Cæsarsson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Dagskrá

1.Davíðshagi 6 - fyrirspurn um fjölda íbúða

Málsnúmer 2015120183Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2015 þar sem Opus ehf. leggur inn fyrirspurn f.h. lóðarhafa vegna fjölda íbúða. Skipulag gerir ráð fyrir 12 íbúðum að lágmarki, en óskað er eftir allt að 20 íbúðum af blandaðri stærð.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir umsögn skipulagshönnuðar og framkvæmdadeildar vegna breytingar á bílastæðafjölda.

2.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 7. janúar 2016. Lögð var fram fundargerð 569. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.

3.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 17. desember 2015. Lögð var fram fundargerð 568. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.

4.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 11. desember 2015. Lögð var fram fundargerð 567. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.

5.Aðalskipulagsbreyting - Hörgársveit - tilfærsla Lónsins við sláturhús B. Jensen

Málsnúmer 2013050008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar staðfesting innanríkisráðuneytisins varðandi breytt mörk Akureyrarkaupstaðar og Hörgársveitar.

6.Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar - breyting á göngu- og reiðleið

Málsnúmer 2016010068Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. janúar 2016 frá skipulagsfulltrúa Eyjafjarðarsveitar þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarkaupstaðar á breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðar er varðar göngu- og reiðleið.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna.

7.Dysnes í Hörgársveit - tillaga að deiliskipulagi

Málsnúmer 2015120206Vakta málsnúmer

Tölvupóstur frá sveitarstjóra Hörgársveitar dagsettur 2. nóvember 2015, þar sem tilkynnt er að tillaga að deiliskipulagi á Dysnesi sé í auglýsingu til 16. desember 2015.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

8.Umsókn um kvöð um lagnir - Glerárgata 3

Málsnúmer 2015120214Vakta málsnúmer

Erindi frá Norðurorku, dagsett 23. desember 2015 þar sem sótt er um að leggja lagnir gegnum lóð Glerárgötu 3 að Glerárgötu 3b.
Skipulagsnefnd synjar erindinu. Lagnirnar eru nálægt byggingarreit fyrirhugaðrar niðurgrafinnar bílageymslu við Glerárgötu 7 og verða þá í uppnámi þegar til þeirra framkvæmda kemur.

9.Miðbær suðurhluti - umsókn um breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits

Málsnúmer 2015020122Vakta málsnúmer

Nýtt erindi barst þar sem Sverrir Gestsson f.h. Norðurbrúar leggur inn nýja tillögu að deiliskipulagsbreytingu dagsetta 10. desember 2015, þar sem fjöldi bílastæða tengd hótelinu eru 50.
Tillagan er unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH, dagsett 10. desember 2015.
Í upphafi þessa dagskrárliðar bar Ólína Freysteinsdóttir S-lista upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Jón Ingi Cæsarsson S-lista mætti á fundinn undir þessum lið í stað Ólínu Freysteinsdóttur.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ennfremur óskar skipulagsnefnd eftir að haldinn verði opinn kynningarfundur um breytingar á reitnum.
Helgi Snæbjarnarson L-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

10.Óseyri 33 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015120205Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. desember 2015 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Norðurorku hf., kt 550978-0169, sækir um lóð nr. 33 við Óseyri fyrir hreinsistöð.
Edward Hákon Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt við þennan lið og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

11.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög skipulagsstjóra að skipulagslýsingu fyrir Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030.
Skipulagsnefnd þakkar skipulagsstjóra fyrir kynninguna og frestar nánari umfjöllun.

12.Geirþrúðarhagi 5 - fyrirspurn um byggingarreit

Málsnúmer 2015120185Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2015 þar sem Opus ehf. leggur fram fyrirspurn f.h. lóðarhafa um hvort stækka megi byggingarreit fyrir raðhús á lóðinni.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir umsögn skipulagshönnuðar um stækkun byggingarreits.

13.Geirþrúðarhagi 8 - fyrirspurn um hjóla- og vagnageymslur

Málsnúmer 2015120184Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2015 þar sem Opus ehf. leggur inn fyrirspurn f.h. lóðarhafa um hvort hjóla- og vagnageymslur fjölbýlishúsanna megi standa út fyrir byggingarreit.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir umsögn skipulagshönnuðar um stækkun byggingarreits.

14.Naustahverfi reitur 28, Krókeyrarnöf 21 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015090019Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar var grenndarkynnt 2. desember 2015 og var athugasemdafrestur til 30. desember 2015.
Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

15.Garður og flotbryggja við Hofsbót - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2015120117Vakta málsnúmer

Pétur Ólafsson hafnarstjóri fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands bs., kt. 650371-2919, sækir um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við nýja flotbryggju í Hofsbót ásamt því að taka upp núverandi grjótgarð í Hofsbót. Verktími yrði á tímabilinu mars til júní 2016. Sjá afstöðumynd þar sem ný flotbryggja er merkt A og grjótgarður merktur B.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi afstöðumynd vegna framkvæmda við flotbryggju og grjótgarð við Hofsbót, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

16.Miðbær - deiliskipulagsbreyting vegna landfyllingar við Hofsbót

Málsnúmer 2015120048Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tvær tillögur að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar í samræmi við bókun nefndarinnar frá 9. desember 2015. Um er að ræða stækkun á landfyllingu sunnan við Átak, Strandgötu 14. Tillögurnar eru unnar af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. dagsettar 13. janúar 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna tillögu A.

17.Austurvegur 24, Hrísey - fyrirspurn

Málsnúmer 2015110093Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar var grenndarkynnt frá 10. desember 2015 með athugasemdafresti til 7. janúar 2016.
Engin athugasemd barst.
Tvær umsagnir bárust:
1) Norðurorka, dagsett 16. desember 2015.
Komi til að grafið verði niður á fráveitulagnir frá Austurvegi 31 skal húseigandi Austurvegi 24 færa þær og ganga vel frá á sinn kostnað.
2) Hverfisráð Hríseyjar, dagsett 6. janúar 2016.
Hverfisráð fagnar uppbyggingunni.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
Lóðarhafi greiði kostnað við færslu frárennslislagna Norðurorku ef þörf verður á færslu þeirra.

18.Naustahverfi, 1. áfangi - deiliskipulagsbreyting - Stekkjartún 32-34

Málsnúmer 2015090002Vakta málsnúmer

Skipulagstillagan var auglýst frá 25. nóvember 2015 með athugasemdafresti til 6. janúar 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Tvær athugasemdir bárust:
1) Hermann Daðason, dagsett 2. desember 2015.
Mótmælt er fyrirhugaðri fjölgun íbúða, niðurfellingu göngustígs og hækkun hússins. Harðlega er gagnrýndur fjöldi skipulagsbreytinga á svæðinu.
2) Virkni ehf., dagsett 5. janúar 2016.
Óskað er eftir að íbúðafjöldi í húsinu verði 22, þ.e. 4 íbúðir á neðstu hæð.
Svör við athugasemdum:
1) Bent er á að aðrir göngustígar tryggja aðgengi að byggð við Stekkjartún og Skálatún ásamt grenndarvelli. Skerðing á útsýni telst óveruleg en skipulagsnefnd tekur undir athugasemd um hæð hússins og fellst á að hækkun á leyfilegri hámarkshæð hússins verði aðeins 1/2 meter.
2) Skipulagsnefnd telur að lóðin beri ekki meiri fjölgun íbúða en tillagan gerir ráð fyrir með tilliti til útfærslu og fjölda bílastæða og aukningar á umferð um Stekkjartún.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

19.Forgangsröðun umferðaröryggisaðgerða á þjóðvegum á Akureyri

Málsnúmer 2016010071Vakta málsnúmer

Framkvæmdadeild kynnti skýrslu um þörf á endurbótum þjóðvega í þéttbýli Akureyrar og gatnamóta þeirra og forgangsröðun endurbóta eftir mikilvægi m.t.t. umferðaröryggis. Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar á framkvæmdadeild og Gunnar Jóhannesson verkfræðingur mættu á fundinn.
Skipulagsnefnd þakkar fyrir kynninguna.

20.Hafnarstræti milli Kaupvangsstrætis og Ráðhússtorgs - rýmishönnun

Málsnúmer 2015120171Vakta málsnúmer

Tekin til umræðu tillaga skipulagsstjóra um að hefja deilihönnun götunnar í samræmi við deiliskipulag Miðbæjar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að hefja vinnu við hönnun götunnar.

Fundi slitið - kl. 11:18.