Skipulagsráð

269. fundur 12. júlí 2017 kl. 08:00 - 11:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill sviðsstjóra skipulagssviðs
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía S. Sigmundsdóttir
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Formaður óskaði eftir að bæta inn á útsenda dagskrá lið 26. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 og var það samþykkt.
Edward Hákon Huijbens V-lista mætti á fundinn kl. 8:35.

1.Goðanes 12 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017060143Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Þríforks ehf., kt. 650713-0790, sækir um heimild til að deiliskipuleggja breytingar á lóð nr. 12 við Goðanes.

1) Stækka byggingarreit en nýtingarhlutfall verður það sama, þ.e. 0,3 en byggð verði 3 hús á lóðinni.

2) Fjölga innkeyrslum inn á lóðina og færa þær eldri til en alls verða því 4 innkeyrslur inn á lóðina í stað tveggja.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 28. júní 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 12. júlí 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsráð að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Davíðshagi 8 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017060142Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um heimild til að gera eftirtaldar breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 8 við Davíðshaga:

1) Fjöldi íbúða verði 22 íbúðir - samkvæmt skilmálum er leyfilegt að byggja 12 eða fleiri íbúðir og ráðist fjöldi af kröfum um bílastæði. Gagnvart bílastæðafjölda er hægt að byggja 22 íbúðir.

2) Óskað er eftir að byggja alls 1615 m² á lóðinni sem gefur nýtinguna 0,826 - lóðin er 1954,9 m² og nýting 0,72 sem gefur 1407,5 m² byggingarmagn samkvæmt skilmálum.

3) Svalir íbúða gangi 1,9 m út fyrir byggingarreit - samkvæmt skilmálum er leyfilegt að fara 1,6 m út fyrir byggingarreit.

4) Byggingarreitur fyrir stigahús stækki um 0,6 m til norðurs.

5) Mesta vegghæð verði 11,1 m og mesta hæð verði 11,9 m - samkvæmt skilmálum eru þessar hæðir 10,3 m og 11,1 m.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 28. júní 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 12. júlí 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Einungis er um að ræða minniháttar breytingu sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

3.Stekkjartún 32-34 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi vegna byggingu bílskýlis

Málsnúmer 2017060140Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., kt. 620616-1760, sækir um heimild til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar nr. 32-34 við Stekkjartún fyrir byggingu bílskýlis austast á lóðinni. Lengd skýlis yrði 52,70 m og breidd 5,95 m og mesta hæð 3,3 m.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 28. júní 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Tillagan er dagsett 12. júlí 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsráð að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Hafnarstræti 26 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016060147Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Laxagötu ehf., kt. 481214-0680, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 26 við Hafnarstræti. Tillagan er dagsett 26. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Núverandi hús verður rifið og byggð þrjú fjölbýlishús á lóðinni með 12 íbúðum hvert.

Tillagan var auglýst frá 24. maí með athugasemdarfresti til 5. júlí 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.

Engar athugasemdir bárust.

Fjórar umsagnir bárust.

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 9. júní 2017.

Minjastofnun gerir ekki athugasemd við þessa breytingu. Æskilegt sé þó að byggingar samræmist götumynd m.t.t. hlutfalla og útlits og beri hana ekki ofurliði. Minnt er á að vinna er hafin við að gera húsin vestan götunnar að hluta að verndarsvæði í byggð sem nær annars yfir innbæinn og hluta Drottningarbrautarreits. Jafnframt er minnt á aðgát ef fornleifa verður vart við framkvæmdina.

2) Hverfisnefnd Brekku og Innbæjar 4. júlí 2017.

a) Tillagan gerir ráð fyrir 26 stæðum utan lóðar fyrir fjölbýlishúsin 3, en bent er á að stór hluti þeirra er núþegar nýttur af húsum í kring.

b) Íbúar í eldri húsum við götuna hafa bent á nauðsyn þess að fá merkt stæði á svæðinu. Aftur er bent á nauðsyn þess að telja stæði á svæðinu sem heild.

c) Gæta þarf þess að húsin verði af sömu hæð, eða lægri, en húsin norðan og sunnan megin við.

d) Vert væri að setja sérstakt ákvæði um útlit klæðninga húsa.

e) Tekið skal fram, þrátt fyrir athugasemdir, að breytt skipulag er vissulega skref í rétta átt. Fjöldi íbúða er bara mögulega helst til of mikill.

3) Norðurorka, dagsett 4. júlí 2017.

Veitur eru taldar fullnægjandi. Innheimt verða full heimtaugagjöld enda þarf að leggja og breyta lögnum sem nýtt væri.

4) Vegagerðin, dagsett 5. júlí 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar.
Svör við athugasemdum:

1) Gefur ekki tilefni til svars.

2)

a) Skipulagsráð tekur undir ábendinguna og samþykkir að fjölga stæðum á opnu svæði norðan lóðarinnar.

b) Akureyrarbær merkir ekki einstökum aðilum stæði utan lóða.

c) Skipulagsráð telur að hæð húsanna sé í samræmi við nærliggjandi byggð og götumynd Hafnarstrætis.

d) Skipulagsráð telur ekki tilefni til að setja sérstök ákvæði um klæðningu bygginganna en áréttar við umsækjanda að húsin verði hönnuð í samræmi við byggingarlistastefnu Akureyrarbæjar.

e) Gefur ekki tilefni til svars.

3) Gefur ekki tilefni til svars.

4) Gefur ekki tilefni til svars.


Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

5.Hafnarstræti 67-69 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016020105Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu þar sem Jón Hrafn Hlöðversson f.h. Hótels Akureyrar, kt. 640912-0220, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 67-69. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu er dagsett 12. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Byggingarreitur er stækkaður, vegghæð og mænishæð hækkuð og hluti byggingar til vesturs verði með flötu þaki.

Tillagan var auglýst frá 24. maí með athugasemdarfresti til 5. júlí 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.

Engar athugasemdir bárust.

Tvær umsagnir bárust.

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 9. júní 2017.

Minjastofnun gerir ekki athugasemd við breytinguna. Æskilegt er að byggingar hverskonar á þessum slóðum samræmist götumynd m.t.t. hlutfalla og útlits. Minnt er á að hafin er vinna við að gera þetta svæði að verndarsvæði í byggð. Jafnframt skal viðhafa aðgát ef fornminja verður vart.

2) Hverfisnefnd Brekku og Innbæjar 4. júlí 2017

a) Gæta þarf þess að nýbyggingin (69) verði ekki hærri en hin glæsilega bygging Hótel Norðurland. Þá ætti ný bygging að standa örlítið aftar en gamla húsið þar sem svo stór bygging myndi skyggja á eldri bygginguna.

b) Til samræmis við húsin í kring væri eðlilegt að gera ráð fyrir III 1/2 hæð frekar en IV hæðum.

c) Bent er á að ef bílastæði verða utan lóðar þarf Akureyrarbær að fjölga stæðum í bæjarlandinu á svæðinu.

d) Setja þyrfti ákvæði um mögulega aðkomu fólksflutningabíla á deiliskipulagið af svæðinu í heild.

e) Ekki er á hvers manns færi að gera sér grein fyrir hvað "svokallað flutningshús" er. Þetta þyrfti að skýra betur út og koma fram í grenndarkynningum.
Skipulagsráð frestar erindinu og felur skipulagssviði að gera tillögu að svörum við umsögnum og athugasemdum.

6.Daggarlundur 18 - fyrirspurn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2017060161Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júní 2017 þar sem Lilja Filippusdóttir og Vagn Kristjánsson leggja inn fyrirspurn um lóðarstækkun á lóð nr. 18 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Kirkjutröppur, almenningssalerni - deiliskipulag

Málsnúmer 2017060163Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júní 2017 þar sem Guðríður Friðriksdóttir fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar óskar eftir aðkomu skipulagssviðs við afmörkun húss og lóðar við almenninssalernin undir kirkjutröppunum í kjölfar ákvörðunar um sölu þess.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og lóðarhafa um lausn málsins.

8.Melgerðisás - deiliskipulag

Málsnúmer 2015050023Vakta málsnúmer

Drög að deiliskipulagi Melgerðisáss voru kynnnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Stefnt er að því að nýta óbyggð svæði innan núverandi byggðar undir íbúðarbyggð eftir því sem kostur er. Fyrst og fremst er litið til svæða, sem ekki eru í notkun, og svæða sem þjóna ekki lengur upphaflegu hlutverki sínu á viðunandi hátt eða þarfnast endurnýjunar og endurbyggingar.

Auglýsing var birt í Dagskránni þann 14. júní 2017 og voru skipulagsgögn aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs. Kynningafundur var haldinn í Glerárskóla þann 15. júní 2017.


Fjórar ábendingar bárust:

1) Sigríður Sigurðardóttir, dagsett 16. júní 2017.

Fagnar því að ekki eigi að sprengja klappir, rífa gömul hús eða byggja háhýsi sem skyggja á klappir og gömlu byggðina sem fyrir er.

2) Jónas Valdimarsson, dagsett 21. júní 2017.

a) Óskar eftir að byggingarreitur bílskúrs við Melgerði verði færður suður að lóðamörkum og mun nær götunni.

b) Staðsetning bílastæða er óásættanleg. Núverandi bílastæði eru við innang hússins.

c) Lóðamörk að sunnan eru of norðarlega, óskað er eftir að minnsta kost 17 metra fjarlægð.

3) Eyþór Jósepsson, dagsett 24. júní 2017.

a) Setja ætti niður hús austan megin á Melgerðisásnum. Einfaldast og ódýrast væri að setja húsin niður um það bil á núverandi götu og hafa bæði götu og stíg vestast á svæðinu.

b) Húsin eru full vestarlega í tillögunni, of nálægt skólanum.

c) Nýta þarf plássið betur, þétta meira og fá útsýni úr húsunum.

d) Grisja þarf trjágróður.

e) Íbúðirnar í blokkunum ættu ekki að vera með bílakjallara þannig að þær verði of dýrar fyrir ungt fólk.

f) Svæðið hefur mun fleiri möguleika en búið er að leggja fram.

4) Helga Aðalgeirsdóttir, dagsett 18. júní 2017.

a) Sárlega vantar upphækkaða gangbraut yfir Skarðshlíðina á móts við göngustíg sem liggur milli Áshlíðar og Skarðshlíðar.

c) Mikilvægt er að gerð verði gangstétt meðfram Undirhlíðinni að norðanverðu milli Hörgárbrautar og Skarðshlíðar.


Ein umsögn barst:

1) Vegagerðin, dagsett 6. júlí 2017.

Bílastæðin eru, samkvæmt þessu, utan tvöfalds öryggissvæðis ( 2x4 m ) fyrir leyfðan hraða 50 og umferð yfir 3000 bíla. Það eru lágmarkskröfur samkvæmt veghönnunarreglum.

Vegagerðin gerir því ekki athugasemdir við skipulagið.


Lagt er fram kostnaðarmat á stíg neðan við Melgerðisás.
Skipulagsráð frestar erindinu og felur skipulagssviði að gera tillögu að svörum við umsögnum og athugasemdum.

9.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Melgerðisás

Málsnúmer 2016060068Vakta málsnúmer

Drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og deiliskipulagi Melgerðisáss voru kynnnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsing var birt í Dagskránni þann 14. júní 2017 og voru skipulagsgögn aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs. Kynningafundur var haldinn í Glerárskóla þann 15. júní 2017.

Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista lagði fram bókun.

Ekki er ráðlegt að svo stöddu að breyta aðalskipulagi í íbúabyggð á nyrsta hluta Þórssvæðisins (núverandi kastsvæði). Ekki er enn búið að ákveða hver næstu skref verða í þróun íþróttasvæðisins svo sem hvar gervigrasvöllur verður og hvar hugsanlegt frjálsíþróttahús verður staðsett. Á meðan slíkt er óljóst er óskynsamlegt að þrengja að íþróttasvæðinu.

10.Hesjuvellir - deiliskipulagsfyrirspurn

Málsnúmer 2017050039Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. maí 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Vallabúsins ehf., kt. 670608-0180, leggur inn fyrirspurn hvort leyfi fengist til að skipuleggja frístundahúsabyggð á hluta jarðarinnar, sjá mynd.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnslu Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030.

11.Oddeyri - rammahluti aðalskipulags

Málsnúmer 2015080022Vakta málsnúmer

Skipulagstillagan var auglýst frá 26. apríl með athugasemdafresti til 7. júní 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.

Þrjár athugasemdir bárust:

1) Ragnar Sverrisson, móttekið 17. maí 2017.

Lagt er til að hringtorg komi á mótum Glerárgötu og Gránufélagsgötu. Auk þess verði hægt að aka niður Eiðsvallagötu þegar komið er sunnan Glerárgötu. Þannig ætti að vera hægt að tengja Oddeyrina aftur og hún verði ekki áfram einangruð frá miðbænum og efri hluta bæjarins. Áréttað er við kjörna bæjarfulltrúa og nefndarmenn í skipulagsráði að það eru þeir, en ekki bæjarstarfsmenn eða undirverktakar, sem bera ábyrgðina þegar til kastanna kemur.

2) Útgerðarfélag Akureyrar, dagsett 7. júní 2017.

Gerðar eru athugasemdir vegna skerðingar lóðar Útgerðarfélagsins vegna breyttrar legu Laufásgötu, lagningu þjónustugötu meðfram viðleguköntum og að blönduð byggð verði nærri ÚA.

3) BS kreppa ehf., dagsett 31. maí 2017.

Samkvæmt uppdráttum virðist sem opna eigi fyrir Eiðsvallagötu niður að Laufásgötu. Því er mótmælt þar sem það er mikil eignaskerðing fyrir lóðarhafa. Lagt er til að Kaldbaksgata 6 og 8 verði heldur sameinaðar í eina lóð, Laufásgötu 7.

Átta umsagnir bárust:

1) Isavia, dagsett 8. maí 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar en bent er á að Samgöngustofa ætti að fá tillöguna til umsagnar.

2) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 9. maí 2017.

Ítrekaðar eru fyrri athugasemdir Hafnasamlagsins. Mikilvægt er að settar séu kvaðir vegna Kelduhverfis um að íbúar geri sér grein fyrir að menn séu í nálægð við atvinnustarfsemi sem getur leitt af sér hávaða eða annað sem tengist viðkomandi starfsemi.

3) Vegagerðin, dagsett 30. maí 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar.

4) Norðurorka, dagsett 31. maí 2017.

Í ljósi mikilvægi veitna sem hluta grunninnviða samfélagsins teljum við æskilegt að í tillögunni séu dregnir fram í stuttu máli framangreindir þættir og þar með að tekinn sé út textinn um að ekki sé fjallað um veitukerfi. Við lítum svo á að beinlínis sé skylt að vekja athygli á þessum þjónustukerfum, þó í stuttu máli sé og þannig minnt á að ævinlega er nauðsynlegt að taka mið af þeim á öllum stigum skipulagsvinnunnar enda eru þessir innviðir forsenda annarrar uppbyggingar og þeirrar þjónustu sem nútíma samfélag kallar á. Samráð og samvinna um þessa þætti er því mikilvæg í áframhaldandi skipulagsvinnu.

5) Minjastofnun Íslands, dagsett 6. júní 2017.

Minjastofnun fer fram á að gerð sé grein fyrir lögum um menningarminjar í skipulaginu og hver lagaleg staða þeirra húsa sé sem þar falla undir. Í aðalskipulagi skal gera grein fyrir húsum og mannvirkjum sem falla undir lög um menningarminjar í húsaskrá. Æskilegt er að einnig fylgi skrá yfir hús sem verða 100 ára á skipulagstímanum.

6) Umhverfisstofnun, dagsett 2. júní 2017.

Ekki er gerð athugasemd við tillöguna. Stofnunin fagnar að opin svæði fái aukið notagildi og þeirri stefnu sem felur í sér áherslu á sjálfbærni.

7) Samgöngustofa, dagsett 18. maí 2017.

Vegna nálægðar við flugvöllinn verður bærinn að vera í nánu sambandi við Isavia um hæðir mannvirkja þegar kemur að nánara skipulagi. Mikilvægt er að farið sé að kröfum laga og reglugerða um loftferðir.

8) Skipulagsstofnun, dagsett 1. júní 2017.

Gerðar eru athugasemdir við framsetningu skipulagsgagna og að skýra þurfi betur ákveðna þætti.

9) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dagsett 15. júní 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar.


Lögð fram tillaga skipulagshöfundar að viðbrögðum við umsögnum og athugasemdum.
Skipulagsráð frestar málinu.

12.Norðurvegur 17 - fyrirspurn um lóð til umráða

Málsnúmer 2017070016Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3.júlí 2017 þar sem Þórdís Katla Einarsdóttir óskar eftir breytingu á afmörkun lóðanna við Norðurveg 17 og 17b. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð frestar erindinu og óskar eftir við umhverfis- og mannvirkjasvið að bílar og tæki verða fjarlægð af lóð bæjarins og að lóðirnar verði útmældar samkvæmt lóðasamningi. Einnig er farið fram á að umhverfis- og mannvirkjasvið láti slá gras og hirða svæðið.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista vék af fundi kl. 11:05.

13.Hörgárbraut, milli Lónsbakka og Krossanesborga - umsókn um skilti

Málsnúmer 2017070019Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júlí 2017 þar sem Viking Brugghús (CCEP Ísland ehf.), kt. 470169-1419, sækir um leyfi fyrir skilti við Hörgárbraut, milli Lónsbakka og Síðubrautar. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð frestar erindinu þar til endurskoðun samþykktar um skilti og auglýsingar er lokið.

14.Tengir - framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðara 2017

Málsnúmer 2017050047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. júlí 2017 þar sem Árni Kristjánsson fyrir hönd Tengis hf., kt. 660702-2880, sækir um leyfi fyrir lagnaleið ljósleiðara og rafmagns að virkjun og vatnsverndarsvæði á Glerárdal. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu erindisins þar sem umbeðin gögn hafa ekki borist.

Svæðið er á náttúruminjaskrá og samkvæmt innsendri mynd færi ljósleiðarinn yfir óröskuð svæði sem þurfa rannsóknar við varðandi fornleifar og náttúru, auk svæða með ýmis konar starfsemi. Skipulagsráð beinir því til umsækjanda að setja ljósleiðarann í stíginn á virkjunarsvæðinu.

15.Umferðarhraði - Eyjafjarðarbraut

Málsnúmer 2017070029Vakta málsnúmer

Vegna gönguþverana við gatnamót Eyjafjarðarbrautar og Kjarnabrautar eru lagðar fram tillögur að breytingu á umferðarhraða á Eyjafjarðarbraut, unnar af Helga Má Pálssyni hjá Eflu.
Skipulagsráð mælir með tillögu 2.


Skipulagsráð samþykkir breytingu á hámarkshraða á Drottningarbraut/Eyjafjarðarbraut vestri þannig að hámarkshraði frá gatnamótum Miðhúsabrautar að sveitarfélagsmörkum í suðri verði 50 km og einnig að gerð verði miðeyja á Eyjafjarðarbraut vegna göngubrautar við Kjarnabraut.

16.Jaðarsíða 17-23 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017060211Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. júní 2017 þar sem Jón Ingi Sveinsson fyrir hönd Kötlu ehf., kt. 601285-0299, sækir um lóð nr. 17-23 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Þar sem umsækjandi er eini umsækjandi um lóðina samþykkir skipulagsráð að veita honum lóðina. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

17.Margrétarhagi 5 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017070036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júlí 2017 þar sem Guðrún Guðmundsdóttir sækir um lóðina nr. 5 við Margrétarhaga, til vara um lóð nr. 8 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing frá Íslandsbanka. Skipulagsráð tók jákvætt í fyrirspurn um að breyta lóðinni í parhúsalóð á fundi 28. júní sl.

Guðrún óskar eftir að breyta lóðinni í parhúsalóð og stækka byggingarreit eins mikið og hægt er til að rúma parhús með nægilega breidd.
Þar sem umækjandi er eini umækjandi um lóðina fellst skipulagsráð á að veita umækjanda lóðina. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Einnig heimilar skipulagsráð umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.

18.Margrétarhagi 4 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017050012Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. maí 2017 þar sem Guttormur Pálsson fyrir hönd VAPPS ehf., kt. 460206-1890, sækir um lóðir nr. 4 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru yfirlýsing viðskiptabanka. Lóðinni var úthlutað til VAPP ehf., en féll aftur til bæjarins þar sem gatnagerðargjöld voru ekki greidd á réttum tíma. Umsókn er nú endurnýjuð.
Þar sem umsækjandi er eini umsækjandi um lóðina samþykkir skipulagsráð að veita honum lóðina. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

19.Margrétarhagi 6 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017050027Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. maí 2017 þar sem Guttormur Pálsson fyrir hönd VAPP ehf., kt. 460206-1890, sækir um lóð nr. 6 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka. Lóðinni var úthlutað til VAPPS ehf., en féll aftur til bæjarins þar sem gjöld voru ekki greidd á réttum tíma. Umsókn er nú endurnýjuð.
Þar sem umsækjandi er eini umsækjandi um lóðina samþykkir skipulagsráð að veita honum lóðina. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

20.Margrétarhagi 8 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017050028Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. maí 2017 þar sem Guttormur Pálsson fyrir hönd VAPPS ehf., kt. 460206-1890, sækir um lóð nr. 8 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka. Lóðinni var úthlutað til VAPPS ehf. en féll aftur til bæjarins þar sem gjöld voru ekki greidd á réttum tíma. Umsókn er nú endurnýjuð.
Þar sem umsækjandi er eini umsækjandi um lóðina samþykkir skipulagsráð að veita honum lóðina. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

21.Margrétarhagi 10 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017050030Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. maí 2017 þar sem Guttormur Pálsson fyrir hönd VAPPS ehf., kt. 460206-1890, sækir um lóð nr. 10 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka. Lóðinni var áður úthlutað til VAPP ehf. en féll aftur til bæjarins þar sem gjöld voru ekki greidd á réttum tíma. Umsókn er nú endurnýjuð.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem öðrum var úthlutað lóðinni.

22.Margrétarhagi 10 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017070044Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júlí 2017 þar sem Heimir Guðlaugsson fyrir hönd Hraunar ehf., kt. 530106-2090, sækir um lóð nr. 10 við Margrétarhaga. Til vara er sótt um lóð nr. 6 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að veita umsækjanda lóðina. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

23.Forgangsröðun umferðaröryggisaðgerða á þjóðvegum um Akureyri

Málsnúmer 2016010071Vakta málsnúmer

Unnið er að umferðaröryggisaðgerðum á þjóðvegum í landi Akureyrarkaupstaðar og er það samstarfsverkefni milli Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins. Lögð voru fram frumdrög að greinargerð vegna bætts umferðaröryggis á gatnamótum Glerárgötu, Tryggvabrautar, Hörgárbrautar og Borgarbrautar dagsett 22. maí 2017 ásamt svörum við athugasemdum ráðsins frá 31. maí 2017. Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs mætti á fundinn ásamt Rúnu Ásmundsdóttur frá Eflu.
Skipulagsráð þakkar Guðríði og Rúnu fyrir komuna og frestar afgreiðslu málsins.

24.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 22. júní 2017. Lögð var fram fundargerð 636. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 16 liðum.
Lagt fram til kynningar.

25.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 29. júní 2017. Lögð var fram fundargerð 637. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum.
Lagt fram til kynningar.

26.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Tryggvi Már Ingvarsson formaður ráðsins greindi frá kynningarfundi í Grímsey 7. júlí 2017 og lagðir voru fram minnispunktar frá fundinum.
Skipulagsráð vísar þeim atriðum sem eiga við í Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030.

Fundi slitið - kl. 11:50.