Málsnúmer 2015030249Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 25. apríl 2015 þar sem Pétur Ólafsson f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um breytingar á deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 2-4 við Skipatanga. Skipulagstillagan var auglýst frá 14. desember 2016 með athugasemdafresti til 25. janúar 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Ein athugasemd barst.
1) Hverfisnefnd Oddeyrar, dagsett 6. febrúar 2017.
Hverfisnefndin leggst alfarið gegn því að deiliskipulagi sé breytt á þessum stað meðan ekki er hægt að breyta á öðrum stöðum á Oddeyri vegna vinnu við fyrirhugað rammaskipulag. Þá virðast vinnubrögðin vera þannig að þarna sé landnotkun breytt í bága við gildandi skipulag (gámastæðum raðað á athafnasvæði fiskihafnar) og skipulaginu breytt eftir á. Nauðsynlegt er að taka afgerandi afstöðu til starfsemi á hafnarsvæðum. Gámasvæði við Hjalteyrargötu er þannig úr öllum takti við íbúðasvæði í grenndinni og það verður að fara annað. Farið er fram á að deiliskipulagstillagan verði ekki tekin til efnislegrar afgreiðslu fyrr en búið er að klára ferlið sem hófst með gerð rammaskipulagsins.
Ein umsögn barst.
1) Norðurorka, dagsett 15. desember 2016.
Breytingin hefur ekki áhrif á veitur Norðurorku.
Formaður ráðsins bar upp ósk um að taka út af útsendri dagskrá lið 16. Sunnuhlíð 12 - fyrirspurn um breytingu í gistieiningar og einnig óskaði hann eftir að bæta inn á dagskrá lið 18. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030. Var það samþykkt.