Skipulagsráð

254. fundur 08. febrúar 2017 kl. 08:00 - 10:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Leifur Þorsteinsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.

Formaður ráðsins bar upp ósk um að taka út af útsendri dagskrá lið 16. Sunnuhlíð 12 - fyrirspurn um breytingu í gistieiningar og einnig óskaði hann eftir að bæta inn á dagskrá lið 18. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030. Var það samþykkt.

1.Davíðshagi 10 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017010045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. janúar 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um breytingar á deiliskipulagi. Sótt er um að fjölga íbúðum og auka nýtingarhlutfall. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 25. janúar 2017.

Lögð var fram umsögn Árna Ólafssonar hönnuðar Hagahverfis dagsett 4. febrúar 2017. Árni mætti á fundinn og svaraði spurningum.
Skipulagsráð hafnar stækkun á lóð vegna fjölgunar bílastæða og bendir á skilmála í skipulagi um fjölda bílastæða í samræmi við stærðir íbúða.

Aðrar óskir um breytingar telur skipulagsráð samræmast markmiðum skipulagsins svo lengi sem ákvæði skipulags um bílastæði séu uppfyllt.

Skipulagsráð áréttar að fjölbreyttar íbúðagerðir verði í húsinu.


Í ljósi þessa heimilar skipulagsráð umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi. Breytingar verði unnar í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

2.Davíðshagi 12 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016120129Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. nóvember 2016 þar sem B.E. Húsbyggingar ehf., kt. 490398-2529 sækja um:

1. Nýtingarhlutfall lóðar verði hækkað úr 0,69 í 1,0.

2. Lóðarstækkun sem nemur 7 bílastæðum eða 102,5 m².

3. Minniháttar breytingu á austari viðmiðunarkóta um 0,1m. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 25. janúar 2017.

Lögð var fram umsögn Árna Ólafssonar hönnuðar Hagahverfis dagsett 4. febrúar 2017. Árni mætti á fundinn og svaraði spurningum.
Upplýsingar vantar um íbúðagerðir þannig að skipulagsráð telur sig ekki geta tekið afstöðu til umsóknarinnar fyrr en það liggur fyrir og frestar því erindinu.


Skipulagsráð leggur áherslu á að breytingar séu í samræmi við markmið skipulags Hagahverfis og metur hvert mál fyrir sig.

3.Miðbær - uppfærsla deiliskipulags

Málsnúmer 2017010274Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs og formaður skipulagsráðs leggja til að ráðist verði í kostnaðargreiningu og áfangaskiptingu miðbæjarskipulags. Ennfremur hvaða úrbætur eru nauðsynlegar, t.a.m. vegna friðunar húsa, afmörkun byggingareita og möguleika á uppbyggingu bílastæðahúss.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að undirbúa málið með það að markmiði að endanlegt minnisblað liggi fyrir skipulagsráð fyrir lok apríl næstkomandi.

4.Sandgerðisbót - umsókn um breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015060121Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júní 2015 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um breytingar á deiliskipulagi Sandgerðisbótar vegna lóðar skolphreinsistöðvar. Tillagan er unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt dagsett 30. janúar 2017 ásamt umhverfisskýrslu unnin af verkfræðistofnunni Eflu dagsett janúar 2017. Innkomin umsögn frá Umhverfisstofnun 2. febrúar 2017.
Skipulagsráð tekur undir sjónarmið Umhverfisstofnunar og felur sviðstjóra skipulagssviðs að láta uppfæra umhverfisskýrsluna til samræmis við umsögn Umhverfisstofnunar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði þannig breytt auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í samræmi við 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Edward Hákon Huijbens V-lista tók ekki þátt í umræðu og afgreiðslu málsins.

5.Hafnarsvæði sunnan Glerár - umsókn um breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015030249Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. apríl 2015 þar sem Pétur Ólafsson f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um breytingar á deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 2-4 við Skipatanga. Skipulagstillagan var auglýst frá 14. desember 2016 með athugasemdafresti til 25. janúar 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Ein athugasemd barst.

1) Hverfisnefnd Oddeyrar, dagsett 6. febrúar 2017.

Hverfisnefndin leggst alfarið gegn því að deiliskipulagi sé breytt á þessum stað meðan ekki er hægt að breyta á öðrum stöðum á Oddeyri vegna vinnu við fyrirhugað rammaskipulag. Þá virðast vinnubrögðin vera þannig að þarna sé landnotkun breytt í bága við gildandi skipulag (gámastæðum raðað á athafnasvæði fiskihafnar) og skipulaginu breytt eftir á. Nauðsynlegt er að taka afgerandi afstöðu til starfsemi á hafnarsvæðum. Gámasvæði við Hjalteyrargötu er þannig úr öllum takti við íbúðasvæði í grenndinni og það verður að fara annað. Farið er fram á að deiliskipulagstillagan verði ekki tekin til efnislegrar afgreiðslu fyrr en búið er að klára ferlið sem hófst með gerð rammaskipulagsins.

Ein umsögn barst.

1) Norðurorka, dagsett 15. desember 2016.

Breytingin hefur ekki áhrif á veitur Norðurorku.
Skipulagsráð frestar erindinu.

6.Sjávargata 4 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016090007Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. september 2016 þar sem Jónas V. Karlesson er með fyrirspurn fyrir byggingu 8 kornsílóa á lóð Bústólpa við Sjávargötu 2-4. Skipulagsnefnd samþykkti að erindið yrði grenndarkynnt á fundi 14. desember 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 27. desember 2016 og var athugasemdafrestur til 25. janúar 2017.

Engin athugasemd barst.

Þrjár umsagnir bárust.

1) Hafnasamlag Norðurlands.

Engin athugasemd er gerð.

2) Norðurorka, dagsett 23. janúar 2017.

Á lóðinni er mikið af lögnum allra veitna Norðurorku, auk kvaðar um dreifistöð rafveitu. Mikilvægt er að gera fyrirvara vegna mögulegra breytinga á veitulögnum og mögulegum kostnaði sem fellur á lóðarhafa vegna þeirra. Sama á við um dreifistöð rafveitu. Nauðsynlegt er fyrir lóðarhafa að ganga til samninga við Norðurorku hér að lútandi.

3) ISAVIA, dagsett 2. febrúar 2017.

Engin athugasemd er gerð en bent er á skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll sem ber að taka tillit til.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.


Umsækjandi gangi frá samningi, samanber umsögn Norðurorku, áður en byggingarleyfi verður gefið út og minnt er á skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll.

7.Jaðarsíða 17-23 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017010517Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. janúar 2017 þar sem Guttormur Pálsson f.h. VAPP ehf., kt. 460206-1890, sækir um að fjölga íbúðum í Jaðarsíðu 17-23 úr fjórum í sex.
Skipulagsráð frestar erindinu.

8.Stekkjartún 32-34 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016100044Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. október 2016 þar sem Haraldur Árnason f.h. Stekkjartúns 32 ehf., kt. 620616-1760, óskar eftir að heimilt verði að breyta deiliskipulagi fyrir lóð nr. 32-34 við Stekkjartún, meðal annars að fjölga íbúðum úr 20 í 22. Skipulagsnefnd tók jákvætt í stækkun stigahússins en hafnaði erindinu að öðru leyti á fundi 12. október 2016. Lagt fram bréf Ásgeirs M. Ásgeirssonar fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., dagsett 20. janúar 2017.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi 25. janúar 2017.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Oddeyrargata 36 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017010515Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. janúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Hilmars Gunnarssonar óskar eftir að fá að gera breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar norðan Oddeyrargötu 36. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Gránufélagsgata 35 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017010514Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. janúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Kristjáns Ragnarssonar óskar eftir að fá að byggja við Gránufélagsgötu 35. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð áréttar að leita þarf umsagnar Minjastofnunar fyrir breytingum á húsinu og viðbyggingu.

11.Glerárvirkjun II, stöðvarhús - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016120105Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. desember 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna Glerárvirkjunar II við stöðvarhús. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 11. janúar 2017. Nánari gögn bárust 24. janúar 2017.
Skipulagsráð fellst á rökstuðning og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu.


Skipulagsráð áréttar að haga beri hönnun virkjuninar í takt við fyrirliggjandi deiliskipulag af virkjunarsvæði.

12.Draupnisgata 2 - fyrirspurn vegna viðbyggingar

Málsnúmer 2017010565Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. janúar 2017 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Johan Rönning hf., kt. 670169-5459, leggur inn fyrirspurn hvort leyfi fengist til að byggja viðbyggingu við hús nr. 2 við Draupnisgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Skipulagsráð bendir á að umbeðin breyting samræmist ekki gildandi deiliskipulagi hvað varðar hæð og byggingarreit.

Skipulagsráð heimilar hins vegar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Gleráreyrar 6-8 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2015070024Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. desember 2016 þar em Egill Guðmundsson f.h. Eikar fasteignafélags hf., kt. 590902-3730, og ÞOR ehf., kt. 660393-3159, kannar þann möguleika að breyta Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 fyrir lóð nr. 6-8 við Gleráreyrar til að flýta fyrir gerð deiliskipulags að því gefnu að íbúðabyggð verði leyfð í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til frekari skoðunar til vinnslu Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 á fundum 9. mars og 24. ágúst 2016.
Skipulagsráð telur nauðsynlegt að skoða erindið í samhengi við Aðalskipulagið í heild sinni og ítrekar því fyrri bókun frá 9. mars og 24. ágúst 2016.

14.Krókeyri - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016110161Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. nóvember 2016 þar sem Haraldur Jósefsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, óskar eftir að gerð verði lóð fyrir dælustöð við Krókeyri. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 14. desember 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 23. janúar 2017 og unnin af Lilju Filippusdóttur hjá Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga.
Einungis er um að ræða minniháttar skipulagsbreytingu þar sem gerð er lóð fyrir dælustöð sem verður neðanjarðar. Breytingin varðar einungis Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

Edward Hákon Huijbens V-lista tók ekki þátt í umræðu og afgreiðslu málsins.

15.Skarðshlíð - fyrirspurn um lóðir

Málsnúmer 2016120108Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. desember 2016 þar sem Sigurður Sigurðsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir viðræðum um lóðaúthlutun til byggingar fjölbýlishúsa á þeim reitum sem merktir hafa verið sem mögulegir þéttingarreitir byggðar í Hlíðahverfi, þá helst við Skarðshlíð gegnt N1 stöðinni og norðan Skarðshlíðar við Þórsvöll.
Skipulagsráð þakkar sýndan áhuga á svæðinu. Lóðirnar verða auglýstar til umsóknar þegar deiliskipulag liggur fyrir og þær verða byggingarhæfar í samræmi við reglur um lóðaveitingar.

16.Götunafn - frá Kjarnabraut að Götu norðurljósanna

Málsnúmer 2017020046Vakta málsnúmer

Skipulagssvið óskaði eftir tillögu frá nafnanefnd að heiti á götu sem liggur að Hótel Kjarnalundi og áfram að Götu norðurljósanna. Í bréfi frá nafnanefnd dagsett 31. janúar 2017 gerir nefndin eftirfarandi tillögur þar sem þrjú fyrstu heitin eru í forgangsröð af hennar hálfu:

1.
Fífilbrekka

2.
Grasastígur

3.
Sóleyjarstígur

4.
Reynistígur

5.
Lerkistígur

6.
Asparstígur

7.
Flórustígur
Skipulagsráð fellst á að gatan beri nafnið Sóleyjarstígur.

17.Þórunnarstræti 126 - umsókn um eigandaskipti

Málsnúmer 2016050030Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. janúar 2017 þar sem Björn Þór Guðmundsson fyrir hönd GB Bygg ehf., kt. 491208-0900, sækir um eigandaskipti á Þórunnarstræti 126. Sótt er um að eigandi verði skráður BF Byggingar ehf., kt. 621116-2230.
Í reglum um lóðaveitingar segir í kafla 3.0.7 um framsal lóðar

"Lóðarhafa er óheimilt að framselja lóð sem hann hefur fengið úthlutað til þriðja aðila fyrr en lóðarsamningur hefur verið gefinn út."


Skipulagsráð hafnar því erindinu.

18.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Fram haldið umræðu um Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030. Lagðar fram athugasemdir fræðsluráðs og tillaga að svörum við þeim.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera breytingar í samræmi við athugasemdir.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 19. janúar 2017. Lögð var fram fundargerð 616. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum.
Lagt fram til kynningar.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 26. janúar 2017. Lögð var fram fundargerð 617. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:50.