Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3287. fundur - 15.06.2010

Forseti las upp eftirrarandi bréf frá Sigrúnu Björk Jakobsdóttur bæjarfulltrúa:

Ágæta bæjarstjórn.
Af persónulegum ástæðum þá hef ég áveðið að segja af mér störfum sem oddvita Sjálfstæðisflokksins hér í bæ og óska hér með eftir lausn frá setu í bæjarstjórn Akureyrar til loka kjörtímabilsins.
Að baki eru átta farsæl ár í bæjarstjórn. Ég er mjög stolt af þessum tíma og þeim framfaramálum sem ég hef tekið þátt í að vinna að fyrir bæinn. Starf bæjarfulltrúa er mjög gefandi starf. Ég hef öðlast mikla og dýrmæta reynslu á undanförnum árum og fyrir það vil ég þakka.
Ég vil jafnframt nota tækifærið og þakka starfsmönnum bæjarins fyrir afar gott samstarf á þessum árum.
Ég óska nýjum bæjarfulltrúum allra heilla í ykkar mikilvægu störfum fyrir Akureyringa.

Akureyri 1. júní 2010
Með vinsemd og virðingu,
Sigrún Björk Jakobsdóttir (sign)

Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðnina með 11 samhljóða atkvæðum. Bæjarstjórn færir Sigrúnu Björk bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Akureyrarbæjar. Ólafur Jónsson er boðinn velkominn til starfa sem aðalfulltrúi í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3232. fundur - 22.07.2010

Lögð fram tillaga um breytingu á skipan fulltrúa L-lista svohljóðandi:

Skólanefnd:
Sigrún Björk Sigurðardóttir tekur sæti sem aðalmaður í stað Herdísar R. Arnórsdóttur.

Einnig lagðar fram tillögur um breytingar á skipan fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi:

Umhverfisnefnd:
Kolbrún Sigurgeirsdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Björns Ingimarssonar. Kristinn Frímann Árnason tekur sæti varamanns í stað Ragnars Sigurðssonar.

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra:
Sigurjón Jóhannesson tekur sæti aðalmanns í stað Kolbrúnar Sigurgeirsdóttur. Jóna Jónsdóttir tekur sæti varamanns í stað Kristins Frímanns Árnasonar.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 29. júní 2010.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Bæjarstjórn - 3293. fundur - 16.11.2010

Lögð fram tillaga um breytingu á skipan fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í félagsmálaráði:
Jóhann Ásmundsson tekur sæti aðalmanns í stað Jóhannesar Árnasonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3295. fundur - 21.12.2010

Forseti las upp eftirfarandi bréf frá Sigrúnu Stefánsdóttur varabæjarfulltrúa S-lista:

Til bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar
Ég undirrituð, Sigrún Stefánsdóttir Steinahlíð 5i, Akureyri, sem var kjörin varabæjarfulltrúi fyrir S-lista Samfylkingar í bæjarstjórnarkosningunum sem fram fóru í maí 2010, óska þess að bæjarstjórn leysi mig frá störfum til loka kjörtímabilsins, með vísan til 1. mgr. 34. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.

Akureyri, 21. desember 2010
Sigrún Stefánsdóttir (sign)


Lögð fram tillaga Samfylkingarinnar um breytingar á fulltrúum flokksins í eftirtöldum nefndum og ráðum:

Helena Karlsdóttir tekur sæti aðalmanns í stjórn Akureyrarstofu í stað Sigrúnar Stefánsdóttur.

Árni Óðinsson tekur sæti aðalmanns í íþróttaráði í stað Helenu Karlsdóttur.

Logi Már Einarsson tekur sæti varamanns í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar, á aðalfundi Eyþings og sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði í stað Sigrúnar Stefánsdóttur.

Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðnina með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn færir Sigrúnu Stefánsdóttur bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Akureyrarkaupstaðar.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögur að breytingum í nefndum og ráðum með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3296. fundur - 18.01.2011

Lögð fram tillaga Sjálfstæðisflokksins um breytingar á fulltrúa flokksins í félagsmálaráði:

Oktavía Jóhannesdóttir tekur sæti aðalmanns í félagsmálaráði í stað Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3305. fundur - 07.06.2011

Lögð fram tillaga Bæjarlistans (A) um breytingar á skipan fulltrúa framboðsins í barnaverndarnefnd og skólanefnd:

Barnaverndarnefnd:
Jóhann Gunnar Sigmarsson tekur sæti aðalmanns í stað Önnu Guðnýjar Júlíusdóttur.
Skólanefnd:
Jóhann Gunnar Sigmarsson tekur sæti varamanns í skólanefnd í stað Gísla Aðalsteinssonar.

Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3279. fundur - 14.07.2011

Lögð fram tillaga L-listans (L) um breytingar á skipan varafulltrúa í stjórn Akureyrarstofu. Hlín Bolladóttir tekur sæti varamanns í stjórn Akureyrarstofu í stað Aðalbjargar Maríu Ólafsdóttur.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2011.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Bæjarráð - 3281. fundur - 04.08.2011

Lögð fram eftirfarandi tillaga L-listans um breytingar á fulltrúum listans í umhverfisnefnd:
Hulda Stefánsdóttir tekur sæti formanns í stað Sigmars Arnarssonar. Páll Steindórsson tekur sæti aðalmanns í stað Sigmars Arnarssonar. Páll Steindórsson tekur sæti varaformanns í stað Huldu Stefánsdóttur og Margrét Auður Sigurbjörnsdóttir tekur sæti varamanns í stað Páls Steindórssonar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2011.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

 

 

Bæjarráð - 3282. fundur - 18.08.2011

Lögð fram tillaga L-listans um breytingu á skipan fulltrúa framboðsins í íþróttaráði:

Helga Guðrún Eymundsdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Silju Daggar Baldursdóttur.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Bæjarstjórn - 3307. fundur - 06.09.2011

Lögð fram tillaga A-listans um breytingu á skipan fulltrúa framboðsins í félagsmálaráði:

Sif Sigurðardóttir tekur sæti aðalmanns í stað Önnu Hildar Guðmundsdóttur sem verður varamaður í stað Sifjar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3308. fundur - 20.09.2011

Lögð fram tillaga L-listans um breytingu á skipan varaformanns í íþróttaráði:
Þorvaldur Sigurðsson tekur sæti varaformanns í stað Silju Daggar Baldursdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3309. fundur - 04.10.2011

Lögð fram tillaga L-listans um breytingu á skipan varafulltrúa framboðsins í stjórn Hafnasamlags Norðurlands og varafulltrúa í fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands, svohljóðandi:
Tryggvi Þór Gunnarsson tekur sæti varamanns í stjórn Hafnasamlags Norðurlands í stað Sigmars Arnarssonar.
Eiríkur Björn Björgvinsson tekur sæti varamanns í stað Höllu Bjarkar Reynisdóttur í fulltrúaráði Brunabótafélags Íslands.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3310. fundur - 18.10.2011

Lögð fram tillaga D-lista um breytingu á skipan fulltrúa í umhverfisnefnd:
Kristinn Frímann Árnason sem var varamaður tekur sæti aðalmanns í stað Kolbrúnar Sigurgeirsdóttur.
Kristín Halldórsdóttir tekur sæti varamanns í stað Kristins Frímanns Árnasonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3312. fundur - 22.11.2011

Lögð fram tillaga L-listans um tímabundna breytingu á skipan varafulltrúa í stjórn Akureyrarstofu og skipan aðalfulltrúa í skólanefnd.

Stjórn Akureyrarstofu:
Hildur Tryggvadóttir tekur tímabundið sæti varamanns frá 22. nóvember 2011 til og með 30. apríl 2012 í stað Helgu Mjallar Oddsdóttur.

Skólanefnd:
Anna Sjöfn Jónasdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Sigrúnar Bjarkar Sigurðardóttur.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3314. fundur - 20.12.2011

Lögð fram tillaga V-lista um breytingu á skipan fulltrúa framboðsins í skipulagsnefnd svohljóðandi:
Sóley Björk Stefánsdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Auðar Jónasdóttur.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3315. fundur - 17.01.2012

Lögð fram tillaga um tilnefningu áheyrnarfulltrúa þeirra framboða sem ekki eiga fulltrúa í fastanefndum Akureyrarbæjar.
Félagsmálaráð:


B-listi: Petrea Ósk Sigurðardóttir verður áheyrnarfulltrúi og Guðlaug Kristinsdóttir varaáheyrnarfulltrúi.


S-listi: Pétur Maack verður áheyrnarfulltrúi og Dagbjört Pálsdóttir varaáheyrnarfulltrúi.



Framkvæmdaráð / stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar:


A-listi: Anna Hildur Guðmundsdóttir verður áheyrnarfulltrúi og Bjarni Sigurðsson varaáheyrnarfulltrúi.


S-listi: Jón Ingi Cæsarsson verður áheyrnarfulltrúi og Guðný Hrund Karlsdóttir varaáheyrnarfulltrúi.



Íþróttaráð:


A-listi: Jóhann Gunnar Sigmarsson verður áheyrnarfulltrúi og Jón Einar Jóhannsson varaáheyrnarfulltrúi.


D-listi: Anna Jenný Jóhannsdóttir verður áheyrnarfulltrúi og Bergur Þorri Benjamínsson varaáheyrnarfulltrúi.



Samfélags- og mannréttindaráð:


D-listi: María Hólmfríður Marinósdóttir verður áheyrnarfulltrúi og Elías Gunnar Þorbjörnsson varaáheyrnarfulltrúi.


S-listi: Friðbjörg J. Sigurjónsdóttir verður áheyrnarfulltrúi og Sveinn Arnarsson varaáheyrnarfulltrúi.



Skipulagsnefnd:


B-listi: Tryggvi Már Ingvarsson verður áheyrnarfulltrúi og Jóhannes Gunnar Bjarnason varaáheyrnarfulltrúi.


D-listi: Svava Þ. Hjaltalín verður áheyrnarfulltrúi og Stefán Friðrik Stefánsson varaáheyrnarfulltrúi.


S-listi: Ragnar Sverrisson verður áheyrnarfulltrúi og Guðgeir Hallur Heimisson varaáheyrnarfulltrúi.



Skólanefnd:


B-listi: Gerður Jónsdóttir verður áheyrnarfulltrúi og Erlingur Kristjánsson varaáheyrnarfulltrúi.


D-listi: Hjörtur Narfason verður áheyrnarfulltrúi og Sigrún Óladóttir varaáheyrnarfulltrúi.



Stjórn Akureyrarstofu:


A-listi: Matthías Rögnvaldsson verður áheyrnarfulltrúi og Helgi Vilberg Hermannsson varaáheyrnarfulltrúi.


B-listi: Sigfús Arnar Karlsson verður áheyrnarfulltrúi og Regína Helgadóttir varaáheyrnarfulltrúi.


D-listi: Unnsteinn Jónsson verður áheyrnarfulltrúi og Sigurður Hermannsson varaáheyrnarfulltrúi.



Umhverfisnefnd:


A-listi: Sif Sigurðardóttir verður áheyrnarfulltrúi og Anna Hildur Guðmundsdóttir varaáheyrnarfulltrúi.



Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 10 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Bæjarstjórn - 3315. fundur - 17.01.2012

Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan varamanns í umhverfisnefnd:
Jón Ingi Cæsarsson tekur sæti varamanns í stað Árna Óðinssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3316. fundur - 07.02.2012

Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan formanns, verði skipaður formaður í stað Sigurveigar S. Bergsteinsdóttur.
Sigríður María Hammer tekur sæti aðalmanns í stað Sigurveigar S. Bergsteinsdóttur og verði Sigríður María jafnframt varaformaður í stað Prebens Jóns Péturssonar.

Einnig lögð fram tillaga um breytingu á skipan fulltrúa V-lista í stjórn Akureyrarstofu:
Hildur Friðriksdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.

Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3316. fundur - 07.02.2012

Lögð fram tillaga V-lista um skipan áheyrnarfulltrúa í þeim fastanefndum sem framboðið á ekki fulltrúa í.
Framkvæmdaráð:

Sóley Björk Stefánsdóttir verður áheyrnarfulltrúi og Andrea Sigrún Hjálmsdóttir verður varaáheyrnarfulltrúi

Íþróttaráð:

Dýrleif Skjóldal verður áheyrnarfulltrúi og Örvar Sigurgeirsson verður varaáheyrnarfulltrúi.

Samfélags- og mannréttindaráð:

Guðrún Þórsdóttir verður áheyrnarfulltrúi og Sigmundur Sigfússon verður varaáheyrnarfulltrúi.

Skólanefnd:

Ingibjörg Salóme Egilsdóttir verður áheyrnarfulltrúi og Valur Sæmundsson verður varaáheyrnarfulltrúi.

Umhverfisnefnd:

Ólafur Kjartansson verður áheyrnarfulltrúi og Kristín Sigfúsdóttir verður varaáheyrnarfulltrúi.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3317. fundur - 21.02.2012

Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan varamanns í íþróttaráði:
Páll Jóhannesson tekur sæti varamanns í stað Péturs Maack Þorsteinssonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3318. fundur - 20.03.2012

Lögð fram tillaga L-listans um tímabundna breytingu á skipan fulltrúa framboðsins í bæjarstjórn vegna töku fæðingarorlofs, svohljóðandi:
Geir Kristinn Aðalsteinsson bæjarfulltrúi L-lista mun nýta sér rétt til töku fæðingarorlofs á tímabilinu 9. mars til og með 9. maí 2012.
Á framangreindu tímabili mun Víðir Benediktsson taka sæti hans sem aðalmaður í bæjarstjórn.
Halla Björk Reynisdóttir mun á sama tímabili gegna stöðu forseta bæjarstjórnar í stað Geirs Kristins Aðalsteinssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3318. fundur - 20.03.2012

Lögð fram tillaga L-listans um breytingu á skipan varamanns í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar:
Tryggvi Þór Gunnarsson tekur sæti varamanns í stað Sigurveigar S. Bergsteinsdóttur.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3320. fundur - 08.05.2012

Í upphafi fundar bauð forseti Sigfús Arnar Karlsson varabæjarfulltrúa B-lista velkominn á hans fyrsta fund í bæjarstjórn.
Lögð fram tillaga B-lista um breytingu á skipan fulltrúa í samfélags- og mannréttindaráði og félagsmálaráði:

Samfélags- og mannréttindaráð:
Regína Helgadóttir tekur sæti aðalmanns í stað Guðlaugar Kristinsdóttur. Guðlaug tekur sæti varamanns í stað Regínu.

Félagsmálaráð:
Guðlaug Kristinsdóttir tekur sæti áheyrnarfulltrúa í stað Petreu Óskar Sigurðardóttur. Petrea Ósk tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Guðlaugar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3321. fundur - 31.05.2012

Sameiginlegur skilningur á hlutverki áheyrnarfulltrúa í nefndum skv. nýjum sveitarstjórnarlögum.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð telur rétt að nefndir fari eftir túlkun innanríkisráðuneytisins, sem kemur fram í tölvupósti frá lögmanni ráðuneytisins til bæjarlögmanns 1. mars 2012, á rétti áheyrnarfulltrúa til þátttöku á fundum.

Bæjarstjórn - 3323. fundur - 19.06.2012

Samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 er ekki gert ráð fyrir að bæjarstjórn kjósi skoðunarmenn reikninga.
Með vísan til þess er lögð fram tillaga um að leysa skoðunarmenn reikninga hjá Akureyrarbæ frá störfum.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að Gunnar Jónsson og Unnsteinn Jónsson og varamenn þeirra Hafdís Freyja Rögnvaldsdóttir og Hanna Dögg Maronsdóttir verði leyst frá störfum sem skoðunarmenn reikninga.

Bæjarráð - 3324. fundur - 28.06.2012

Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan aðalmanns, varaformanns og varamanns í skipulagsnefnd.
Árni Páll Jóhannsson tekur sæti aðalmanns og varaformanns í stað Haraldar Sveinbjörns Helgasonar. Brynjar Davíðsson tekur sæti varamanns í stað Árna Páls Jóhannssonar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2012.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Bæjarráð - 3327. fundur - 02.08.2012

Lögð fram tillaga V-lista um breytingar á skipan fulltrúa í félagsmálaráði, framkvæmdaráði og skipulagsnefnd:

Félagsmálaráð:
Valur Sæmundsson tekur sæti aðalmanns í stað Jóhanns Ásmundssonar.
Jóhann Ásmundsson tekur sæti varamanns í stað Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.

Framkvæmdaráð:
Kristín Þóra Kjartansdóttir tekur sæti aðaláheyrnarfulltrúa í stað Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.

Skipulagsnefnd:
Edward H. Huijbens tekur sæti aðalmanns í stað Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir tekur sæti varamanns í stað Edwards H. Huijbens.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2012.

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Bæjarráð - 3328. fundur - 16.08.2012

Lögð fram tillaga S-lista um breytingar á skipan aðal- og varaáheyrnarfulltrúa í bæjarráði:
Logi Már Einarsson verður áheyrnarfulltrúi í stað Hermanns Jóns Tómassonar og Ragnar Sverrisson verður varaáheyrnarfulltrúi í stað Loga Más Einarssonar.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2012.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Bæjarráð - 3328. fundur - 16.08.2012

Lagt fram eftirfarandi bréf dags. 16. ágúst 2012 frá Hermanni Jóni Tómassyni bæjarfulltrúa S-lista:

Í samræmi við 2. mgr. 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 óska ég eftir lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi þar sem ég mun ekki geta gegnt skyldum mínum sem slíkur næstu misseri. Jafnframt óska ég eftir að láta af störfum sem stjórnarmaður Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarkaupstaðar og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði.
Ég þakka bæjarstjórn og starfsmönnum bæjarins fyrir gott samstarf og óska þeim og íbúum bæjarins velfarnaðar.
Akureyri 16. ágúst 2012
Hermann Jón Tómasson

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2012.

Bæjarráð samþykkir lausnarbeiðnina og þakkar Hermanni Jóni Tómassyni fyrir gott samstarf á liðnum árum.

Bæjarstjórn - 3325. fundur - 04.09.2012

Lögð fram tillaga um skipan aðal- og varamanns í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar:
Ólafur Jónsson tekur sæti aðalmanns í stað Hermanns Jóns Tómassonar og Andrea Sigrún Hjálmsdóttir tekur sæti varamanns í stað Loga Más Einarssonar.

Einnig lögð fram eftirfarandi tillaga S-lista um skipan aðal- og varamanns á aðalfund Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum:
Logi Már Einarsson tekur sæti aðalmanns í stað Hermanns Jóns Tómassonar og Ragnar Sverrisson tekur sæti varamanns í stað Loga Más Einarssonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3327. fundur - 02.10.2012

Lögð fram tillaga V-lista um breytingar á skipan áheyrnarfulltrúa í eftirtöldum nefndum:

Íþróttaráð:
Örvar Sigurgeirsson tekur sæti áheyrnarfulltrúa í stað Dýrleifar Skjóldal og Dýrleif Skjóldal tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Örvars Sigurgeirssonar.

Skólanefnd:
Kristín Sigfúsdóttir, tekur sæti áheyrnarfulltrúa í stað Ingibjargar Salóme Egilsdóttur.

Einnig lögð fram tillaga frá S-lista um breytingar á skipan fulltrúa í eftirtöldum nefndum:

Félagsmálaráð:
Valdís Anna Jónsdóttir tekur sæti áheyrnarfulltrúa í stað Péturs Maack Þorsteinssonar.

Framkvæmdaráð:
Guðgeir Hallur Heimisson, tekur sæti áheyrnarfulltrúa í stað Jóns Inga Cæsarssonar.
Eiríkur Jónsson tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Guðnýjar Hrundar Karlsdóttur.

Samfélags- og mannréttindaráð:
Ólöf Vala Valgarðsdóttir tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Sveins Arnarssonar.

Skipulagsnefnd:
Pétur Maack Þorsteinsson, tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Guðgeirs Halls Heimissonar.

Skólanefnd:
Sædís Gunnarsdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Loga Más Einarssonar.
Valdís Anna Jónsdóttir tekur sæti varamanns í stað Sædísar Gunnarsdóttur.

Umhverfisnefnd:
Jón Ingi Cæsarsson tekur sæti aðalmanns í stað Valdísar Önnu Jónsdóttur.
Linda María Ásgeirsdóttir tekur sæti varamanns í stað Jóns Inga Cæsarssonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3328. fundur - 16.10.2012

Lögð fram tillaga um tímabundna breytingu á skipan fulltrúa A-lista í skipulagsnefnd svohljóðandi:
Jón Einar Jóhannsson tekur sæti aðalmanns í stað Sigurðar Guðmundssonar á tímabilinu 15. október til 10. nóvember 2012.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3329. fundur - 06.11.2012

Lögð fram tillaga L-lista um breytingar á skipan aðalmanns og formanns í íþróttaráði og aðalmanns í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

Íþróttaráð:
Tryggvi Þór Gunnarsson tekur sæti aðalmanns og formanns í stað Nóa Björnssonar.

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar:
Oddur Helgi Halldórsson tekur sæti aðalmanns í stjórn í stað Geirs Kristins Aðalsteinssonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3330. fundur - 20.11.2012

Lögð fram tillaga A-lista um breytingar á skipan áheyrnarfulltrúa og varaáheyrnarfulltrúa í íþróttaráði og varamanns í barnaverndarnefnd.

Íþróttaráð:
Jóhann Gunnar Sigmarsson tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í íþróttaráði í stað Jóns Einars Jóhannssonar og Jón Einar Jóhannsson tekur sæti áheyrnarfulltrúa í stað Jóhanns Gunnars Sigmarssonar.

Barnaverndarnefnd:
Anna Hildur Guðmundsdóttir tekur sæti varamanns í barnaverndarnefnd í stað Guðmundar Egils Erlendssonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3332. fundur - 18.12.2012

Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan aðalmanns í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar:
Sveinn Arnarsson tekur sæti aðalmanns í stjórn í stað Lindu Maríu Ásgeirsdóttur.

Lögð fram tillaga frá A-lista, B-lista, D-lista, S-lista og V-lista um breytingu á skipan aðalmanns og áheyrnarfulltrúa í bæjarráði svohljóðandi:
Sigurður Guðmundsson tekur sæti aðalmanns í stað Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson tekur sæti áheyrnarfulltrúa í stað Sigurðar Guðmundssonar.

 Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3335. fundur - 19.02.2013

Lögð fram tillaga frá B-lista um breytingar á skipan áheyrnarfulltrúa í skólanefnd og skipulagsnefnd:

Skólanefnd:
Áslaug Magnúsdóttir tekur sæti áheyrnarfulltrúa í stað Gerðar Jónsdóttur.

Skipulagsnefnd:
Viðar Valdimarsson tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Jóhannesar G. Bjarnasonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3338. fundur - 23.04.2013

Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan formanns Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra:
Margrét Auður Sigurbjörnsdóttir tekur sæti formanns í stað Þórdísar Rósu Sigurðardóttur.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3341. fundur - 25.06.2013

Lögð fram tillaga A-lista um breytingar á skipan fulltrúa í framkvæmdaráð:
Bjarni Sigurðsson tekur sæti áheyrnarfulltrúa í stað Önnu Hildar Guðmundsdóttur og Sigurður Guðmundsson tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Bjarna Sigurðssonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3376. fundur - 08.08.2013

Lögð fram tillaga D-lista um breytingar á skipan áheyrnarfulltrúa í íþróttaráði:
Ragnheiður Jakobsdóttir tekur sæti áheyrnarfulltrúa í stað Önnu Jennýjar Jóhannsdóttur og Anna Jenný Jóhannsdóttir tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Bergs Þorra Benjamínssonar.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 4. júní 2013.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Bæjarstjórn - 3342. fundur - 03.09.2013

Lögð fram eftirfarandi tilkynning:
Ólafur Jónsson bæjarfulltrúi D-lista, er í sjúkraleyfi frá 13. ágúst til 23. september 2013.
Njáll Trausti Friðbertsson tekur sæti aðalmanns í bæjarstjórn í stað Ólafs Jónssonar á sama tíma.

Bæjarstjórn - 3342. fundur - 03.09.2013

Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan aðal- og varafulltrúa í umhverfisnefnd svohljóðandi:

Ómar Ólafsson tekur sæti aðalmanns og varaformanns í stað Páls Steindórs Steindórssonar.
Hafdís Freyja Rögnvaldsdóttir tekur sæti varamanns í stað Ómars Ólafssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3343. fundur - 17.09.2013

Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan aðalfulltrúa og formanns í samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra:
Jósep Sigurjónsson tekur sæti aðalmanns í stað Bergs Þorra Benjamínssonar.
Helgi Snæbjarnarson verður formaður nefndarinnar í stað Bergs Þorra Benjamínssonar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3344. fundur - 15.10.2013

Vegna fjarveru forseta og 1. varaforseta þarf að kjósa varaforseta til starfa á fundi bæjarstjórnar 15. október 2013.

Fram kom tillaga með nafni Höllu Bjarkar Reynisdóttur L-lista og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3344. fundur - 15.10.2013

Bæjarfulltrúi Sigurður Guðmundsson A-lista óskar eftir tímabundnu leyfi sem bæjarfulltrúi frá 18. október til 6. nóvember 2013.
Bæjarstjórn samþykkir beiðni Sigurðar Guðmundssonar með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3346. fundur - 19.11.2013

Lögð fram tillaga D-lista um breytingu á skipan aðal- og varaáheyrnarfulltrúa í skipulagsnefnd:

Stefán Friðrik Stefánsson tekur sæti aðaláheyrnarfulltrúa í stað Svövu Þórhildar Hjaltalín.
Svava Þórhildur Hjaltalín tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Stefáns Friðriks Stefánsson.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3349. fundur - 21.01.2014

Samkvæmt samkomulagi A-lista, B-lista, D-lista, S-lista og V-lista er lögð fram tillaga um breytingu á skipan aðalmanns og áheyrnarfulltrúa í bæjarráði svohljóðandi:
Logi Már Einarsson tekur sæti aðalmanns í stað Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir tekur sæti áheyrnarfulltrúa í stað Loga Más Einarssonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3350. fundur - 04.02.2014

Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan formanns, varaformanns, aðalmanns og varamanns í félagsmálaráði svohljóðandi:
Dagur Fannar Dagsson tekur sæti formanns í stað Indu Bjarkar Gunnarsdóttur. Tryggvi Þór Gunnarsson tekur sæti aðalmanns í stað Indu Bjarkar Gunnarsdóttur og varaformanns í stað Dags Fannars Dagssonar. Silja Dögg Baldursdóttir tekur sæti varamanns í stað Tryggva Þórs Gunnarssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu L-lista með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3351. fundur - 18.02.2014

Lögð fram tillaga V-lista um breytingu á skipan aðaláheyrnarfulltrúa og varaáheyrnarfulltrúa í íþróttaráði:
Dýrleif Skjóldal tekur sæti aðaláheyrnarfulltrúa í stað Örvars Sigurgeirssonar.
Örvar Sigurgeirsson tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Dýrleifar Skjóldal.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3352. fundur - 18.03.2014

Lögð fram tillaga frá S-lista um breytingu á skipan aðalmanns í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar svohljóðandi:
Jóhann Jónsson tekur sæti aðalmanns í stað Sveins Arnarssonar.

Einnig lögð fram tillaga frá D-lista um breytingu á skipan aðalmanns í kjörstjórn svohljóðandi:
Júlí Ósk Antonsdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Baldvins Valdemarssonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar með 11 samhljóða atkvæðum.