Forseti las upp eftirfarandi bréf frá Sigrúnu Stefánsdóttur varabæjarfulltrúa S-lista:
Til bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar
Ég undirrituð, Sigrún Stefánsdóttir Steinahlíð 5i, Akureyri, sem var kjörin varabæjarfulltrúi fyrir S-lista Samfylkingar í bæjarstjórnarkosningunum sem fram fóru í maí 2010, óska þess að bæjarstjórn leysi mig frá störfum til loka kjörtímabilsins, með vísan til 1. mgr. 34. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Akureyri, 21. desember 2010
Sigrún Stefánsdóttir (sign)
Lögð fram tillaga Samfylkingarinnar um breytingar á fulltrúum flokksins í eftirtöldum nefndum og ráðum:
Helena Karlsdóttir tekur sæti aðalmanns í stjórn Akureyrarstofu í stað Sigrúnar Stefánsdóttur.
Árni Óðinsson tekur sæti aðalmanns í íþróttaráði í stað Helenu Karlsdóttur.
Logi Már Einarsson tekur sæti varamanns í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar, á aðalfundi Eyþings og sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði í stað Sigrúnar Stefánsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðnina með 11 samhljóða atkvæðum. Bæjarstjórn færir Sigrúnu Björk bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Akureyrarbæjar. Ólafur Jónsson er boðinn velkominn til starfa sem aðalfulltrúi í bæjarstjórn.