Málsnúmer SN100014Vakta málsnúmer
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. mars 2012:
Tillaga að deiliskipulagi Miðbæjar suðurhluta - Drottningarbrautarreits, auk breytingaruppdráttar af deiliskipulagi Miðbæjar var auglýst frá 28. desember 2011 til 7. febrúar 2012.
Einnig fylgja eftirfarandi gögn:
a) Skipulagslýsing dags. 23. júní 2011.
b) Hljóðskýrsla, Hávaði frá umferð um Drottningarbraut - Mannvit, 16. desember 2011.
c) Drottningarbrautarreitur Akureyri, Húsakönnun - 2012.
9 skriflegar athugasemdir bárust við tillöguna á athugasemdatíma auk undirskriftalista sem flokkast þannig:
1150 frá Akureyri,
358 utan Akureyrar,
61 ógild undirskrift eða röng kennitala,
72 tvískráningar.
Árni Ólafsson arkitekt kom á fundinn og fór yfir framlagða húsakönnun.
Í athugasemd Norðurorku kemur fram að ósamræmi er í greinargerð sem nú hefur verið lagfært. Vegna þessa hefur ný dagsetning, 14. mars 2012, verið færð á deiliskipulagsuppdrátt og í greinargerð.
Að öðru leyti hefur tillagan ekki tekið breytingum eftir auglýsingartíma.
Skipulagsnefnd þakkar Árna Ólafssyni fyrir kynninguna á húsakönnuninni.
Svör við athugasemdum koma fram í skjali merktu "Drottningarbraut - ath. og svör 14.3.2012".
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt ásamt breytingaruppdrætti fyrir deiliskipulag Miðbæjar verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku þeirra.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar bókað:
Þó ánægjulegt sé að reiturinn sé nú skipulagður án bensínstöðvar og lúgusjoppu er ýmislegt sem betur má fara. Ég tek undir athugasemdir Húsafriðunarnefndar og fjölmargra íbúa varðandi áætlaða hótelbyggingu í suðurenda reitsins sem brýtur gegn byggðarmynstri og sjónarrönd miðbæjarins sem byggir á hækkandi hæðarlínu í átt til miðbæjar auk þess að vera í ósamræmi við núverandi byggð hvað varðar stærðarhlutföll. Varðandi íbúabyggð á austanverðum reitnum tel ég mikilvægt að byggt verði í gömlum stíl af virðingu við þau fallegu gömlu hús sem nú marka ásýnd suðurhluta miðbæjarsvæðisins og eru góð dæmi um sérkenni í húsagerðarlist Akureyringa frá síðustu aldamótum. Ég legg til að sérstök ákvæði verði sett í greinargerð deiliskipulagsins um að ytra byrði nýju húsanna svo sem, klæðning, gluggagerð, geretti og annað skraut eigi sér fyrirmynd í þeim húsum á svæðinu sem njóta hverfisverndar. Ég sit því hjá við afgreiðslu málsins.