Málsnúmer 2011110159Vakta málsnúmer
5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. febrúar 2012:
Lögð fram tillaga dags. 15. febrúar 2012 að breytingu á deiliskipulagi lóðanna. Tillagan er frá Önnu Margréti Hauksdóttur AVH ehf f.h. Byggingarfélagisns Hyrnu ehf, kt. 710594-2019, sbr. bókun nefndarinnar 30. nóvember 2011.
Breytingarnar eru eftirtaldar:
a) Hólmatún 1 og 3-5 fá húsnúmerin 1-3 og 5-9 eftir breytinguna af því að húsum fjölgar.
b) Húsgerðir á reitum C1 og C2 breytast. Í stað tveggja hæða verslunar- og þjónustuhúss auk kjallara á reit C1 koma tvö tveggja hæða fjölbýlishús með alls 8 íbúðum.
Í stað fjögurra hæða fjölbýlishúss með 25-30 íbúðum og bílgeymslukjallara á reit C2 koma þrjú tveggja hæða fjölbýlishús, alls 12 íbúðir. Engir kjallarar né bílgeymslur verða í húsunum.
c) Byggingarreitir stækka og lóðarstærðir breytast.
d) Efsti hæðarpunktur bygginga verður ekki hærri en á upprunalegu deiliskipulagi.
e) Heimilt byggingarmagn minnkar. Nh á lóð C1 var 0,74 en verður 0,39. Nh á lóð C2 var 1,18 en verður 0,35.
f) Bílastæðum fækkar úr 79 í 41 stæði.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðni Sigurveigar með 11 samhljóða atkvæðum.