Bæjarstjórn

3317. fundur 21. febrúar 2012 kl. 16:00 - 17:20 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Hlín Bolladóttir
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Víðir Benediktsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Hermann Jón Tómasson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigurður Guðmundsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Sigurveig Sumarrós Bergsteinsdóttir - lausnarbeiðni

Málsnúmer 2012020048Vakta málsnúmer

Bréf dags. í janúar, móttekið 6. febrúar 2012 frá Sigurveigu Sumarrós Bergsteinsdóttur svohljóðandi:
Þar sem ég Sigurveig S. Bergsteinsdóttir hef sagt mig frá öllum stuðningi við L-listann, lista fólksins á Akureyri, segi ég hér með af mér stöðu varabæjarfulltrúa L-listans á Akureyri.
Akureyri janúar 2012
Sigurveig Sumarrós Bergsteinsdóttir

Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðni Sigurveigar með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan varamanns í íþróttaráði:
Páll Jóhannesson tekur sæti varamanns í stað Péturs Maack Þorsteinssonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018, Oddeyrarbryggja - breyting á afmörkun hafnarsvæðis við Strandgötu

Málsnúmer 2012010393Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. febrúar 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi dags. 15. febrúar 2012, unna af Árna Ólafssyni arkitekt f.h. Teiknistofu arkitekta ehf.
Lögð er til lítilsháttar stækkun hafnarsvæðis til vesturs með Strandgötu vegna aðstöðu langferðabifreiða í tengslum við móttöku skemmtiferðaskipa.
Breyting þessi felur ekki í sér stefnu um leyfisveitingar til framkvæmda, sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er hún því ekki háð lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Breytingin er óveruleg og hefur hvorki áhrif á ósnortna náttúru, jarðmyndanir og vistkerfi, sem njóta sérstakrar verndar, verndarsvæði né skráðar fornminjar. Breytingin hefur ekki í för með sér neikvæð áhrif á nágranna eða landnotkun og nýtingu aðliggjandi svæða.
Skipulagsnefnd leggur því til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Sigurður Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu liðarins.

Sigurður Guðmundsson A-lista vék af fundi bæjarstjórnar við umræðu og afgreiðslu þessa liðar vegna vanhæfis.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

4.Deiliskipulag hafnarsvæða sunnan Glerár, suðurhluti, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2012010232Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. febrúar 2012:
Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar dags. 9. nóvember 2011, lagði skipulagsstjóri fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis Oddeyrar vegna stækkunar á lóð Bústólpa ehf og breytinga á umráðasvæði Hafnasamlags Norðurlands vegna aðstöðu langferðabifreiða í tengslum við móttöku skemmtiferðaskipa. Tillagan er unnin af Form ehf. Samhliða þessu er gerð aðalskipulagsbreyting þar sem hafnarsvæði er stækkað lítillega til vesturs.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sigurður Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu liðarins.

Sigurður Guðmundsson A-lista vék af fundi bæjarstjórnar við umræðu og afgreiðslu þessa liðar vegna vanhæfis.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

5.Naustahverfi 1. áfangi - Hólmatún 1-3 og 5-9, breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011110159Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. febrúar 2012:
Lögð fram tillaga dags. 15. febrúar 2012 að breytingu á deiliskipulagi lóðanna. Tillagan er frá Önnu Margréti Hauksdóttur AVH ehf f.h. Byggingarfélagisns Hyrnu ehf, kt. 710594-2019, sbr. bókun nefndarinnar 30. nóvember 2011.
Breytingarnar eru eftirtaldar:
a) Hólmatún 1 og 3-5 fá húsnúmerin 1-3 og 5-9 eftir breytinguna af því að húsum fjölgar.
b) Húsgerðir á reitum C1 og C2 breytast. Í stað tveggja hæða verslunar- og þjónustuhúss auk kjallara á reit C1 koma tvö tveggja hæða fjölbýlishús með alls 8 íbúðum.
Í stað fjögurra hæða fjölbýlishúss með 25-30 íbúðum og bílgeymslukjallara á reit C2 koma þrjú tveggja hæða fjölbýlishús, alls 12 íbúðir. Engir kjallarar né bílgeymslur verða í húsunum.
c) Byggingarreitir stækka og lóðarstærðir breytast.
d) Efsti hæðarpunktur bygginga verður ekki hærri en á upprunalegu deiliskipulagi.
e) Heimilt byggingarmagn minnkar. Nh á lóð C1 var 0,74 en verður 0,39. Nh á lóð C2 var 1,18 en verður 0,35.
f) Bílastæðum fækkar úr 79 í 41 stæði.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista lagði fram tillögu svohljóðandi:

Ég legg til að þessari tillögu að deiliskipulagsbreytingu sem hér er lögð fram verði frestað og málið verði kynnt hverfisnefnd Naustahverfis og fyrir íbúum hverfisins á opnum kynningarfundi.

 

Tillaga Njáls Trausta var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista, Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista, Hermanns Jóns Tómassonar S-lista og  Njáls Trausta Friðbertssonar D-lista.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 7 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

6.Reglur um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa

Málsnúmer 2010030022Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 8. febrúar 2012:
Hulda Steingrímsdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá Atvinnu með stuðningi kynnti breytingar á reglum um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa.
Félagsmálaráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur  með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - þriggja ára áætlun 2013-2015 - seinni umræða

Málsnúmer 2012010262Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 16. febrúar 2012:
Bæjarráð vísar þriggja ára áætlun 2013-2015 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir þriggja ára áætlun 2013-2015 með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Umgengni og umhirða í Akureyrarkaupstað

Málsnúmer 2012020142Vakta málsnúmer

Rætt um umgengni og umhirðu í Akureyrarkaupstað.

Sigurður Guðmundsson A-lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:

 

Bæjarstjórn samþykkir að fela framkvæmdaráði að vinna áfram að hugmyndum um átak í bættri umgengni og umhirðu í sveitarfélaginu.

Leita skal samráðs við skipulagsdeild, hverfisnefndir auk samtaka atvinnurekenda á Akureyri, í þeirri viðleitni að virkja samfélagið í heild sinni til betri vitundar um umgengni og umhirðu.

 

Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 9. og 16. febrúar 2012
Skipulagsnefnd 15. febrúar 2012
Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 8. og 15. febrúar 2012
Framkvæmdaráð 3. febrúar 2012
Stjórn Akureyrarstofu 9. febrúar 2012
Skólanefnd 3. febrúar 2012
Íþróttaráð 9. febrúar

Fundi slitið - kl. 17:20.