Málsnúmer 2010030017Vakta málsnúmer
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. september 2013:
Skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags var auglýst í Dagskránni 3. júlí 2013 og var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar. Tillaga var unnin af Hermanni Gunnlaugssyni hjá Storð ehf.
Umsagnir og athugasemdir bárust:
1) Landsnet dags. 3. júlí 2013.
Bent er á að ekki er minnst á nein viðmið varðandi rafmagnsöryggismál og mælir fyrirtækið með því að slík viðmið verði skilgreind.
2) Víðir Gíslason dags. 7. júní 2013.
Telur brýnt að skipuleggja lagnaleið fyrir flutning raforku með jarðstengjum.
Telur að greina eigi frá 11kV háspennulínum í greinargerð.
Einnig þarf að meta í heild áhrif háspennulína á starfsemi á svæðinu.
3) Mannvirkjastofnun dags. 15. júlí 2013.
Leggur áherslu á að brunavarnir séu hafðar í huga og mælir með því að gerð verði brunahönnun af skipulagssvæðinu.
4) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra dags. 11. ágúst 2013.
Ekki er gerð athugasemd en vakin athygli á mikilvægi þess að gerð sé grein fyrir fráveitum og hreinsivirkjum fyrir skólp á svæðinu.
5) Umhverfisstofnun dags. 9. ágúst 2013.
a. Umhverfisstofnun bendir á að mikilvægt sé að upplýsingar um fráveitu frá starfsemi á svæðinu komi skýrt fram á deiliskipulagi.
b. Einnig er bent á að mikilvægt sé að hlífa sérkennilegum hömrum á svæðinu.
6) Hamrar útilífs- og umhverfismiðstöð skáta dags. 16. júlí 2013.
a. Stjórn Hamra telur að gera þurfi grein fyrir 11kV háspennulínum og jarðstreng sem liggur um svæðið á uppdrætti.
b. Gera þarf grein fyrir framtíðarlegu vegar inn á svæðið og telur veg henta vel eins og hann er sýndur á deiliskipulagstillögu frá 2010.
c. Stjórnin leggur til að tillögu um útileguskála skátafélagsins verði haldið inni.
Svar við umsögnum og athugasemdum:
1) Á skipulagsuppdrætti er gerð grein fyrir legu raflagna gegnum skipulagssvæðið og helgunarsvæði þeirra og í greinargerð með skipulaginu er gerð nánari grein fyrir lögnunum og takmörkun nýtingar innan helgunarsvæðis þeirra.
2) Á skipulagsuppdrætti er gerð grein fyrir legu 11kV háspennulína og takmörkunum á nýtingu svæðisins vegna þeirra.
Varðandi flutningsleiðir raforku og gerð þeirra lagna þá verður það gert þegar þar að kemur með breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar.
3) Slökkviliði Akureyrar verður send beiðni um umsögn þess um deiliskipulagstillöguna.
4) Gerð er grein fyrir staðsetningu rotþróa á deiliskipulagssvæðinu í deiliskipulagstillögunni og fyrir framtíðaráformum um fráveitu í greinargerð.
5) a. Sjá svar við lið 4.
b. Ekki er gert ráð fyrir að hömrum á svæðinu verði raskað.
6) a. Sjá svar við lið 1.
b. Á deiliskipulagsuppdrætti er sýnd framtíðarlega vegar inn á svæðið.
c. Umræddur útileguskáli er utan þessa skipulagssvæðis.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.