Málsnúmer SN090090Vakta málsnúmer
8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 22. ágúst 2012:
Tillaga að heildarendurskoðun deiliskipulagsins Höepfnersbryggja - Siglingaklúbburinn Nökkvi var auglýst þann 27. júní og var athugasemdafrestur til 9. ágúst 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.
Tvær athugasemdir bárust.
1) Framkvæmdadeild Akureyrar, dags. 8. ágúst 2012.
Óskað er eftir að tekið verði tillit til eftirtalinna fráveitulagna:
a) úr tjörninni og út í Pollinn.
b) lögn frá læknum úr Lækjargili sem veitt er út í Pollinn sunnan Nökkva.
c) ofanfrávatnslögn frá Leirunesti í Pollinn.
2) Kristján Eldjárn og Helga Nóadóttir, Örkinni hans Nóa, dags. 25. júlí 2012.
a) Gerð er athugsemd við staðsetningu bílastæða. Þau telja æskilegra að gera minni landfyllingu í norður en meiri í suður og snúa stæðunum í austur/vestur.
Í innsendu bréfi frá Vegagerðinni, dags. 11. júlí 2012 kemur fram að ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.
Fullt samráð skal haft við framkvæmdadeild um hugsanlegar breytingar á fráveitulögnun í tengslum við framkvæmdir innan deiliskipulagsins.
Uppfylling þyrfti að vera mun meiri ef stæðum er snúið í austur/vestur sem kallar á umframkostnað. Einnig verður leitast við að hæðarsetja bílastæði eins neðarlega og mögulegt er þannig að sýnileiki minnki frá Aðalstræti.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar með 11 samhljóða atkvæðum.