Málsnúmer 2011100088Vakta málsnúmer
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. janúar 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi Óseyrar sunnan Krossanesbrautar. Um er að ræða deiliskipulag af þegar byggðu hverfi.
Tillagan var auglýst þann 9. nóvember og var athugasemdafrestur til 22. desember 2011. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss.
Ein athugasemd barst frá Gísla Magnússyni dags. 10. nóvember 2011 þar sem hann óskar eftir að gróðri verði plantað í jaðar deiliskipulagssvæðisins.
Aðrar athugasemdir fjölluðu um óskyld mál sem snerta ekki auglýsta tillögu og gefa því ekki tilefni til svars.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á að setja sérstaka kvöð um gróður á svæðinu heldur verður lóðarhöfum í sjálfsvald sett gróðursetning á lóðunum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.