Bæjarstjórn

3315. fundur 17. janúar 2012 kl. 16:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Hlín Bolladóttir
  • Ólafur Jónsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Hermann Jón Tómasson
  • Sigurður Guðmundsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði forseti bæjarstjórnar bæjarfulltrúum, starfsmönnum Akureyrarbæjar og bæjarbúum öllum gleðilegs árs og farsældar.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan varamanns í umhverfisnefnd:
Jón Ingi Cæsarsson tekur sæti varamanns í stað Árna Óðinssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum - áheyrnarfulltrúar skv. nýjum sveitarstjórnarlögum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um tilnefningu áheyrnarfulltrúa þeirra framboða sem ekki eiga fulltrúa í fastanefndum Akureyrarbæjar.
Félagsmálaráð:


B-listi: Petrea Ósk Sigurðardóttir verður áheyrnarfulltrúi og Guðlaug Kristinsdóttir varaáheyrnarfulltrúi.


S-listi: Pétur Maack verður áheyrnarfulltrúi og Dagbjört Pálsdóttir varaáheyrnarfulltrúi.



Framkvæmdaráð / stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar:


A-listi: Anna Hildur Guðmundsdóttir verður áheyrnarfulltrúi og Bjarni Sigurðsson varaáheyrnarfulltrúi.


S-listi: Jón Ingi Cæsarsson verður áheyrnarfulltrúi og Guðný Hrund Karlsdóttir varaáheyrnarfulltrúi.



Íþróttaráð:


A-listi: Jóhann Gunnar Sigmarsson verður áheyrnarfulltrúi og Jón Einar Jóhannsson varaáheyrnarfulltrúi.


D-listi: Anna Jenný Jóhannsdóttir verður áheyrnarfulltrúi og Bergur Þorri Benjamínsson varaáheyrnarfulltrúi.



Samfélags- og mannréttindaráð:


D-listi: María Hólmfríður Marinósdóttir verður áheyrnarfulltrúi og Elías Gunnar Þorbjörnsson varaáheyrnarfulltrúi.


S-listi: Friðbjörg J. Sigurjónsdóttir verður áheyrnarfulltrúi og Sveinn Arnarsson varaáheyrnarfulltrúi.



Skipulagsnefnd:


B-listi: Tryggvi Már Ingvarsson verður áheyrnarfulltrúi og Jóhannes Gunnar Bjarnason varaáheyrnarfulltrúi.


D-listi: Svava Þ. Hjaltalín verður áheyrnarfulltrúi og Stefán Friðrik Stefánsson varaáheyrnarfulltrúi.


S-listi: Ragnar Sverrisson verður áheyrnarfulltrúi og Guðgeir Hallur Heimisson varaáheyrnarfulltrúi.



Skólanefnd:


B-listi: Gerður Jónsdóttir verður áheyrnarfulltrúi og Erlingur Kristjánsson varaáheyrnarfulltrúi.


D-listi: Hjörtur Narfason verður áheyrnarfulltrúi og Sigrún Óladóttir varaáheyrnarfulltrúi.



Stjórn Akureyrarstofu:


A-listi: Matthías Rögnvaldsson verður áheyrnarfulltrúi og Helgi Vilberg Hermannsson varaáheyrnarfulltrúi.


B-listi: Sigfús Arnar Karlsson verður áheyrnarfulltrúi og Regína Helgadóttir varaáheyrnarfulltrúi.


D-listi: Unnsteinn Jónsson verður áheyrnarfulltrúi og Sigurður Hermannsson varaáheyrnarfulltrúi.



Umhverfisnefnd:


A-listi: Sif Sigurðardóttir verður áheyrnarfulltrúi og Anna Hildur Guðmundsdóttir varaáheyrnarfulltrúi.



Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 10 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

3.Óseyri sunnan Krossanesbrautar - deiliskipulag

Málsnúmer 2011100088Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. janúar 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi Óseyrar sunnan Krossanesbrautar. Um er að ræða deiliskipulag af þegar byggðu hverfi.
Tillagan var auglýst þann 9. nóvember og var athugasemdafrestur til 22. desember 2011. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss.
Ein athugasemd barst frá Gísla Magnússyni dags. 10. nóvember 2011 þar sem hann óskar eftir að gróðri verði plantað í jaðar deiliskipulagssvæðisins.
Aðrar athugasemdir fjölluðu um óskyld mál sem snerta ekki auglýsta tillögu og gefa því ekki tilefni til svars.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á að setja sérstaka kvöð um gróður á svæðinu heldur verður lóðarhöfum í sjálfsvald sett gróðursetning á lóðunum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Snjóflóðahættumat

Málsnúmer 2011120150Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. janúar 2012:
Veðurstofa Íslands hefur unnið drög að snjóflóðahættumati fyrir Hlíðarfjall. Skýrslan er unnin í samræmi við reglugerð nr. 636/2009 um hættumat vegna snjóflóða á skíðasvæðum.
Snjóflóðahættumatið er hér með lagt fram til kynningar sbr. 4. gr. sömu reglugerðar.
Drögin voru auglýst þann 2. nóvember og var frestur til að senda inn ábendingar til 1. desember 2011.
Tvær ábendingar bárust frá Skíðafélagi Akureyrar í meðfylgjandi bréfi merktu "Snjóflóðahættumat - ábendingar dags. 27.12.2011".
Ábendingar verða sendar Veðurstofu Íslands sem mun taka afstöðu til þeirra við lokaútgáfu snjóflóðahættumatsins og hættumatskorts til undirritunar umhverfisráðherra.
Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við drög að snjóflóðahættumati fyrir Hlíðarfjall og vísar þeim að öðru leyti til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagt snjóflóðahættumat með 11 samhljóða atkvæðum.

Vakin er athygli á ábendingum frá Skíðafélagi Akureyrar sem sendar verða Veðurstofu Íslands.

5.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2012 - reglur um afslátt af fasteignaskatti

Málsnúmer 2011110100Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 12. janúar 2012:
Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2012.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2012 með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Sérstakar húsaleigubætur - breyting á reglum

Málsnúmer 2012010101Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 12. janúar 2012:
Lögð fram tillaga um breytingu á reglum um sérstakar húsaleigubætur á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um breytingu á reglum um sérstakar húsaleigubætur á Akureyri með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 5. og 12. janúar 2012
Skipulagsnefnd 16. desember 2011 og 11. janúar 2012
Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 21. og 29. desember 2011 og 11. janúar 2012
Stjórn Akureyrarstofu 14. desember 2011 og 12. janúar 2012
Skólanefnd 19. desembe

Fundi slitið.