Málsnúmer 2010030004Vakta málsnúmer
8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. janúar 2014:
Skipulagstillagan var auglýst á ný frá 11. desember 2013 til 22. janúar 2014. Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 28. mars 2012 að yfirfara innsendar umsagnir og athugasemdir sem bárust vegna fyrri auglýsingar á tillögunni, ásamt því að gera tillögur um breytingar í samræmi við þau atriði sem fram koma í bréfunum. Snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæðið hefur nú verið staðfest.
Beiðnir um umsagnir voru sendar 16 aðilum.
Umsagnir bárust frá átta aðilum: Norðurorku, Skipulagsstofnun, Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar, Skíðafélagi Akureyrar, samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra, Hörgársveit, íþróttaráði Akureyrar og Veðurstofu Íslands.
Ein athugasemd barst frá Jóhannesi Árnasyni.
Svör við athugasemdum eru í skjali merktu "Hlíðarfjall, athugasemdir og svör dags. 29.1.2014". Tekið er tillit til umsagnar nr. 8.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti í forföllum Sigurðar Guðmundssonar.
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá málið Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum, sem verði 1. liður á dagskrá