Málsnúmer 2010030124Vakta málsnúmer
Oddur Helgi Halldórsson las upp bréf frá formanni kjörstjórnar á Akureyri svohljóðandi:
Akureyri, 14. júní 2010
Bæjarstjórn Akureyarkaupstaðar
Geislagötu 9
600 Akureyri
Efni:
Greinargerð kjörstjórnar vegna bæjarstjórnarkosninga 2010.
Samkvæmt 2. mgr. 95. gr. laga nr. 5/1998 er nýkjörinni bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hér með send greinargerð kjörstjórnarinnar á Akureyri vegna nýafstaðinna bæjarstjórnarkosninga.
Kjörstjórn kom fyrst saman miðvikudaginn 7. apríl 2010 hjá Sýslumanninum á Akureyri til innsiglunar kjörkassa vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Með innsiglun kjörkassa vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu hófst formlegur undirbúningur bæjarstjórnarkosningana, en alls hélt kjörstjórn 13 fundi auk kjörfundar á kjördag. Með bréfi þessu til nýkjörinnar bæjarstjórnar telst störfum kjörstjórnar lokið.
Úrslit kosninganna urðu þau að:
A-listi Bæjarlistans hlaut 799 atkvæði og einn mann kjörinn.
B-listi Framsóknarflokksins hlaut 1177 atkvæði og einn mann kjörinn.
D-listi Sjálfstæðisflokksins hlaut 1220 atkvæði og einn mann kjörinn.
L-listi L-listans, lista fólksins hlaut 4142 atkvæði og sex menn kjörna.
S-listi Samfylkingarinnar hlaut 901 atkvæði og einn mann kjörinn.
V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hlaut 960 atkvæði og einn mann kjörinn.
Alls kusu á kjörstað 8518 kjósendur og utan kjörfundar kusu 1019 kjósendur, eða alls 9537 sem gerir 74,65% kjörsókn, en á kjörskrá voru á kjördag 12775 kjósendur í Akureyrarkaupstað. Auðir atkvæðisseðlar voru 310 og ógildir voru 28. Kjörbréf til handa nýrri bæjarstjórn voru gefin út af kjörstjórn þann 1. júní 2010.
Kjörfundur í Akureyarkaupstað gekk vel, en kosið var á þremur stöðum í sveitarfélaginu, á Akureyri og í Hrísey og í Grímsey. Kjörfundur hófst klukkan 9:00 og lauk honum klukkan 22:00, en talningu atkvæða var lokið klukkan 01:15.
Samhliða bæjarstjórnarkosningu í Grímsey, var kosið um hunda- og kattahald í eyjunni og varð niðurstaðan þeirra kosninga sú að hundahaldi voru 20 kjósendur samþykkir en andvígir voru 33. Kattahaldi voru 3 kjósendur samþykkir en andvígir 47. Einn atkvæðisseðill var úrskurðaður ógildur og einn var auður.
Kjörstjórn þakkar starfsmönnum Akureyarbæjar, undirkjörstjórnum, talningarfólki sem og öðrum þeim sem að kosningunum komu vel unnin störf í þágu bæjarfélagsins og óskar nýkjörinni bæjarstjórn velfarnaðar í störfum sínum í þágu bæjarbúa.
F.h. Kjörstjórnarinnar á Akureyri,
Helgi Teitur Helgason
Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðnina með 11 samhljóða atkvæðum. Bæjarstjórn færir Sigrúnu Björk bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Akureyrarbæjar. Ólafur Jónsson er boðinn velkominn til starfa sem aðalfulltrúi í bæjarstjórn.