Bæjarstjórn

3338. fundur 23. apríl 2013 kl. 16:00 - 16:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Hlín Bolladóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Logi Már Einarsson
  • Ólafur Jónsson
  • Sigurður Guðmundsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan formanns Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra:
Margrét Auður Sigurbjörnsdóttir tekur sæti formanns í stað Þórdísar Rósu Sigurðardóttur.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Reglur um úthlutun leiguíbúða Akureyrarbæjar 2013

Málsnúmer 2013040041Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 10. apríl 2013:
Lögð fram drög að breytingum á reglum um úthlutun leiguíbúða þar sem lagt er til að reglur og verklagsreglur verið sameinaðar. Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið.
Félagsmálaráð samþykkir framkomnar breytingar á reglum um úthlutun leiguíbúða.

Sigurður Guðmundsson A-lista lagði fram tillögu að viðbót við 10. gr.  reglanna, sem verði undirliður g, svohljóðandi: 

Umsækjandi hafi átt lögheimili á Akureyri í það minnsta 18 mánuði.

 

Tillaga Sigurðar Guðmundssonar var borin upp og felld með 10 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar.

 

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um úthlutun leiguíbúða Akureyrarbæjar með 11  samhljóða atkvæðum.

3.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2012 - síðari umræða

Málsnúmer 2012110180Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 18. apríl 2013:
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 11. apríl sl. en bæjarstjórn vísaði ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn á fundi sínum þann 9. apríl sl.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2012 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2012 var borinn upp í heild sinni og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

Ársreikningurinn var síðan undirritaður.

4.Miðbæjarskipulag

Málsnúmer 2013030113Vakta málsnúmer

Bæjarfulltrúi Ólafur Jónsson D-lista óskar eftir umræðu um miðbæjarskipulag Akureyrarbæjar.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi  sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Logi Már Einarsson S-lista vék af fundi undir þessum lið.

 

Ólafur Jónsson D-lista óskaði eftir að umfjöllun málsins yrði frestað og tekið aftur fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar þegar fulltrúar allra framboða í bæjarstjórn yrðu mættir og var það samþykkt.

5.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 10. og 17. apríl 2013
Bæjarráð 11., 16. og 18. apríl 2013
Félagsmálaráð 10. apríl 2013
Framkvæmdaráð 12. apríl 2013
Íþróttaráð 11. apríl 2013
Samfélags- og mannréttindaráð 17. apríl 2013
Skipulagsnefnd 10.

Fundi slitið - kl. 16:50.