Bæjarstjórn

3341. fundur 25. júní 2013 kl. 16:00 - 16:47 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Hlín Bolladóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Jón Erlendsson
  • Logi Már Einarsson
  • Ólafur Jónsson
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Petrea Ósk Sigurðardóttir B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.
Jón Erlendsson V-lista mætti í forföllum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur.

Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu þess efnis að taka af dagskrá þann hluta 1. liðar sem snýr að breytingu á skipan fulltrúa í félagsmál

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga A-lista um breytingar á skipan fulltrúa í framkvæmdaráð:
Bjarni Sigurðsson tekur sæti áheyrnarfulltrúa í stað Önnu Hildar Guðmundsdóttur og Sigurður Guðmundsson tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Bjarna Sigurðssonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Aðalskipulagsbreyting vegna akstursíþrótta- og skotsvæðis

Málsnúmer 2013040061Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. júní 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 dags. 12. júní 2013, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf, vegna stækkunar akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal og annarra breytinga á svæði 1.61.3-O.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lagðar fram upplýsingar frá skipulagsstjóra:

Bréf Skipulagsstofnunar dags. 12. júní 2013 vegna yfirferðar á skipulagslýsingu barst eftir afgreiðslu skipulagsnefndar. Tekið verður tillit til þeirra athugasemda sem þar koma fram áður en aðalskipulagstillagan verður send Skipulagsstofnun til skoðunar fyrir auglýsingu.

 

Fram kom tillaga frá Petreu Ósk Sigurðardóttur B-lista svohljóðandi:

Ég legg til að afgreiðslu tillögunnar verði frestað og hún tekin fyrir að nýju þegar skipulagsnefnd hefur fjallað um þær athugasemdir sem koma fram í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 12. júní 2013.

Hér er um að ræða viðamiklar athugasemdir frá Skipulagsstofnun sem snúa að umhverfismatsvinnu við tillöguna og taka til mikilvægra atriða eins og neysluvatns, hljóðvistar og annarra umhverfisþátta og því nauðsynlegt að skipulagsnefnd hafi tekið formlega afstöðu til þeirra fyrir afgreiðslu tillögunnar í bæjarstjórn.

 

Tillaga Petreu Óskar Sigurðardóttur var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2013010054Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. júní 2013:
Með vísun í bókanir dags. 12. nóvember 2008 (SN080113) og 16. janúar 2013 (2013010055), lagði skipulagsstjóri fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal. Um er að ræða stækkun á svæði KKA til vesturs sbr. bókun skipulagsnefndar frá 6. apríl 2010 (BN090233) og svæði fyrir miðlunartank Norðurorku auk fleiri breytinga.
Tillagan er dags. 12. júní 2013 og unnin af Teiknum á lofti ehf.
Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á aðkomu að lóð Norðurorku og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fram kom tillaga um að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Kjarnaskógur og Hamrar - deiliskipulag (SN090096), skipulags- og matslýsing

Málsnúmer 2010030017Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. júní 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram skipulags- og matslýsingu vegna deiliskipulags Kjarnaskógar og Hamra, útílífsmiðstöðvar skáta, dags. 12. júní 2013, unna af Hermanni Georg Gunnlaugssyni landslagsarkitekt.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Reykjavíkurflugvöllur - framtíðarstaðsetning

Málsnúmer 2007110127Vakta málsnúmer

Bæjarfulltrúi D-lista, Ólafur Jónsson, óskaði eftir að málefni Reykjavíkurflugvallar yrði tekið til umfjöllunar.
Fram fóru almennar umræður.

6.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 6., 12. og 18. júní 2013
Bæjarráð 6., 13. og 20. júní 2013
Félagsmálaráð 29. maí og 12. júní 2013
Framkvæmdaráð 7. júní 2013
Íþróttaráð 6. júní 2013
Samfélags- og mannréttindaráð 5. og 19. júní 2013
Skipulagsne

Fundi slitið - kl. 16:47.