Málsnúmer 2010050103Vakta málsnúmer
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. nóvember 2010:
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna flugvallarsvæðis var auglýst þann 1. september 2010 með athugasemdafresti til 13. október 2010. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Samhliða var auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi flugvallarsvæðis. Engin athugasemd barst.
Umsagnir bárust frá Vegagerðinni dags. 27. júlí 2010, Flugmálastjórn Íslands dags. 4. ágúst 2010, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra dags. 2. september 2010, Isavia ohf dags. 25. október 2010 og Umhverfisstofnun dags. 22. október 2010.
Umsagnir um umhverfisskýrslu komu frá Skipulagsstofnun, dags. 10. september 2010.
Svör við umsögnum er að finna í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. nóvember sl.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.