Málsnúmer 2011040021Vakta málsnúmer
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. apríl 2012:
Erindi dags. 5. apríl 2011 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Gámaþjónustu Norðurlands ehf, kt. 481287-1039, óskar eftir samþykki skipulagsnefndar fyrir breyttu deiliskipulagi.
Tillagan var auglýst þann 15. febrúar og var athugasemdafrestur til 28. mars 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss. Ein athugasemd barst og hefur henni verið svarað, sjá fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. apríl 2012.
Umsögn barst í tölvupósti 5. mars 2012 frá Fornleifavernd ríkisins, Sigurði Bergsteinssyni, sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.
Ekki eru ráðgerðar neinar breytingar á helgunarsvæði línunnar í tillögunni. Lóðarhafa ber að tryggja öryggi stæðunnar nr. 602 gagnvart umferð innan lóðarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.