Málsnúmer 2011090003Vakta málsnúmer
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. september 2011:
Erindi dags. 9. júní 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Becromal Properties ehf, kt. 660707-0850, leggur fram tillögu um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi. Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur dags. 12. september 2011 frá AVH ehf og breytingaruppdráttur dags. 15. september 2011 af B-áfanga Krossaneshaga vegna breytinga á afmörkun deiliskipulagsins.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Auður Jónasdóttir V-lista óskar bókað að nauðsynlegt sé að meta heildræn umhverfisáhrif verksmiðjunnar í fyrirhugaðri stærð. Einnig að mikilvægi þess að skilyrðum starfsleyfis sé framfylgt sé ótvírætt og verði ekki of oft nefnt.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.